Herjólfur afhentur og íslenski fáninn dreginn að húni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2019 14:46 Góð stemmning í Gdynia í morgun. Vegagerðin Von er á nýjum Herjólfi til Vestmannaeyja þann 15. júní og að skipið hefji siglingar milli lands og Eyja um mánaðarmótin. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar fékk fyrir hönd Vegagerðarinnar afhenta nýju Vestmannaeyjaferjuna Herjólf í Gdynia í Póllandi í dag. Þau Ireneusz Ćwirko, eigandi og stjórnarformaður skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. skrifuðu í dag undir tilheyrandi pappíra þess efnis. Á sama tíma var gengið frá lokagreiðslu og uppgjöri. Herjólfur ohf. sem sér um rekstur siglinga milli lands og Eyja tekur ferjuna á þurrleigu og mun fljótlega sigla skipinu heim. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. tók síðan við Herjólfi til leigu eftir að Vegagerðin hafi fengið skipið afhent, en Vegagerðin er eigandi ferjunnar. Áhöfn til að sigla Herjólfi heim er komin út til Póllands en nokkra daga mun taka að gera skipið klárt til heimsiglingar. Reiknað er með að Herjólfur komi til Vestmannaeyja þann 15. júní en muni hefja siglingar milli lands og Eyja u.þ.b. hálfum mánuði síðar þegar áhöfnin í heild hefur reynt skipið og það gert klárt fyrir almennar siglingar með farþega. Afhending Herjólfs hefur tafist nokkuð og er það mikið fagnaðarefni að ferjan sé nú á heimleið og geti hafið siglingar í Landeyjahöfn fljótlega. Nýr Herjólfur ristir nokkuð grynnra en gamli Herjólfur og því þarf ekki að dýpka jafn mikið fyrir nýtt skip. Það mun auðvelda og flýta fyrir dýpkun og ætti að fækka þeim dögum sem ekki er unnt að sigla í Landeyjahöfn. Nýr Herjólfur er rafmagnsferja og mun sigla alfarið fyrir rafmagni milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja þegar frá líður. Settur verður upp búnaður á báðum stöðum til að hlaða ferjuna í landi og með rafmagni. Einnig eru um borð vélar sem alla jafna hlaða geyma skipsins sem síðan knýja skrúfurnar. Reikna má með að við siglingar til Þorlákshafnar þurfi að nota vélarnar til að framleiða rafmagnið. Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Íslenski fáninn Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Von er á nýjum Herjólfi til Vestmannaeyja þann 15. júní og að skipið hefji siglingar milli lands og Eyja um mánaðarmótin. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar fékk fyrir hönd Vegagerðarinnar afhenta nýju Vestmannaeyjaferjuna Herjólf í Gdynia í Póllandi í dag. Þau Ireneusz Ćwirko, eigandi og stjórnarformaður skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. skrifuðu í dag undir tilheyrandi pappíra þess efnis. Á sama tíma var gengið frá lokagreiðslu og uppgjöri. Herjólfur ohf. sem sér um rekstur siglinga milli lands og Eyja tekur ferjuna á þurrleigu og mun fljótlega sigla skipinu heim. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. tók síðan við Herjólfi til leigu eftir að Vegagerðin hafi fengið skipið afhent, en Vegagerðin er eigandi ferjunnar. Áhöfn til að sigla Herjólfi heim er komin út til Póllands en nokkra daga mun taka að gera skipið klárt til heimsiglingar. Reiknað er með að Herjólfur komi til Vestmannaeyja þann 15. júní en muni hefja siglingar milli lands og Eyja u.þ.b. hálfum mánuði síðar þegar áhöfnin í heild hefur reynt skipið og það gert klárt fyrir almennar siglingar með farþega. Afhending Herjólfs hefur tafist nokkuð og er það mikið fagnaðarefni að ferjan sé nú á heimleið og geti hafið siglingar í Landeyjahöfn fljótlega. Nýr Herjólfur ristir nokkuð grynnra en gamli Herjólfur og því þarf ekki að dýpka jafn mikið fyrir nýtt skip. Það mun auðvelda og flýta fyrir dýpkun og ætti að fækka þeim dögum sem ekki er unnt að sigla í Landeyjahöfn. Nýr Herjólfur er rafmagnsferja og mun sigla alfarið fyrir rafmagni milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja þegar frá líður. Settur verður upp búnaður á báðum stöðum til að hlaða ferjuna í landi og með rafmagni. Einnig eru um borð vélar sem alla jafna hlaða geyma skipsins sem síðan knýja skrúfurnar. Reikna má með að við siglingar til Þorlákshafnar þurfi að nota vélarnar til að framleiða rafmagnið.
Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Íslenski fáninn Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira