Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. júní 2019 13:00 Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir að stefnt sé að því að Helliheiðarvirkjun verði sporlaus sem þýðir að engin mengandi efni komi til með að berast frá virkjuninni. vísir/vilhelm Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. Stóriðjan undirritaði í gær viljayfirlýsingu við stjórnvöld og Orkuveitu Reykjavíkur um að taka þátt í að þróa áfram aðferð sem kallast CarbFix eða „Gas í grjót“ sem hefur verið notuð til að binda kolefni með afar góðum árangri í Hellisheiðarvirkjun síðustu fimm ár. Aðferðin gengur út á að koldíoxíð er fangað úr jarðhitagufu og leyst upp í vatni undir þrýstingi. Vatninu er svo dælt niður í jörðina þar sem efnið binst varanlega í berggrunninn. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur býst við að það taki um fimm til tíu ár að þróa aðferðina svo hún nýtist stóriðjunni. Aðferðin gagnist vel í Hellisheiðarvirkjun vegna styrks koltvísýrings í útblæstri en hann sé mun minni hjá stóriðjunni. „Munurinn á Hellisheiðarvirkjun og álverunum er að styrkur koltvísýrings í útblæstri er um 2% þar en hann er 20-30% í Hellisheiðarvirkjun og þar gengur aðferðin eins og í sögu. Þannig að fyrsta verkefnið er að þróa aðferð til að auka styrk gasins hjá stóriðjunni áður en hægt er að beita aðferðinni þar sem við notum,“ segir BjarniÆtla að koma í veg fyrir alla mengun frá Hellisheiðarvirkjun Orkuveitan stefnir á gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega hreina á næstu árum. „Þetta er ný aðferð á heimsvísu. Það er engin önnur jarðhitavirkjun sem gerir þetta. Við ætlum að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og þá er það eina virkjunin af þessum toga í heiminum sem er algjörlega hrein þ.e. engin mengandi efni berast í loft, jörð eða grunnvatn,“ segir Bjarni.Milljarða sparnaður Miklir fjármunir hafi sparast með CarbFix- aðferðinni en sparnaðurinn felst í að hefðbundnar aðferðir við hreinsun brennisteinsvetnisins hefðu verið mun dýrari en CarpFix-aðferðin. „Þessi aðferð er nú þegar búin að spara Orkuveitunni um þrettán milljarða króna,“ segir Bjarni. Orkumál Umhverfismál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. Stóriðjan undirritaði í gær viljayfirlýsingu við stjórnvöld og Orkuveitu Reykjavíkur um að taka þátt í að þróa áfram aðferð sem kallast CarbFix eða „Gas í grjót“ sem hefur verið notuð til að binda kolefni með afar góðum árangri í Hellisheiðarvirkjun síðustu fimm ár. Aðferðin gengur út á að koldíoxíð er fangað úr jarðhitagufu og leyst upp í vatni undir þrýstingi. Vatninu er svo dælt niður í jörðina þar sem efnið binst varanlega í berggrunninn. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur býst við að það taki um fimm til tíu ár að þróa aðferðina svo hún nýtist stóriðjunni. Aðferðin gagnist vel í Hellisheiðarvirkjun vegna styrks koltvísýrings í útblæstri en hann sé mun minni hjá stóriðjunni. „Munurinn á Hellisheiðarvirkjun og álverunum er að styrkur koltvísýrings í útblæstri er um 2% þar en hann er 20-30% í Hellisheiðarvirkjun og þar gengur aðferðin eins og í sögu. Þannig að fyrsta verkefnið er að þróa aðferð til að auka styrk gasins hjá stóriðjunni áður en hægt er að beita aðferðinni þar sem við notum,“ segir BjarniÆtla að koma í veg fyrir alla mengun frá Hellisheiðarvirkjun Orkuveitan stefnir á gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega hreina á næstu árum. „Þetta er ný aðferð á heimsvísu. Það er engin önnur jarðhitavirkjun sem gerir þetta. Við ætlum að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og þá er það eina virkjunin af þessum toga í heiminum sem er algjörlega hrein þ.e. engin mengandi efni berast í loft, jörð eða grunnvatn,“ segir Bjarni.Milljarða sparnaður Miklir fjármunir hafi sparast með CarbFix- aðferðinni en sparnaðurinn felst í að hefðbundnar aðferðir við hreinsun brennisteinsvetnisins hefðu verið mun dýrari en CarpFix-aðferðin. „Þessi aðferð er nú þegar búin að spara Orkuveitunni um þrettán milljarða króna,“ segir Bjarni.
Orkumál Umhverfismál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira