Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2019 11:23 Frá fréttamannafundi rannsakenda og saksóknara í Nieuwegein í Hollandi í morgun. EPA Fjórir menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu fyrir fimm árum. Greint var frá ákærunum í morgun og sagt að réttarhöld muni hefjast í Hollandi í mars á næsta ári. Alls voru 298 manns um borð í vélinni þegar henni var grandað þann 17. júlí 2014 og komst enginn lífs af. 196 hinna látnu voru hollenskir ríkisborgarar og 38 ástralskir, en skotið var á vélina á landsvæði sem var undir stjórn aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Fyrir rúmu ári síðan greindi hópur alþjóðlegra rannsakenda, undir stjórn Hollendinga, að BUK-eldflaugakerfi, framleitt í Rússlandi, hafi verið notað til að granda vélinni sem var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu. Olena Zerkal, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu, segir að í hópi fjórmenninganna eru háttsettir menn innan rússneska hersins. Í frétt Moscow Times segir að mennirnir sem um ræðir séu þeir Igor Girkin, Sergei Dubinsky og Oleg Pulatov, allt rússneskir ríkisborgarar, auk Úkraínumannsins Leonid Kharchenk.Alls fórust 298 manns þegar MH17 var grandað.APStjórnvöld í Hollandi og Ástralíu hafa sakað rússnesk stjórnvöld um aðild að tilræðinu, en Rússar hafa hins vegar hafnað ásökunum. BBC hefur eftir Dmitri Peskov, talsmanni Rússlandsstjórnar, að Rússum hafi ekki verið gefið færi á að taka þátt í rannsókninni. Aðspurður um hvort að Rússar myndu framselja einhverja hinna grunuðu, sagði Peskov að „afstaða Rússa væri vel þekkt“ þó að hann hafi ekki viljað útskýra málið nánar. Talsmaður hollenskra yfirvalda segir að líklegt sé að réttað verði yfir mönnunum í fjarveru þeirra (in absentia). Ástralía Holland Malasía MH17 Rússland Úkraína Tengdar fréttir Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51 MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Fjórir menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu fyrir fimm árum. Greint var frá ákærunum í morgun og sagt að réttarhöld muni hefjast í Hollandi í mars á næsta ári. Alls voru 298 manns um borð í vélinni þegar henni var grandað þann 17. júlí 2014 og komst enginn lífs af. 196 hinna látnu voru hollenskir ríkisborgarar og 38 ástralskir, en skotið var á vélina á landsvæði sem var undir stjórn aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Fyrir rúmu ári síðan greindi hópur alþjóðlegra rannsakenda, undir stjórn Hollendinga, að BUK-eldflaugakerfi, framleitt í Rússlandi, hafi verið notað til að granda vélinni sem var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu. Olena Zerkal, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu, segir að í hópi fjórmenninganna eru háttsettir menn innan rússneska hersins. Í frétt Moscow Times segir að mennirnir sem um ræðir séu þeir Igor Girkin, Sergei Dubinsky og Oleg Pulatov, allt rússneskir ríkisborgarar, auk Úkraínumannsins Leonid Kharchenk.Alls fórust 298 manns þegar MH17 var grandað.APStjórnvöld í Hollandi og Ástralíu hafa sakað rússnesk stjórnvöld um aðild að tilræðinu, en Rússar hafa hins vegar hafnað ásökunum. BBC hefur eftir Dmitri Peskov, talsmanni Rússlandsstjórnar, að Rússum hafi ekki verið gefið færi á að taka þátt í rannsókninni. Aðspurður um hvort að Rússar myndu framselja einhverja hinna grunuðu, sagði Peskov að „afstaða Rússa væri vel þekkt“ þó að hann hafi ekki viljað útskýra málið nánar. Talsmaður hollenskra yfirvalda segir að líklegt sé að réttað verði yfir mönnunum í fjarveru þeirra (in absentia).
Ástralía Holland Malasía MH17 Rússland Úkraína Tengdar fréttir Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51 MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51
MH17: Grunaðir verða sóttir til saka í Hollandi Hollenska utanríkisráðuneytið staðfesti í morgun að áfram verði lögð áhersla á alþjóðlega samvinnu. 5. júlí 2017 10:10