Götulistahátíð á Hellissandi Kristlín Dís Ingilínardóttir skrifar 19. júní 2019 14:00 Ég finn mikið til með fólkinu sem býr inni í Rifi, segir Kári Viðarson. Frystiklefinn í Rifi er sjálfstætt starfandi atvinnuleikhús á Snæfellsnesi sem stendur nú um helgina fyrir götulistahátíð á Hellissandi. Kári Viðarsson, leikari og eigandi Frystiklefans, segir hátíðina lengi hafa verið í bígerð. „Þetta byrjaði í apríl í fyrra, ég fékk smá hugmynd um verkefni sem sneri að því að fegra Hellissand með því að taka gamla frystihúsið og breyta því í útilistaverkagallerí.“ Kári segir að gamla frystihúsið hafi verið svolítið út undan í bænum eftir að eldur kviknaði í því fyrir nokkru og ekki litið vel út. „Ég fékk 10 vegglistamenn til að koma hingað alls staðar að úr heiminum og fríska aðeins upp á það,“ en Kári segir að þau hafi endað með yfir 30 verk í plássinu lista- og heimamönnum til mikillar ánægju.Nýja vegglistaverkið á Hellissandi. Mynd/Heimir BergHugmyndin að götulistahátíðinni kviknaði í framhaldi af verkefninu. „Mig langaði að gera þetta aðeins yfirgripsmeira og svolítið fjölbreyttara.“ Kári lýsir því að öllum hafi verið frjálst að sækja um þátttöku og því hafi umsóknir borist frá öllum heimshornum. Á hátíðinni verða meðal annars listamenn frá Argentínu, Ísrael, Ástralíu og fleiri löndum. „Við erum með mjög mikla fjölbreytni á götuhátíðinni og erum til dæmis með leik- og danssýningar og dansnámskeið með krökkunum í Snæfellsbæ.“ Búast má við lifandi stemningu úti um allan bæ þar sem listakonan Nula verður með húlahringjasýningu og hægt verður að taka þátt í karíókí. Einnig verður á staðnum bílskottssala þar sem hægt verður að grúska í skottum og gætu þar leynst ýmsar gersemar.Eitt af fjölmörgum verkum sem prýða nú veggina á Hellissandi Mynd/Luanna LiKári nefnir að fimm vegglistamenn verði enn í bænum yfir helgina. Þær Lacey Jane og Layla Folkmann luku nýverið við stórt vegglistaverk á Hellissandi í samstarfi við fyrirtæki Kára, Frystiklefann. Kári telur að yfir 200 ferðamenn stoppi við nýja verkið daglega. „Það er klárt mál að öll þjónustufyrirtæki í Snæfellsbæ munu njóta góðs af þessu segulstáli,“ bætir hann við og tekur sérstaklega fram að Markaðsstofa Vesturlands muni græða á framtakinu. Markaðsstofan strokaði nýlega þorpið Rif út af götukorti sínu. Rif er staðsett á milli Hellissands og Ólafsvíkur og þar búa tæplega 200 manns. „Rif hefur alltaf verið inni á þessu götukorti,“ segir Kári en hann segir ástæðu eyðingar þorpsins af kortinu vera þá að hann vildi ekki kaupa auglýsingu af markaðsstofunni í ár. „Ég finn mikið til með fólkinu sem býr í Rifi, það er allt í einu búið að stroka það bara út.“ En Kári segir Rif lengi hafa verið vinsælan stað fyrir bæði fugla- og fornminjaskoðun. „Það er fullt annað inni í Rifi heldur en bara ég og mitt leikhús svo þetta eru alveg fáránleg vinnubrögð.“Listakonan Nula bregður á leik með húlahringjum.Þrátt fyrir að þorpið sé nú ósýnilegt á korti Markaðsstofu Vesturlands fer hluti viðburða á götulistahátíðinni fram þar. Margrét Maack kemur með sýningu sína Búkalú sem er Burlesque-grínsýning fyrir fullorðna og býst Kári við stórkostlegri kvöldstund í Frystiklefanum. Lunginn úr hátíðarhöldunum verður þó á Hellissandi en aðspurður segir Kári einn af aðalviðburðunum vera Cardiophone eftir Moran Duvshani frá Ísrael. Hann segir heimamenn hjálpa við að framkvæma verkið og lýsir áhorfendum sem eins konar tilraunadýrum. „Þetta er þátttökusýning þar sem Moran tekur einn áhorfanda í einu í hjartalínurit og breytir því tónverk,“ en Kári lýsir verkinu sem öðruvísi upplifun fyrir alla. Kári segir kjörið fyrir fjölskylduna að næla sér í sitt eigið hjartatónverk í góða veðrinu á Hellissandi um helgina. „Þetta er tveggja daga festival og okkur langar til að skapa stemningu þar sem fólk getur bara rölt á milli staða og látið koma sér á óvart.“ Sirkus Íslands verður á svæðinu og hægt að grennslast fyrir um kynstrin öll í tjöldum sem verður komið fyrir af heimamönnum við ána á Hellissandi. „Þar getur fólk prófað alls konar rugl,“ en Kári segir að það verði til að mynda spákona í einu tjaldinu. „Við erum bara að reyna að hafa þetta heimilislegt og fjölskylduvænt og fyndið og skemmtilegt, allt í senn,“ segir Kári sem mælir með að fólk kíki í heimsókn á fyrstu götulistahátíð Hellissands 21. og 22. júní. Birtist í Fréttablaðinu Snæfellsbær Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Frystiklefinn í Rifi er sjálfstætt starfandi atvinnuleikhús á Snæfellsnesi sem stendur nú um helgina fyrir götulistahátíð á Hellissandi. Kári Viðarsson, leikari og eigandi Frystiklefans, segir hátíðina lengi hafa verið í bígerð. „Þetta byrjaði í apríl í fyrra, ég fékk smá hugmynd um verkefni sem sneri að því að fegra Hellissand með því að taka gamla frystihúsið og breyta því í útilistaverkagallerí.“ Kári segir að gamla frystihúsið hafi verið svolítið út undan í bænum eftir að eldur kviknaði í því fyrir nokkru og ekki litið vel út. „Ég fékk 10 vegglistamenn til að koma hingað alls staðar að úr heiminum og fríska aðeins upp á það,“ en Kári segir að þau hafi endað með yfir 30 verk í plássinu lista- og heimamönnum til mikillar ánægju.Nýja vegglistaverkið á Hellissandi. Mynd/Heimir BergHugmyndin að götulistahátíðinni kviknaði í framhaldi af verkefninu. „Mig langaði að gera þetta aðeins yfirgripsmeira og svolítið fjölbreyttara.“ Kári lýsir því að öllum hafi verið frjálst að sækja um þátttöku og því hafi umsóknir borist frá öllum heimshornum. Á hátíðinni verða meðal annars listamenn frá Argentínu, Ísrael, Ástralíu og fleiri löndum. „Við erum með mjög mikla fjölbreytni á götuhátíðinni og erum til dæmis með leik- og danssýningar og dansnámskeið með krökkunum í Snæfellsbæ.“ Búast má við lifandi stemningu úti um allan bæ þar sem listakonan Nula verður með húlahringjasýningu og hægt verður að taka þátt í karíókí. Einnig verður á staðnum bílskottssala þar sem hægt verður að grúska í skottum og gætu þar leynst ýmsar gersemar.Eitt af fjölmörgum verkum sem prýða nú veggina á Hellissandi Mynd/Luanna LiKári nefnir að fimm vegglistamenn verði enn í bænum yfir helgina. Þær Lacey Jane og Layla Folkmann luku nýverið við stórt vegglistaverk á Hellissandi í samstarfi við fyrirtæki Kára, Frystiklefann. Kári telur að yfir 200 ferðamenn stoppi við nýja verkið daglega. „Það er klárt mál að öll þjónustufyrirtæki í Snæfellsbæ munu njóta góðs af þessu segulstáli,“ bætir hann við og tekur sérstaklega fram að Markaðsstofa Vesturlands muni græða á framtakinu. Markaðsstofan strokaði nýlega þorpið Rif út af götukorti sínu. Rif er staðsett á milli Hellissands og Ólafsvíkur og þar búa tæplega 200 manns. „Rif hefur alltaf verið inni á þessu götukorti,“ segir Kári en hann segir ástæðu eyðingar þorpsins af kortinu vera þá að hann vildi ekki kaupa auglýsingu af markaðsstofunni í ár. „Ég finn mikið til með fólkinu sem býr í Rifi, það er allt í einu búið að stroka það bara út.“ En Kári segir Rif lengi hafa verið vinsælan stað fyrir bæði fugla- og fornminjaskoðun. „Það er fullt annað inni í Rifi heldur en bara ég og mitt leikhús svo þetta eru alveg fáránleg vinnubrögð.“Listakonan Nula bregður á leik með húlahringjum.Þrátt fyrir að þorpið sé nú ósýnilegt á korti Markaðsstofu Vesturlands fer hluti viðburða á götulistahátíðinni fram þar. Margrét Maack kemur með sýningu sína Búkalú sem er Burlesque-grínsýning fyrir fullorðna og býst Kári við stórkostlegri kvöldstund í Frystiklefanum. Lunginn úr hátíðarhöldunum verður þó á Hellissandi en aðspurður segir Kári einn af aðalviðburðunum vera Cardiophone eftir Moran Duvshani frá Ísrael. Hann segir heimamenn hjálpa við að framkvæma verkið og lýsir áhorfendum sem eins konar tilraunadýrum. „Þetta er þátttökusýning þar sem Moran tekur einn áhorfanda í einu í hjartalínurit og breytir því tónverk,“ en Kári lýsir verkinu sem öðruvísi upplifun fyrir alla. Kári segir kjörið fyrir fjölskylduna að næla sér í sitt eigið hjartatónverk í góða veðrinu á Hellissandi um helgina. „Þetta er tveggja daga festival og okkur langar til að skapa stemningu þar sem fólk getur bara rölt á milli staða og látið koma sér á óvart.“ Sirkus Íslands verður á svæðinu og hægt að grennslast fyrir um kynstrin öll í tjöldum sem verður komið fyrir af heimamönnum við ána á Hellissandi. „Þar getur fólk prófað alls konar rugl,“ en Kári segir að það verði til að mynda spákona í einu tjaldinu. „Við erum bara að reyna að hafa þetta heimilislegt og fjölskylduvænt og fyndið og skemmtilegt, allt í senn,“ segir Kári sem mælir með að fólk kíki í heimsókn á fyrstu götulistahátíð Hellissands 21. og 22. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Snæfellsbær Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning