Kvennahlaup í þrjátíu ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2019 07:45 Hrönn segir kvennahlaupið ómissandi viðburð. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Konur á öllum aldri hlaupa, skokka eða ganga í dag víðsvegar um land í hinu árlega kvennahlaupi ÍSÍ og sameina með því tvo mikilvæga þætti, hreyfingu og samveru. Hlaupið fer nú fram í þrítugasta skipti og Hrönn Guðmundsdóttir heldur í alla spotta sem sviðsstjóri almenningsíþrótta hjá Íþróttasambandi Íslands. „Við erum komin í yfir áttatíu staði sem hlaupið verður á, bæði innan lands og utan. Þetta er orðinn ómissandi viðburður víða um allt land,“ segir hún stolt og rifjar upp að þegar ævintýrið hófst hafi það virst átak að koma konum út að hlaupa. „Þá áttu karlarnir kannski sína tíma í bumbubolta en konurnar voru ekki mikið að hópa sig nema í saumaklúbbum. Öðruvísi en núna þegar konur eru með öfluga hlaupahópa, gönguhópa, hjólahópa og blak.“ Svo rifjar hún upp hvernig allt byrjaði. „Fyrsta hlaupið var í kringum íþróttahátíð ÍSÍ í Garðabæ 1990. Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari kom því á koppinn, hún hafði kynnst svona hlaupum í Finnlandi. Enginn vissi hvort búast ætti við tugum eða hundruðum en 2.000 manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu. Þar með var búið að blása byr í segl, ekki varð aftur snúið og þátttakendum fjölgaði með hverju árinu,“ segir hún og bætir við að algengt sé að margir ættliðir, vinkonur eða systur hlaupi saman. Kvennahlaupið er ekki séríslenskt fyrirbæri en Hrönn segir það þó framkvæmt með öðrum hætti hér en annars staðar. „Víða erlendis fer það fram í mörgum borgum á mismunandi tímum þannig að sama konan getur tekið þátt víða. Sérstaða Íslands er sú að hlaupið er á sama degi um allt land og það er líka einstakt fyrir íslenskan íþróttaviðburð.“ Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Tímamót Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Konur á öllum aldri hlaupa, skokka eða ganga í dag víðsvegar um land í hinu árlega kvennahlaupi ÍSÍ og sameina með því tvo mikilvæga þætti, hreyfingu og samveru. Hlaupið fer nú fram í þrítugasta skipti og Hrönn Guðmundsdóttir heldur í alla spotta sem sviðsstjóri almenningsíþrótta hjá Íþróttasambandi Íslands. „Við erum komin í yfir áttatíu staði sem hlaupið verður á, bæði innan lands og utan. Þetta er orðinn ómissandi viðburður víða um allt land,“ segir hún stolt og rifjar upp að þegar ævintýrið hófst hafi það virst átak að koma konum út að hlaupa. „Þá áttu karlarnir kannski sína tíma í bumbubolta en konurnar voru ekki mikið að hópa sig nema í saumaklúbbum. Öðruvísi en núna þegar konur eru með öfluga hlaupahópa, gönguhópa, hjólahópa og blak.“ Svo rifjar hún upp hvernig allt byrjaði. „Fyrsta hlaupið var í kringum íþróttahátíð ÍSÍ í Garðabæ 1990. Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari kom því á koppinn, hún hafði kynnst svona hlaupum í Finnlandi. Enginn vissi hvort búast ætti við tugum eða hundruðum en 2.000 manns tóku þátt í fyrsta hlaupinu. Þar með var búið að blása byr í segl, ekki varð aftur snúið og þátttakendum fjölgaði með hverju árinu,“ segir hún og bætir við að algengt sé að margir ættliðir, vinkonur eða systur hlaupi saman. Kvennahlaupið er ekki séríslenskt fyrirbæri en Hrönn segir það þó framkvæmt með öðrum hætti hér en annars staðar. „Víða erlendis fer það fram í mörgum borgum á mismunandi tímum þannig að sama konan getur tekið þátt víða. Sérstaða Íslands er sú að hlaupið er á sama degi um allt land og það er líka einstakt fyrir íslenskan íþróttaviðburð.“
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Tímamót Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira