Landinn er sólginn í ís í sól og veðurblíðunni Pálmi Kormákur skrifar 14. júní 2019 10:15 Katla, Anna Svava og Laufey njóta sín í veðurblíðunni. Fréttablaðið/Stefán Íssalar sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að bein tenging sé milli góða veðursins sem landsmenn hafa fengið að njóta það sem af er sumri og aukinnar íssölu. Eigandi ísbúðarinnar Valdísar segir þriðjungi meira að gera nú en á sama tíma í fyrra. Eigandi Emmessíss segir áberandi söluaukningu á milli ára; um sé að ræða 20 prósenta aukningu bæði í matvöruverslunum og í ísbúðum. Anna Svava Knútsdóttir, uppistandari og annar eigandi Valdísar, bindur vonir við að sólin láti áfram sjá sig í sumar. „Það er þriðjungi meira að gera en á sama tíma á síðasta ári. Reksturinn er bara þannig að sólin segir til um söluna, manneskjan sem sér um vaktaplönin kíkir á veðurspána fyrir vakt og fær starfsfólk til vinnu miðað við hversu góð spáin er. Þar af leiðandi er fólk sem er venjulega í hlutastarfi hjá okkur næstum búið að vera í fullri vinnu upp á síðkastið sökum veðurs.“ Anna hefur litlar áhyggjur af ísáti og áhrif þess á holdafar fólks. Hún vitnar í þá þekktu staðreynd að maðurinn hafi tvo maga, einn fyrir ís og annan fyrir mat. „Að öllu gríni slepptu vil ég meina að ísinn hvetji fólk til útivistar og hreyfingar í veðurblíðunni og að það vegi upp á móti hvaða lýðheilsuáhyggjum sem menn kynnu að hafa.“ Katla Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Ísbúðar Vesturbæjar, segir að þó mikið sé að gera um þessar mundir sé samt ótrúlegt hvað ís selst vel í vondu veðri líka. „Fólk kaupir sér ís á veturna og borðar hann í bílnum eða heima hjá sér. Við erum örugglega frábrugðin öðrum þjóðum hvað þetta varðar, maður fer ekki og fær sér ís í Kaupmannahöfn ef það er ekki sól.“ Pálmi Jónsson, eigandi Emmessíss, undirstrikar mikilvægi sólarinnar og bendir einnig á aukna sölu ár frá ári. „Það er búið að ganga bara rosalega vel, það er augljóslega bein tenging milli veðurs og íssölu, það er áberandi söluaukning á milli ára og við erum að horfa á 20 prósenta aukningu bæði í matvöruverslunum og ísbúðum. Það er augljóst að ís kemur öllum í gott skap.“ Neytendur Veður Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Íssalar sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að bein tenging sé milli góða veðursins sem landsmenn hafa fengið að njóta það sem af er sumri og aukinnar íssölu. Eigandi ísbúðarinnar Valdísar segir þriðjungi meira að gera nú en á sama tíma í fyrra. Eigandi Emmessíss segir áberandi söluaukningu á milli ára; um sé að ræða 20 prósenta aukningu bæði í matvöruverslunum og í ísbúðum. Anna Svava Knútsdóttir, uppistandari og annar eigandi Valdísar, bindur vonir við að sólin láti áfram sjá sig í sumar. „Það er þriðjungi meira að gera en á sama tíma á síðasta ári. Reksturinn er bara þannig að sólin segir til um söluna, manneskjan sem sér um vaktaplönin kíkir á veðurspána fyrir vakt og fær starfsfólk til vinnu miðað við hversu góð spáin er. Þar af leiðandi er fólk sem er venjulega í hlutastarfi hjá okkur næstum búið að vera í fullri vinnu upp á síðkastið sökum veðurs.“ Anna hefur litlar áhyggjur af ísáti og áhrif þess á holdafar fólks. Hún vitnar í þá þekktu staðreynd að maðurinn hafi tvo maga, einn fyrir ís og annan fyrir mat. „Að öllu gríni slepptu vil ég meina að ísinn hvetji fólk til útivistar og hreyfingar í veðurblíðunni og að það vegi upp á móti hvaða lýðheilsuáhyggjum sem menn kynnu að hafa.“ Katla Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Ísbúðar Vesturbæjar, segir að þó mikið sé að gera um þessar mundir sé samt ótrúlegt hvað ís selst vel í vondu veðri líka. „Fólk kaupir sér ís á veturna og borðar hann í bílnum eða heima hjá sér. Við erum örugglega frábrugðin öðrum þjóðum hvað þetta varðar, maður fer ekki og fær sér ís í Kaupmannahöfn ef það er ekki sól.“ Pálmi Jónsson, eigandi Emmessíss, undirstrikar mikilvægi sólarinnar og bendir einnig á aukna sölu ár frá ári. „Það er búið að ganga bara rosalega vel, það er augljóslega bein tenging milli veðurs og íssölu, það er áberandi söluaukning á milli ára og við erum að horfa á 20 prósenta aukningu bæði í matvöruverslunum og ísbúðum. Það er augljóst að ís kemur öllum í gott skap.“
Neytendur Veður Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira