Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti borgarlínusamning: „Frjálslyndari öfl Sjálfstæðisflokksins“ með þrjú sæti í bæjarstjórn Sylvía Hall skrifar 12. júní 2019 19:39 Karl Pétur fagnar niðurstöðu fundarins. Vísir Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í kvöld var samningur um borgarlínu samþykktur með sex atkvæðum. Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, kaus gegn samningnum. Magnús Örn lagðist gegn undirritun samningsins líkt og Vísir greindi frá í gær. Sjálfstæðisfélag Seltirninga tók undir þau sjónarmið en Magnús sagði hugmyndir um borgarlínu vera óraunhæfar eins og staðan væri núna og heildarkostnaðaráætlun vera á miklu reiki.Sjá einnig: Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslistans, fagnar því að samningurinn hafi verið samþykktur og segir Magnús Örn vera með takmarkaða sýn á þróun borgarinnar. Hann segir bæjarfulltrúa hafa tekist á á fundinum en fundurinn hafi þó bæði verið skemmtilegur og gagnlegur. „Það voru harðar umræður um málið og fjórar bókanir. Þetta endaði með því að þrír sjálfstæðismenn kusu með borgarlínunni og við þrjú sem eru í minnihlutanum en forseti Bæjarstjórnar, Magnús Örn, kaus á móti,“ segir Karl Pétur í samtali við Vísi. Hann segir ljóst að frjálslyndari öfl innan Sjálfstæðisflokksins eigi þrjú sæti innan bæjarstjórnar á meðan annað viðmót sé hjá forseta bæjarstjórnar og Sjálfstæðisfélagi Seltirninga. „Sjálfstæðisfélagið bókaði gegn borgarlínu þannig að það bendir ýmislegt til þess að Morgunblaðsarmur Sjálfstæðisflokksins hafi náð undirtökum í Sjálfstæðisfélagi Seltirninga á meðan frjálslyndari öfl séu með þarna þrjú sæti,“ segir Karl Pétur.Útilokað að leysa málin til framtíðar með öðrum hætti Karl Pétur segir mikilvægt að samningurinn hafi verið samþykktur til þess að tryggja áframhaldandi traust á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Það sé mikilvægt að horfa til framtíðar í þessum málum og fagnar því niðurstöðu fundarins. „Þetta var góður fundur og ærleg skoðanaskipti og það er allavega skoðun mín að það sé algjörlega útilokað að leysa málin til framtíðar með öðru heldur en svona stórum framkvæmdum á sviði almenningssamgangna,“ segir Karl Pétur, kátur með niðurstöðu fundarins. „Það ríkir traust á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að svona stórum innviðaframkvæmdum sem eitt sveitarfélag ræður ekki við. Ef við myndum segja okkur frá því þá myndi það traust rofna og í rauninni græfi það svolítið hressilega undan þeim rökum sem eru fyrir Seltjarnarnesi sem sjálfstæðu sveitarfélagi.“ Borgarlína Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sveitarfélögin og ríkið semja um kostnaðarskiptingu Borgarlínu Borgarstjóri býst ekki við að neitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu dragi sig út úr borgarlínuverkefninu. Nú standi yfir samningaviðræður milli sveitarfélagana og ríkisins um fjármögnum og kostnaðarskiptingu verkefnisins og stofnvegaframkvæmdir. Áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdirnar kosti um hundrað milljarða króna á næstu 15 árum. 21. maí 2019 14:00 Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Sjálfstæðisfélag Seltirninga biðlar til bæjarfulltrúa sinna um að skrifa ekki undir samning varðandi borgarlínu. 11. júní 2019 23:06 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í kvöld var samningur um borgarlínu samþykktur með sex atkvæðum. Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, kaus gegn samningnum. Magnús Örn lagðist gegn undirritun samningsins líkt og Vísir greindi frá í gær. Sjálfstæðisfélag Seltirninga tók undir þau sjónarmið en Magnús sagði hugmyndir um borgarlínu vera óraunhæfar eins og staðan væri núna og heildarkostnaðaráætlun vera á miklu reiki.Sjá einnig: Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslistans, fagnar því að samningurinn hafi verið samþykktur og segir Magnús Örn vera með takmarkaða sýn á þróun borgarinnar. Hann segir bæjarfulltrúa hafa tekist á á fundinum en fundurinn hafi þó bæði verið skemmtilegur og gagnlegur. „Það voru harðar umræður um málið og fjórar bókanir. Þetta endaði með því að þrír sjálfstæðismenn kusu með borgarlínunni og við þrjú sem eru í minnihlutanum en forseti Bæjarstjórnar, Magnús Örn, kaus á móti,“ segir Karl Pétur í samtali við Vísi. Hann segir ljóst að frjálslyndari öfl innan Sjálfstæðisflokksins eigi þrjú sæti innan bæjarstjórnar á meðan annað viðmót sé hjá forseta bæjarstjórnar og Sjálfstæðisfélagi Seltirninga. „Sjálfstæðisfélagið bókaði gegn borgarlínu þannig að það bendir ýmislegt til þess að Morgunblaðsarmur Sjálfstæðisflokksins hafi náð undirtökum í Sjálfstæðisfélagi Seltirninga á meðan frjálslyndari öfl séu með þarna þrjú sæti,“ segir Karl Pétur.Útilokað að leysa málin til framtíðar með öðrum hætti Karl Pétur segir mikilvægt að samningurinn hafi verið samþykktur til þess að tryggja áframhaldandi traust á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Það sé mikilvægt að horfa til framtíðar í þessum málum og fagnar því niðurstöðu fundarins. „Þetta var góður fundur og ærleg skoðanaskipti og það er allavega skoðun mín að það sé algjörlega útilokað að leysa málin til framtíðar með öðru heldur en svona stórum framkvæmdum á sviði almenningssamgangna,“ segir Karl Pétur, kátur með niðurstöðu fundarins. „Það ríkir traust á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að svona stórum innviðaframkvæmdum sem eitt sveitarfélag ræður ekki við. Ef við myndum segja okkur frá því þá myndi það traust rofna og í rauninni græfi það svolítið hressilega undan þeim rökum sem eru fyrir Seltjarnarnesi sem sjálfstæðu sveitarfélagi.“
Borgarlína Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sveitarfélögin og ríkið semja um kostnaðarskiptingu Borgarlínu Borgarstjóri býst ekki við að neitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu dragi sig út úr borgarlínuverkefninu. Nú standi yfir samningaviðræður milli sveitarfélagana og ríkisins um fjármögnum og kostnaðarskiptingu verkefnisins og stofnvegaframkvæmdir. Áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdirnar kosti um hundrað milljarða króna á næstu 15 árum. 21. maí 2019 14:00 Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Sjálfstæðisfélag Seltirninga biðlar til bæjarfulltrúa sinna um að skrifa ekki undir samning varðandi borgarlínu. 11. júní 2019 23:06 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Sveitarfélögin og ríkið semja um kostnaðarskiptingu Borgarlínu Borgarstjóri býst ekki við að neitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu dragi sig út úr borgarlínuverkefninu. Nú standi yfir samningaviðræður milli sveitarfélagana og ríkisins um fjármögnum og kostnaðarskiptingu verkefnisins og stofnvegaframkvæmdir. Áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdirnar kosti um hundrað milljarða króna á næstu 15 árum. 21. maí 2019 14:00
Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Sjálfstæðisfélag Seltirninga biðlar til bæjarfulltrúa sinna um að skrifa ekki undir samning varðandi borgarlínu. 11. júní 2019 23:06