Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Sylvía Hall skrifar 11. júní 2019 23:06 Sjálfstæðisfélagið segir fjárhagslegar forsendur ekki liggja fyrir. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisfélag Seltirninga biðlar til bæjarfulltrúa sinna um að skrifa ekki undir samning varðandi borgarlínu. Þau segja fjárhagslegar forsendur við verkefnið ekki liggja fyrir og hafa ekki verið kynntar grasrót flokksins. Þau segja undirritun samningsins vera á skjön við stefnuskrá flokksins á Seltjarnarnesi en þar hafi komið fram að megináhersla yrði lög á frekari eflingu Strætó og að engin ákvörðun verði tekin varðandi borgarlínu fyrr en forsendur um heildarkostnað og rekstur liggi fyrir. „Það er von okkar að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi skrifi ekki undir samninginn. Afar mikilvægt er að staðið sé við gefin loforð við kjósendur flokksins,“ segir í bókun félagsins og bætt við að þátttaka bæjarins bæri vott um ábyrgðarleysi gagnvart skattfé.Segir heildarkostnaðaráætlun vera á reiki Þessi sjónarmið eru samhljóða bókun Magnúsar Arnar Guðmundssonar, forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs, sem lagðist gegn undirritun samninganna af hálfu Seltjarnarnesbæjar. Hann sagði hugmyndirnar vera óraunhæfar sem stendur og heildarkostnaðaráætlun vera á miklu reiki. Hann segir söguna sýna að framúrkeyrsla á stórum opinberum framkvæmdum á Íslandi sé algeng og því megi gera ráð fyrir því að fjárfestingin muni kosta vel á annað hundruð milljóna. Þá sé ekki tekið tillit til eignarnáms í núverandi kostnaðaráætlun og telur hann ákjósanlegri kost að efla Strætó sem samgöngumáta. „Nú þegar hefur verið fjárfest í 14 rafmagnsvögnum og 5 vetnisvagnar á leiðinni. Hægt er auka tíðni ferða verulega á annatímum, fjölga forgangsakreinum, lækka fargjöld og ekki síst koma í veg fyrir að Strætó stoppi á miðri götu. Það er í það minnsta fyrirhafnarinnar virði til að þrefalda hlutfall þeirra sem vilja nota almenningssamgöngur á Íslandi, eins og draumarnir um Borgarlínuna gera ráð fyrir,“ segir í bókun Magnúsar. Borgarlína Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Ráðherra vill hraða borgarlínu "Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum“ 31. janúar 2019 06:20 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Aukinn rafbúnaður í Herjólf kostar ríkið sama og fer í Borgarlínu næstu tvö ár Nýr Herjólfur kemur í vor og verður hann að mestu leyti rafknúinn. 31. janúar 2019 10:15 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Sjálfstæðisfélag Seltirninga biðlar til bæjarfulltrúa sinna um að skrifa ekki undir samning varðandi borgarlínu. Þau segja fjárhagslegar forsendur við verkefnið ekki liggja fyrir og hafa ekki verið kynntar grasrót flokksins. Þau segja undirritun samningsins vera á skjön við stefnuskrá flokksins á Seltjarnarnesi en þar hafi komið fram að megináhersla yrði lög á frekari eflingu Strætó og að engin ákvörðun verði tekin varðandi borgarlínu fyrr en forsendur um heildarkostnað og rekstur liggi fyrir. „Það er von okkar að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi skrifi ekki undir samninginn. Afar mikilvægt er að staðið sé við gefin loforð við kjósendur flokksins,“ segir í bókun félagsins og bætt við að þátttaka bæjarins bæri vott um ábyrgðarleysi gagnvart skattfé.Segir heildarkostnaðaráætlun vera á reiki Þessi sjónarmið eru samhljóða bókun Magnúsar Arnar Guðmundssonar, forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs, sem lagðist gegn undirritun samninganna af hálfu Seltjarnarnesbæjar. Hann sagði hugmyndirnar vera óraunhæfar sem stendur og heildarkostnaðaráætlun vera á miklu reiki. Hann segir söguna sýna að framúrkeyrsla á stórum opinberum framkvæmdum á Íslandi sé algeng og því megi gera ráð fyrir því að fjárfestingin muni kosta vel á annað hundruð milljóna. Þá sé ekki tekið tillit til eignarnáms í núverandi kostnaðaráætlun og telur hann ákjósanlegri kost að efla Strætó sem samgöngumáta. „Nú þegar hefur verið fjárfest í 14 rafmagnsvögnum og 5 vetnisvagnar á leiðinni. Hægt er auka tíðni ferða verulega á annatímum, fjölga forgangsakreinum, lækka fargjöld og ekki síst koma í veg fyrir að Strætó stoppi á miðri götu. Það er í það minnsta fyrirhafnarinnar virði til að þrefalda hlutfall þeirra sem vilja nota almenningssamgöngur á Íslandi, eins og draumarnir um Borgarlínuna gera ráð fyrir,“ segir í bókun Magnúsar.
Borgarlína Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Ráðherra vill hraða borgarlínu "Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum“ 31. janúar 2019 06:20 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Aukinn rafbúnaður í Herjólf kostar ríkið sama og fer í Borgarlínu næstu tvö ár Nýr Herjólfur kemur í vor og verður hann að mestu leyti rafknúinn. 31. janúar 2019 10:15 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Ráðherra vill hraða borgarlínu "Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum“ 31. janúar 2019 06:20
Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00
Aukinn rafbúnaður í Herjólf kostar ríkið sama og fer í Borgarlínu næstu tvö ár Nýr Herjólfur kemur í vor og verður hann að mestu leyti rafknúinn. 31. janúar 2019 10:15