Sendu beiðni um flýtimeðferð þremur dögum fyrir komuna til Íslands Andri Eysteinsson skrifar 10. júní 2019 22:17 Frá æfingu tyrkneska liðsins í Laugardal Getty/ Anadolu Ræðismaður Tyrklands á Ísland, Gunnar Tryggvason, hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna þeirra atburða sem átt hafa sér stað varðandi komu tyrkneska landsliðsins til Íslands og móttökurnar sem þeir hér fengu.Tyrkir hafa kvartað sáran yfir vinnubrögðum íslensks landamæraeftirlits og sögðust hafa þurft að bíða í þrjá klukkutíma áður en að þeir gátu yfirgefið flugstöðina í Keflavík. Bent hefur verið á að vegna þess að flugvöllurinn sem tyrkneska landsliðið flaug frá er ekki vottaður var þörf á sérstakri öryggisleit við komuna. Skemmst er frá því að segja að íslenska landsliðið gekkst undir slíka leit við komuna frá tyrknesku borginni Konya árið 2015. Greint hafði verið frá því að tyrknesk stjórnvöld hafi sent íslenskum landamæralögregluyfirvöldum beiðni um að tyrkneska landsliðið í knattspyrnu fengi flýtimeðferð við komuna á Keflavíkurflugvöll. Var beiðnin sögð hafa borist of seint til þess að hægt væri að verða við henni. Ræðismaður Tyrklands segir beiðnina hafa komið þremur dögum fyrir komu landsliðsins þ.e. 6. júní síðastliðinn. Sendiráð Tyrklands í Osló hafi, auk ræðismannsins, sent beiðnina. Sama dag hafi borist staðfesting á að slík flýtimeðferð væri í boði. Tyrknesk stjórnvöld hafi síðan miðlað nánari upplýsingum, til dæmis um flugnúmer og áætlaðan komutíma til landamæralögreglu að morgni komudags, 10 klukkustundum fyrir lendingu á Íslandi.Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan Þess hefur verið getið í fréttum í dag að beiðni frá tyrkneskum stjórnvöldum um flýtimeðferð fyrir landslið Tyrkja á Keflavikurflugvelli hafi borist utanríkisráðuneytinu aðeins fáeinum klukkustundum fyrir komu tyrkneska landsliðsins til Íslands í gærkveldi. Það rétta er að sendiráð Tyrklands í Osló sem og ræðismaður Tyrklands á Íslandi sendu slíka beiðni til landamæralögreglunnar á Keflavíkurflugvelli þann 6. júní, þ.e. þremur dögum fyrir komu landsliðsins. Seinna þann sama dag barst Tyrkjum staðfesting á því að slík flýtimeðferð væri í boði. Tyrknesk stjórnvöld miðluðu svo nánari upplýsingum um flugnúmer og áætlaðan komutíma til landamæralögreglunnar að morgni gærdags þ.e. 10 klst. fyrir komu landsliðsins. Gunnar Tryggvason Ræðismaður Tyrklands á Íslandi. EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Ræðismaður Tyrklands á Ísland, Gunnar Tryggvason, hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna þeirra atburða sem átt hafa sér stað varðandi komu tyrkneska landsliðsins til Íslands og móttökurnar sem þeir hér fengu.Tyrkir hafa kvartað sáran yfir vinnubrögðum íslensks landamæraeftirlits og sögðust hafa þurft að bíða í þrjá klukkutíma áður en að þeir gátu yfirgefið flugstöðina í Keflavík. Bent hefur verið á að vegna þess að flugvöllurinn sem tyrkneska landsliðið flaug frá er ekki vottaður var þörf á sérstakri öryggisleit við komuna. Skemmst er frá því að segja að íslenska landsliðið gekkst undir slíka leit við komuna frá tyrknesku borginni Konya árið 2015. Greint hafði verið frá því að tyrknesk stjórnvöld hafi sent íslenskum landamæralögregluyfirvöldum beiðni um að tyrkneska landsliðið í knattspyrnu fengi flýtimeðferð við komuna á Keflavíkurflugvöll. Var beiðnin sögð hafa borist of seint til þess að hægt væri að verða við henni. Ræðismaður Tyrklands segir beiðnina hafa komið þremur dögum fyrir komu landsliðsins þ.e. 6. júní síðastliðinn. Sendiráð Tyrklands í Osló hafi, auk ræðismannsins, sent beiðnina. Sama dag hafi borist staðfesting á að slík flýtimeðferð væri í boði. Tyrknesk stjórnvöld hafi síðan miðlað nánari upplýsingum, til dæmis um flugnúmer og áætlaðan komutíma til landamæralögreglu að morgni komudags, 10 klukkustundum fyrir lendingu á Íslandi.Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan Þess hefur verið getið í fréttum í dag að beiðni frá tyrkneskum stjórnvöldum um flýtimeðferð fyrir landslið Tyrkja á Keflavikurflugvelli hafi borist utanríkisráðuneytinu aðeins fáeinum klukkustundum fyrir komu tyrkneska landsliðsins til Íslands í gærkveldi. Það rétta er að sendiráð Tyrklands í Osló sem og ræðismaður Tyrklands á Íslandi sendu slíka beiðni til landamæralögreglunnar á Keflavíkurflugvelli þann 6. júní, þ.e. þremur dögum fyrir komu landsliðsins. Seinna þann sama dag barst Tyrkjum staðfesting á því að slík flýtimeðferð væri í boði. Tyrknesk stjórnvöld miðluðu svo nánari upplýsingum um flugnúmer og áætlaðan komutíma til landamæralögreglunnar að morgni gærdags þ.e. 10 klst. fyrir komu landsliðsins. Gunnar Tryggvason Ræðismaður Tyrklands á Íslandi.
EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira