Elton John reiður Pútín eftir harðorð ummæli í garð innflytjenda og samkynhneigðra Sylvía Hall skrifar 28. júní 2019 23:27 Stórsöngvarinn var mjög ósáttur við ummæli Rússlandsforseta. Vísir/Getty Breski söngvarinn Sir Elton John er ekki par ánægður með ummæli Rússlandsforseta um frjálslynd gildi og nálgun varðandi innflytjendastefnu. Hélt forsetinn því fram í viðtali við Financial Times að gildin væru „úrelt“ og að meirihluti íbúa vestrænna þjóða hefði hafnað þeim. Þetta kemur fram á vef Reuters en þar kemur einnig fram að forsetinn hafi gagnrýnt hugmyndafræðina í heild sinni, hún gæfi það í skyn að „ekkert þurfi að gera“ og sagði það ekki ganga upp þar sem refsa þyrfti fyrir alla glæpi. „Hugmyndin um frjálslyndi gengur út frá því að ekkert þurfi að gera. Að innflytjendur megi drepa, ræna og nauðga refsilaust því réttindi þeirra sem innflytjendur verði að vernda. Hvaða réttindi eru þau? Öllum glæpum verður að fylgja refsing,“ sagði Pútín í viðtalinu þegar hann tjáði sig um störf Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Hann sagði þetta vera stærstu mistök kanslarans, að hún hefði tekið upp frjálslynda stefnu í innflytjendamálum. Nú væru gildi frjálslyndra úrelt og þeim hefði verið hafnað af meirihluta fólks.Pútín fór ekki leynt með skoðanir sínar á frjálslyndum gildum.Vísir/GettySegir Pútín vera hræsnara Forsetinn gagnrýndi einnig viðhorf vestrænna ríkja til samkynhneigðar. Hann sagðist ekki vera viðkvæmur fyrir henni en þætti fúsleiki Vesturlandabúa til þess að taka fjölbreytileikann í sátt vera „óhóflegur“. Söngvarinn lýsti yfir óánægju sinni með ummælin í yfirlýsingu og var henni beint að forsetanum sjálfum. Hann kallaði forsetann hræsnara fyrir að halda því fram í sama viðtali að hann vildi að hinsegin fólk væri hamingjusamt. „Ég er verulega ósammála þeirri hugmynd að hugmyndafræði sem fagnar fjölmenningu og fjölbreytileika kynvera sé úrelt í okkar samfélagi,“ sagði söngvarinn í yfirlýsingu sinni. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem söngvarinn beinir reiði sinni að Rússlandi en í byrjun mánaðar gagnrýndi hann ákvörðun rússneskra dreifiaðila nýrrar ævisögumyndar um hann, Rocketman, um að klippa atriði sem snúa að samkynhneigð hans úr myndinni. Sjá einnig: Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriðiDreifiaðili myndarinnar í Rússlandi sagði atriðin hafa verið fjarlægð þar sem þau brytu í bága við rússnesk lög en núgildandi lög í landinu banna sýningu efnis sem snýr að samkynhneigð til fólks undir lögaldri. Hinsegin Rússland Tengdar fréttir Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriði Sir Elton John gagnrýnir ákvörðun Rússa um að klippa um fimm mínútur af efni út úr ævisögukvikmynd hans, Rocketman. Dreifiaðili myndarinnar segir það hafa verið gert til þess að fylgja rússneskum lögum. 1. júní 2019 10:55 Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49 Elton John sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka Söngvarinn Elton John var í dag sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka við hátíðlega athöfn í París. Í ávarpi sínu eftir orðuveitinguna hvatti söngvarinn ráðamenn heims til þess að leggja báráttunni við eyðni lið með fjárútlátum til rannsókna. 21. júní 2019 23:53 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Breski söngvarinn Sir Elton John er ekki par ánægður með ummæli Rússlandsforseta um frjálslynd gildi og nálgun varðandi innflytjendastefnu. Hélt forsetinn því fram í viðtali við Financial Times að gildin væru „úrelt“ og að meirihluti íbúa vestrænna þjóða hefði hafnað þeim. Þetta kemur fram á vef Reuters en þar kemur einnig fram að forsetinn hafi gagnrýnt hugmyndafræðina í heild sinni, hún gæfi það í skyn að „ekkert þurfi að gera“ og sagði það ekki ganga upp þar sem refsa þyrfti fyrir alla glæpi. „Hugmyndin um frjálslyndi gengur út frá því að ekkert þurfi að gera. Að innflytjendur megi drepa, ræna og nauðga refsilaust því réttindi þeirra sem innflytjendur verði að vernda. Hvaða réttindi eru þau? Öllum glæpum verður að fylgja refsing,“ sagði Pútín í viðtalinu þegar hann tjáði sig um störf Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Hann sagði þetta vera stærstu mistök kanslarans, að hún hefði tekið upp frjálslynda stefnu í innflytjendamálum. Nú væru gildi frjálslyndra úrelt og þeim hefði verið hafnað af meirihluta fólks.Pútín fór ekki leynt með skoðanir sínar á frjálslyndum gildum.Vísir/GettySegir Pútín vera hræsnara Forsetinn gagnrýndi einnig viðhorf vestrænna ríkja til samkynhneigðar. Hann sagðist ekki vera viðkvæmur fyrir henni en þætti fúsleiki Vesturlandabúa til þess að taka fjölbreytileikann í sátt vera „óhóflegur“. Söngvarinn lýsti yfir óánægju sinni með ummælin í yfirlýsingu og var henni beint að forsetanum sjálfum. Hann kallaði forsetann hræsnara fyrir að halda því fram í sama viðtali að hann vildi að hinsegin fólk væri hamingjusamt. „Ég er verulega ósammála þeirri hugmynd að hugmyndafræði sem fagnar fjölmenningu og fjölbreytileika kynvera sé úrelt í okkar samfélagi,“ sagði söngvarinn í yfirlýsingu sinni. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem söngvarinn beinir reiði sinni að Rússlandi en í byrjun mánaðar gagnrýndi hann ákvörðun rússneskra dreifiaðila nýrrar ævisögumyndar um hann, Rocketman, um að klippa atriði sem snúa að samkynhneigð hans úr myndinni. Sjá einnig: Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriðiDreifiaðili myndarinnar í Rússlandi sagði atriðin hafa verið fjarlægð þar sem þau brytu í bága við rússnesk lög en núgildandi lög í landinu banna sýningu efnis sem snýr að samkynhneigð til fólks undir lögaldri.
Hinsegin Rússland Tengdar fréttir Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriði Sir Elton John gagnrýnir ákvörðun Rússa um að klippa um fimm mínútur af efni út úr ævisögukvikmynd hans, Rocketman. Dreifiaðili myndarinnar segir það hafa verið gert til þess að fylgja rússneskum lögum. 1. júní 2019 10:55 Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49 Elton John sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka Söngvarinn Elton John var í dag sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka við hátíðlega athöfn í París. Í ávarpi sínu eftir orðuveitinguna hvatti söngvarinn ráðamenn heims til þess að leggja báráttunni við eyðni lið með fjárútlátum til rannsókna. 21. júní 2019 23:53 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Sir Elton John reiður Rússum fyrir að ritskoða hinseginatriði Sir Elton John gagnrýnir ákvörðun Rússa um að klippa um fimm mínútur af efni út úr ævisögukvikmynd hans, Rocketman. Dreifiaðili myndarinnar segir það hafa verið gert til þess að fylgja rússneskum lögum. 1. júní 2019 10:55
Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. 31. maí 2019 14:49
Elton John sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka Söngvarinn Elton John var í dag sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka við hátíðlega athöfn í París. Í ávarpi sínu eftir orðuveitinguna hvatti söngvarinn ráðamenn heims til þess að leggja báráttunni við eyðni lið með fjárútlátum til rannsókna. 21. júní 2019 23:53