Risastórar radísur og núvitund í vinsælum matjurtargörðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2019 22:00 Grænmeti sem selt er í verslunum á ekki roð í heimaræktað grænmeti að sögn forskrappa matjurtagarðaverkefnis Akureyrarbæjar. Um 250 einstaklingar rækta grænmeti af miklum móð rétt innan við Akureyri. Verkefnið er hugarfóstur garðyrkjumannsins Jóhanns Thorarensens og hófst fyrir tíu árum síðan. „Þetta ævintýri byrjaði allt með því að það var kreppa í þjóðfélaginu, peninganiðursveifla einhvers konar, og fólkinu vantaði bjargráð,“ segir Jóhann sem hlaut nýlega Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar fyrir starf sitt við matjurtagarðana.Jóhann Thorarensen, garðyrkjumaður.Vísir/Tryggvi PállHver og einn sem vill fá garð fær úthlutað skika og með fylgir fræðsla og forræktaðar plöntur. Garðarnir urðu strax mjög vinsælir. „Ég held að það sé þetta, að hollt og gott grænmeti, menn finna það að þetta er kannski betra en það sem er verið að selja. Menn eru að taka þetta upp fullþroskað og borða stuttu seinna en það sem þú kaupir í búðum er búið að liggja heldur lengur. Það á ekki við roð við þessa heimaræktuðu,“ segir Jóhann. Ef vill kemur á óvart hvaða grænmeti hefur slegið í gegn. „Ég tók eftir því að grænkálið var til dæmis ekki mjög vinsælt í upphafi, margir eiga ekki góðar minningar um það eða vissu ekki hvernig ætti að nota það en svo bara þessir uppskriftameistarar, þeir eru búnir að koma okkur niður á að þetta sé mjög gott í boostið eða morgunhressinguna frekar,“ segir Jóhann.Halla Bergþóra Halldórsdóttir hefur verið með nánast frá upphafi.Vísir/Tryggvi PállOg þeir sem eru með garð eru flestir hæstánægðir með uppskeruna, þar á meðal Halla Bergþóra Halldórsdóttir sem leigt hefur skika nánast frá upphafi.Hvað gerirðu við grænmetið?Nú að að sjálfsögðu borðar fjölskyldan þetta og svo ég líka mjög gaman að því að gefa. Ég gef vinum og vandamönnum þegar ég er að taka upp á haustin því að það er takmarkað sem maður getur geymt og hvað er sælla en að gefa?Það er væntanlega gefandi að rækta sitt eigið grænmeti?„Það er það, maður upplifir bara núvitund þegar maður er hérna að róta í moldinni, það er alveg dásamlegt á góðum dögum.“ Akureyri Matur Umhverfismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Grænmeti sem selt er í verslunum á ekki roð í heimaræktað grænmeti að sögn forskrappa matjurtagarðaverkefnis Akureyrarbæjar. Um 250 einstaklingar rækta grænmeti af miklum móð rétt innan við Akureyri. Verkefnið er hugarfóstur garðyrkjumannsins Jóhanns Thorarensens og hófst fyrir tíu árum síðan. „Þetta ævintýri byrjaði allt með því að það var kreppa í þjóðfélaginu, peninganiðursveifla einhvers konar, og fólkinu vantaði bjargráð,“ segir Jóhann sem hlaut nýlega Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar fyrir starf sitt við matjurtagarðana.Jóhann Thorarensen, garðyrkjumaður.Vísir/Tryggvi PállHver og einn sem vill fá garð fær úthlutað skika og með fylgir fræðsla og forræktaðar plöntur. Garðarnir urðu strax mjög vinsælir. „Ég held að það sé þetta, að hollt og gott grænmeti, menn finna það að þetta er kannski betra en það sem er verið að selja. Menn eru að taka þetta upp fullþroskað og borða stuttu seinna en það sem þú kaupir í búðum er búið að liggja heldur lengur. Það á ekki við roð við þessa heimaræktuðu,“ segir Jóhann. Ef vill kemur á óvart hvaða grænmeti hefur slegið í gegn. „Ég tók eftir því að grænkálið var til dæmis ekki mjög vinsælt í upphafi, margir eiga ekki góðar minningar um það eða vissu ekki hvernig ætti að nota það en svo bara þessir uppskriftameistarar, þeir eru búnir að koma okkur niður á að þetta sé mjög gott í boostið eða morgunhressinguna frekar,“ segir Jóhann.Halla Bergþóra Halldórsdóttir hefur verið með nánast frá upphafi.Vísir/Tryggvi PállOg þeir sem eru með garð eru flestir hæstánægðir með uppskeruna, þar á meðal Halla Bergþóra Halldórsdóttir sem leigt hefur skika nánast frá upphafi.Hvað gerirðu við grænmetið?Nú að að sjálfsögðu borðar fjölskyldan þetta og svo ég líka mjög gaman að því að gefa. Ég gef vinum og vandamönnum þegar ég er að taka upp á haustin því að það er takmarkað sem maður getur geymt og hvað er sælla en að gefa?Það er væntanlega gefandi að rækta sitt eigið grænmeti?„Það er það, maður upplifir bara núvitund þegar maður er hérna að róta í moldinni, það er alveg dásamlegt á góðum dögum.“
Akureyri Matur Umhverfismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira