Taka höndum saman með Færeyingum við verndun tungumálsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2019 16:22 Við sköpum á íslensku og viljum auðvitað geta notað tungumálið okkar á öllum sviðum, segir menntamálaráðherra. Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að á fundi hennar með Hönnu Jensen, menntamálaráðherra Færeyja, hafi verið ákveðið að vinna að samstarfssamningi Íslands og Færeyja um verkefni á sviði máltækni. Segja má að Færeyingar glími við sömu áskoranir og við Íslendingar þegar vernd tungumálsins er annars vegar. Á fundinum ræddu ráðherrarnir meðal annars þingsályktun sem Alþingi samþykkti á liðnu vorþingi um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi og aðgerðaáætlun hennar og verkáætlunina máltækni fyrir íslensku sem nú er unnið eftir. „Þau vilja vinna með okkur að gera samskonar þingsályktun fyrir þinginu hjá þeim. Svo auðvitað máltækniáætlunin okkar sem er stórmerkileg þar sem við erum að kalla saman okkar færustu hugbúnaðarverkfræðinga og málvísindafólk til að sjá til þess að íslenskan lifi í hinum stafræna heimi.“En eru það ekki einkafyrirtæki sem leiða þetta, eins og Google sem gerði þetta af sjálfsdáðum. Án ríkisstyrkja?„Við þurfum að koma fram með tæknilausnir til þessara fyrirtækja því þau eru mjög ráðandi á markaðnum. Við þurfum að passa upp á að íslenska geti þróast í takt við það sem er að gerast. Við erum að leita eftir samstarfi við þessa aðila til að ná þeim framgangi og árangri sem nauðsynlegt er,“ segir Lilja.Lengi voru áhyggjur af því að íslenska væri of dönskuskotin. Í dag eru áhyggjur svipaðar nema af enskuskotinni íslensku. Finnst þér þetta vera meira vandamál í dag en þegar þú varst að alast upp?„Það sem við sjáum er að málvísindafólkið okkar hefur verið að rannsaka til að mynda máltöku barna. Það er hreinlega munur á máltöku barna nú og fyrir fimmtán árum vegna áhrifa snjalltækja. En ég lít líka svo á að það séu ákveðin tækifæri í þessu. Íslendingar eru meðvitaðir um mikilvægi tungumálsins og vilja veg tungumálsins sem mestan. Ég finn það þegar ég er að tala við Hönnu Jensen, færeyska menntamálaráðherrann, að Færeyingar eru að hugsa um þetta á svipuðum nótum og öll minni málssvæði. Og ekki bara minni málssvæði. Frakkar eru mikið að hugsa um sitt tungumál og passa að hægt sé að nálgast þeirra tungumál sem víðast. Það er þannig að við gerum allt auðvitað á íslensku. Við sköpum á íslensku og viljum auðvitað geta notað tungumálið okkar á öllum sviðum. “ Færeyjar Íslenska á tækniöld Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að á fundi hennar með Hönnu Jensen, menntamálaráðherra Færeyja, hafi verið ákveðið að vinna að samstarfssamningi Íslands og Færeyja um verkefni á sviði máltækni. Segja má að Færeyingar glími við sömu áskoranir og við Íslendingar þegar vernd tungumálsins er annars vegar. Á fundinum ræddu ráðherrarnir meðal annars þingsályktun sem Alþingi samþykkti á liðnu vorþingi um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi og aðgerðaáætlun hennar og verkáætlunina máltækni fyrir íslensku sem nú er unnið eftir. „Þau vilja vinna með okkur að gera samskonar þingsályktun fyrir þinginu hjá þeim. Svo auðvitað máltækniáætlunin okkar sem er stórmerkileg þar sem við erum að kalla saman okkar færustu hugbúnaðarverkfræðinga og málvísindafólk til að sjá til þess að íslenskan lifi í hinum stafræna heimi.“En eru það ekki einkafyrirtæki sem leiða þetta, eins og Google sem gerði þetta af sjálfsdáðum. Án ríkisstyrkja?„Við þurfum að koma fram með tæknilausnir til þessara fyrirtækja því þau eru mjög ráðandi á markaðnum. Við þurfum að passa upp á að íslenska geti þróast í takt við það sem er að gerast. Við erum að leita eftir samstarfi við þessa aðila til að ná þeim framgangi og árangri sem nauðsynlegt er,“ segir Lilja.Lengi voru áhyggjur af því að íslenska væri of dönskuskotin. Í dag eru áhyggjur svipaðar nema af enskuskotinni íslensku. Finnst þér þetta vera meira vandamál í dag en þegar þú varst að alast upp?„Það sem við sjáum er að málvísindafólkið okkar hefur verið að rannsaka til að mynda máltöku barna. Það er hreinlega munur á máltöku barna nú og fyrir fimmtán árum vegna áhrifa snjalltækja. En ég lít líka svo á að það séu ákveðin tækifæri í þessu. Íslendingar eru meðvitaðir um mikilvægi tungumálsins og vilja veg tungumálsins sem mestan. Ég finn það þegar ég er að tala við Hönnu Jensen, færeyska menntamálaráðherrann, að Færeyingar eru að hugsa um þetta á svipuðum nótum og öll minni málssvæði. Og ekki bara minni málssvæði. Frakkar eru mikið að hugsa um sitt tungumál og passa að hægt sé að nálgast þeirra tungumál sem víðast. Það er þannig að við gerum allt auðvitað á íslensku. Við sköpum á íslensku og viljum auðvitað geta notað tungumálið okkar á öllum sviðum. “
Færeyjar Íslenska á tækniöld Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira