Fjórar milljónir sparast við að hætta við flugeldasýningu menningarnætur Sighvatur Jónsson skrifar 28. júní 2019 12:00 Menningarnótt lýkur með tilkomumikilli flugeldasýningu. Vísir/Vilhelm Flugeldasýning á menningarnótt í Reykjavík í sumar gæti orðið sú síðasta. Innan borgarkerfisins er til umræðu að hætta að skjóta upp flugeldum vegna umhverfisáhrifa þeirra. Engin ákvörðun hefur verið tekin. Menningarnótt Reykjavíkurborgar fer fram í 24. skiptið 24. ágúst næstkomandi. Flugeldasýning afmælishátíðar Reykjavíkurborgar í sumar gæti orðið sú síðasta. „Við höfum í ljósi þessarar umræðu haft samband við og leitað leiðsagnar hjá sérfræðingum í meðal annars flugeldum og áhrifum þeirra. Við höfum fengið góðar ráðleggingar frá þeim þar sem vísað er í rannsóknir á áhrifum flugelda á umhverfið,“ segir Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs hjá Reykjavíkurborg. Arna segir að hugmyndin hafi verið rædd víða innan borgarkerfisins, í ráðum og hjá yfirstjórn. Að hætta við flugeldasýninguna er hluti aðgerða sem borgaryfirvöld íhuga að grípa til í umhverfismálum. Meðal þess sem kemur fram í sérfræðiáliti um neikvæð umhverfisáhrif skipulagðra flugeldasýninga er að jarðvegsmengun geti verið nokkur þar sem sýningar fara fram. Þá er vísað til rannsókna sem leiða í ljós að marktæk hækkun verði á meðalgildi fíns svifryks eftir flugeldasýningar. Einnig er bent á áhyggjur vegna losunar mengandi efna í sjó í nánd við þá staði þar sem flugeldasýningar fara fram. „Það er ljóst að við erum ekki að fara að slá af flugeldasýningu á þessu ári en ég held að það sé gott og hollt að hefja þessa vegferð og það er það sem við erum að gera hér hjá menningar- og ferðamálasviði og víðar í borginni veit ég,“ segir Arna Schram.En þetta gæti þá orðið síðasta flugeldasýning menningarnætur? „Ég þori ekki að fullyrða, það á eftir að taka ákvörðun um það. Það getur vel verið en það er of snemmt að segja til um það,“ segir Arna. Burtséð frá umhverfisáhrifum sparast um fjórar milljónir króna við að sleppa flugeldasýningu á menningarnótt. „Það er hægt að gera ýmislegt annað við þá fjármuni, spara þá eða nýta þá í aðra menningartengda starfsemi, aðra viðburði eða verkefni sem borgarbúar og aðrir geta notið,“ segir Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn Flugeldar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira
Flugeldasýning á menningarnótt í Reykjavík í sumar gæti orðið sú síðasta. Innan borgarkerfisins er til umræðu að hætta að skjóta upp flugeldum vegna umhverfisáhrifa þeirra. Engin ákvörðun hefur verið tekin. Menningarnótt Reykjavíkurborgar fer fram í 24. skiptið 24. ágúst næstkomandi. Flugeldasýning afmælishátíðar Reykjavíkurborgar í sumar gæti orðið sú síðasta. „Við höfum í ljósi þessarar umræðu haft samband við og leitað leiðsagnar hjá sérfræðingum í meðal annars flugeldum og áhrifum þeirra. Við höfum fengið góðar ráðleggingar frá þeim þar sem vísað er í rannsóknir á áhrifum flugelda á umhverfið,“ segir Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs hjá Reykjavíkurborg. Arna segir að hugmyndin hafi verið rædd víða innan borgarkerfisins, í ráðum og hjá yfirstjórn. Að hætta við flugeldasýninguna er hluti aðgerða sem borgaryfirvöld íhuga að grípa til í umhverfismálum. Meðal þess sem kemur fram í sérfræðiáliti um neikvæð umhverfisáhrif skipulagðra flugeldasýninga er að jarðvegsmengun geti verið nokkur þar sem sýningar fara fram. Þá er vísað til rannsókna sem leiða í ljós að marktæk hækkun verði á meðalgildi fíns svifryks eftir flugeldasýningar. Einnig er bent á áhyggjur vegna losunar mengandi efna í sjó í nánd við þá staði þar sem flugeldasýningar fara fram. „Það er ljóst að við erum ekki að fara að slá af flugeldasýningu á þessu ári en ég held að það sé gott og hollt að hefja þessa vegferð og það er það sem við erum að gera hér hjá menningar- og ferðamálasviði og víðar í borginni veit ég,“ segir Arna Schram.En þetta gæti þá orðið síðasta flugeldasýning menningarnætur? „Ég þori ekki að fullyrða, það á eftir að taka ákvörðun um það. Það getur vel verið en það er of snemmt að segja til um það,“ segir Arna. Burtséð frá umhverfisáhrifum sparast um fjórar milljónir króna við að sleppa flugeldasýningu á menningarnótt. „Það er hægt að gera ýmislegt annað við þá fjármuni, spara þá eða nýta þá í aðra menningartengda starfsemi, aðra viðburði eða verkefni sem borgarbúar og aðrir geta notið,“ segir Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar.
Borgarstjórn Flugeldar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira