Náttúruleg og einföld brúðkaup á Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2019 10:39 Athafnakonan og ljósmyndarinn Nína Björk Gunnarsdóttir og Aron Karlsson giftu sig síðastliðið haust. Brúðkaup þeirra var afar smekklegt og stílhreint og myndu sumir segja að það hafi verið eins og klippt út úr tískutímaritinu Vogue. Vala Matt fræddist um brúðkaup þeirra hjóna í Íslandi í dag í gær. Einu brúðkaupsgestirnir voru börn þeirra Nínu og Arons en að sögn Nínu móðgaðist enginn að hafa ekki fengið boð í athöfnina, að minnsta kosti ekki alvarlega. Á síðustu misserum hefur það verið í tísku hjá mörgum Íslendingum að halda út til Ítalíu til þess að ganga í það heilaga. Nína og Aron ákváðu þó að fara aðeins aðra leið en þau giftu sig hér á Íslandi en héldu síðan til Ítalíu í brúðkaupsferð.Aron og Nína Björk á brúðkaupsdaginn, umkringd börnum sínum.Einfaldar hárgreiðslur fyrir brúðkaupið Í þættinum kynnumst við einnig Róberti Michael O‘Neil hárgreiðslumeistara. Hann er vanur að sjá um hár brúðarinnar fyrir stóra daginn og sýnir hann Völu tvær hárgreiðslur sem auðvelt er að gera sjálf/ur fyrir brúðkaupsveislur. Virkilega skemmtilegt og fróðlegt að skoða það.Róbert Michael stílíserar hér eitt af módelum sínum.Náttúrulegt og fallegt brúðkaup á Flateyri Þá segja Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir okkur frá dásamlega náttúrulegu og fallegu brúðkaupi þeirra sem haldið var á Flateyri úti í íslenskri náttúru. María Rut er alin upp á Flateyri og því tilvalinn staður til þess að ganga í það heilaga. Auk þess trúlofuðu hjónin sig á Flateyri. Niðurstaðan varð því að slá þar upp fjögurra daga brúðkaupsveislu. Brúðkaupsþátt Íslands í dag má sjá í spilaranum efst í fréttinni.María og Ingileif á brúðkaupsdaginn. Ástin og lífið Ísland í dag Tímamót Tengdar fréttir Ævintýraleg brúðkaup á Ítalíu Vala Matt fór á stúfana í Íslandi í dag og skoðaði íslensk brúðkaup á Ítalíu ofan í kjölinn. 24. júní 2019 14:40 Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Athafnakonan og ljósmyndarinn Nína Björk Gunnarsdóttir og Aron Karlsson giftu sig síðastliðið haust. Brúðkaup þeirra var afar smekklegt og stílhreint og myndu sumir segja að það hafi verið eins og klippt út úr tískutímaritinu Vogue. Vala Matt fræddist um brúðkaup þeirra hjóna í Íslandi í dag í gær. Einu brúðkaupsgestirnir voru börn þeirra Nínu og Arons en að sögn Nínu móðgaðist enginn að hafa ekki fengið boð í athöfnina, að minnsta kosti ekki alvarlega. Á síðustu misserum hefur það verið í tísku hjá mörgum Íslendingum að halda út til Ítalíu til þess að ganga í það heilaga. Nína og Aron ákváðu þó að fara aðeins aðra leið en þau giftu sig hér á Íslandi en héldu síðan til Ítalíu í brúðkaupsferð.Aron og Nína Björk á brúðkaupsdaginn, umkringd börnum sínum.Einfaldar hárgreiðslur fyrir brúðkaupið Í þættinum kynnumst við einnig Róberti Michael O‘Neil hárgreiðslumeistara. Hann er vanur að sjá um hár brúðarinnar fyrir stóra daginn og sýnir hann Völu tvær hárgreiðslur sem auðvelt er að gera sjálf/ur fyrir brúðkaupsveislur. Virkilega skemmtilegt og fróðlegt að skoða það.Róbert Michael stílíserar hér eitt af módelum sínum.Náttúrulegt og fallegt brúðkaup á Flateyri Þá segja Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir okkur frá dásamlega náttúrulegu og fallegu brúðkaupi þeirra sem haldið var á Flateyri úti í íslenskri náttúru. María Rut er alin upp á Flateyri og því tilvalinn staður til þess að ganga í það heilaga. Auk þess trúlofuðu hjónin sig á Flateyri. Niðurstaðan varð því að slá þar upp fjögurra daga brúðkaupsveislu. Brúðkaupsþátt Íslands í dag má sjá í spilaranum efst í fréttinni.María og Ingileif á brúðkaupsdaginn.
Ástin og lífið Ísland í dag Tímamót Tengdar fréttir Ævintýraleg brúðkaup á Ítalíu Vala Matt fór á stúfana í Íslandi í dag og skoðaði íslensk brúðkaup á Ítalíu ofan í kjölinn. 24. júní 2019 14:40 Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Ævintýraleg brúðkaup á Ítalíu Vala Matt fór á stúfana í Íslandi í dag og skoðaði íslensk brúðkaup á Ítalíu ofan í kjölinn. 24. júní 2019 14:40