Vinnuskólakrakkar mótmæla í hádeginu Ari Brynjólfsson skrifar 28. júní 2019 07:30 Meira en helmingur nemenda í 8. til 10. bekk í Reykjavík starfar í Vinnuskólanum í sumar. Hópur þeirra hyggst taka frí á morgun. Fréttablaðið/Valli Hópur nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur tekur frí frá hefðbundnum störfum á morgun til að taka þátt í mótmælum. Móðir segir koma á óvart að hafa ekki verið látin vita. Skólastjóri segir að enginn sé hvattur til að taka þátt. „Við erum alls ekki að hvetja alla til að taka þátt í þessu. Það eru rúmlega 40 til 50 krakkar sem hafa áhuga á að taka þátt í skólaverkfallinu á morgun. Það eru alls ekki allir að fara,“ segir Magnús Arnar Sveinbjörnsson, skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur. Nemendum Vinnuskóla Reykjavíkur býðst að taka þátt í umhverfisráði í Borgartúni á morgun. Þar munu þau læra um getu til aðgerða, fara í leiki tengda umhverfismálum og lýðræði og búa til mótmælaskilti. Í hádeginu munu nemendurnir fara ásamt grænum fræðsluleiðbeinendum úr Borgartúninu að Hallgrímskirkju og taka þátt í verkfalli ungmenna gegn aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Þeir sem taka þátt fá greitt samkvæmt taxta skólans, þeir sem taka ekki þátt halda áfram í hefðbundnum störfum. Allir nemendur vinnuskólans fá umhverfisfræðslu hjá svokölluðum grænum fræðsluleiðbeinendum. Er það hluti af verkefninu Skólar á grænni grein, en Vinnuskóli Reykjavíkur hlaut fyrst grænfánann fyrir áratug. Grænir fræðsluleiðbeinendur eru fjögurra manna teymi sem fer á milli vinnuskólanna í sumar. „Þau fara á milli hópanna og fræða nemendur um umhverfismál í víðum skilningi,“ segir Magnús. „Það er líka verið að hvetja nemendurna til að vera virkir, fræða þau um ýmis samfélagsmál, mannréttindi, lýðræði og fleira slíkt. Við leggjum áherslu núna á getu til aðgerða í ljósi þessara skólaverkfalla sem hafa verið í gangi.“ Nemendur í Vinnuskólanum fá einnig fræðslu frá jafningjafræðslu Hins hússins ásamt fræðslu gegn ofbeldi. Margrét Helga Theodórsdóttir, móðir nemanda í vinnuskólanum, segir það hafa komið sér á óvart þegar hún frétti að sonur sinn hafi verið á leiðinni á mótmæli. „Ég hefði viljað betra upplýsingaflæði þegar verið er að gera eitthvað svona út fyrir þetta hefðbundna starf,“ segir Margrét. „Ég hélt að hann ætti að reyta arfa, en líka að fá fræðslu. Þegar þetta er komið út í að búa til kröfuspjöld og fara í mótmæli þá hefði ég helst viljað fá póst.“ Starfsmaður skrifstofu Vinnuskóla Reykjavíkur segir að í gær hafi ekki verið búið að senda dagskrána út til foreldra. Magnús segir að það eigi að vera búið að láta foreldra fá dagskrána. „Það á að vera þannig náttúrulega að foreldrar fái upplýsingar þegar krakkarnir taka þátt í einhverju svona.“ Nemendum í vinnuskólanum fjölgaði um 15 prósent milli ára og eru nú 2.250 nemendur í 8. til 10. bekk skráðir. Starfa þau í þrjár vikur á þremur tímabilum frá júní fram í ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira
Hópur nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur tekur frí frá hefðbundnum störfum á morgun til að taka þátt í mótmælum. Móðir segir koma á óvart að hafa ekki verið látin vita. Skólastjóri segir að enginn sé hvattur til að taka þátt. „Við erum alls ekki að hvetja alla til að taka þátt í þessu. Það eru rúmlega 40 til 50 krakkar sem hafa áhuga á að taka þátt í skólaverkfallinu á morgun. Það eru alls ekki allir að fara,“ segir Magnús Arnar Sveinbjörnsson, skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur. Nemendum Vinnuskóla Reykjavíkur býðst að taka þátt í umhverfisráði í Borgartúni á morgun. Þar munu þau læra um getu til aðgerða, fara í leiki tengda umhverfismálum og lýðræði og búa til mótmælaskilti. Í hádeginu munu nemendurnir fara ásamt grænum fræðsluleiðbeinendum úr Borgartúninu að Hallgrímskirkju og taka þátt í verkfalli ungmenna gegn aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Þeir sem taka þátt fá greitt samkvæmt taxta skólans, þeir sem taka ekki þátt halda áfram í hefðbundnum störfum. Allir nemendur vinnuskólans fá umhverfisfræðslu hjá svokölluðum grænum fræðsluleiðbeinendum. Er það hluti af verkefninu Skólar á grænni grein, en Vinnuskóli Reykjavíkur hlaut fyrst grænfánann fyrir áratug. Grænir fræðsluleiðbeinendur eru fjögurra manna teymi sem fer á milli vinnuskólanna í sumar. „Þau fara á milli hópanna og fræða nemendur um umhverfismál í víðum skilningi,“ segir Magnús. „Það er líka verið að hvetja nemendurna til að vera virkir, fræða þau um ýmis samfélagsmál, mannréttindi, lýðræði og fleira slíkt. Við leggjum áherslu núna á getu til aðgerða í ljósi þessara skólaverkfalla sem hafa verið í gangi.“ Nemendur í Vinnuskólanum fá einnig fræðslu frá jafningjafræðslu Hins hússins ásamt fræðslu gegn ofbeldi. Margrét Helga Theodórsdóttir, móðir nemanda í vinnuskólanum, segir það hafa komið sér á óvart þegar hún frétti að sonur sinn hafi verið á leiðinni á mótmæli. „Ég hefði viljað betra upplýsingaflæði þegar verið er að gera eitthvað svona út fyrir þetta hefðbundna starf,“ segir Margrét. „Ég hélt að hann ætti að reyta arfa, en líka að fá fræðslu. Þegar þetta er komið út í að búa til kröfuspjöld og fara í mótmæli þá hefði ég helst viljað fá póst.“ Starfsmaður skrifstofu Vinnuskóla Reykjavíkur segir að í gær hafi ekki verið búið að senda dagskrána út til foreldra. Magnús segir að það eigi að vera búið að láta foreldra fá dagskrána. „Það á að vera þannig náttúrulega að foreldrar fái upplýsingar þegar krakkarnir taka þátt í einhverju svona.“ Nemendum í vinnuskólanum fjölgaði um 15 prósent milli ára og eru nú 2.250 nemendur í 8. til 10. bekk skráðir. Starfa þau í þrjár vikur á þremur tímabilum frá júní fram í ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira