Raunveruleiki og tími Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. júní 2019 09:00 Ingólfur og Hildigunnur velta því fyrir sér hvað sé raunveruleiki og hvað sé tími. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Alþjóðlegi myndlistartvíæringurinn Sequences verður haldinn í október á þessu ári og stendur í rúma viku. Sýningarstjórarnir Hildigunnur Birgisdóttir og Ingólfur Arnarsson, sem bæði eru myndlistarmenn, eru önnum kafin við undirbúninginn. „Þetta er í níunda sinn sem þessi myndlistarhátíð er haldin og hún er tvíæringur sem þýðir að hún er haldin annað hvert ár,“ segir Hildigunnur. „Upphaflega hugmyndin var að fá alþjóðlega listamenn til að koma til landsins án þess að það kostaði of mikið og því var lögð áhersla á tímatengda miðla. Við Ingólfur erum myndlistarmenn og ekki sérfróð um tímatengda miðla og erum meira að velta fyrir okkur rauntíma, hvað sé raunveruleiki og hvað sé tími. Við veljum á þessa sýningu hluti sem hafa haft áhrif á okkur, algjörlega óháð því hvaða miðil er um að ræða.“ „Meginhluti sýningarinnar verður í Marshall húsinu og þar stefnum við saman verkum hinna ýmsu miðla sem mynda merkingarsvið. Áhorfandinn getur borið saman þessi merkingarsvið, ekki bara hugmyndalega heldur líka myndrænt séð, með því að ganga á milli verkanna,“ segir Ingólfur. „Sýningar verða líka í Ásmundarsal, Harbinger og Open sem er sýningarstaður úti á Granda. „Í Bíói Paradís verða sýndar kvikmyndir, sem eru tímatengdur miðill í beinum skilningi þess orðs. Þetta eru kvikmyndir eftir myndlistarmenn sem spyrja gjarnan spurninga um formið. Síðan verða að öllum líkindum einir tónleikar þar sem listamaður er að vinna með nostalgíu og endurskapar leifar úr fortíð með því að gera ný tónverk úr eldra efni.“Heiðurslistamaðurinn Kristinn Kristinn G. Harðarson er heiðurslistamaður hátíðarinnar í ár. Hann heldur einkasýningu í Ásmunarsal og gefur út bókverk sem verður um leið sjálfstætt sýningarrými. Eldri verk hans verða meðal þeirra verka sem verða á sýningu í Marshall húsinu.“ Hildigunnur og Ingólfur eru enn að vinna að dagskrá hátíðarinnar og ganga frá vali á listamönnum. „Á hátíðina koma kynslóðir listamanna, þekktir og minna þekktir og þarna verða líka verk eftir látna listamenn,“ segir Ingólfur og bætir við að ekki sér tímabært að greina frá nöfnum einstakra listamanna sem sækja hátíðina heim.Annt um að endurspegla raunveruleikann „Okkur er annt um að endurspegla raunveruleika þeirra tíma sem við lifum á,“ segir Hildigunnur. „Okkur langar til að fletja strúktúrinn, ekki hafa það þannig að á einum stað séu verk eftir þá sem eru lengra komnir og á öðrum stað verk ungra listamanna og svo framvegis. Við viljum má út pólaríseringu og horfa á verkin.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Alþjóðlegi myndlistartvíæringurinn Sequences verður haldinn í október á þessu ári og stendur í rúma viku. Sýningarstjórarnir Hildigunnur Birgisdóttir og Ingólfur Arnarsson, sem bæði eru myndlistarmenn, eru önnum kafin við undirbúninginn. „Þetta er í níunda sinn sem þessi myndlistarhátíð er haldin og hún er tvíæringur sem þýðir að hún er haldin annað hvert ár,“ segir Hildigunnur. „Upphaflega hugmyndin var að fá alþjóðlega listamenn til að koma til landsins án þess að það kostaði of mikið og því var lögð áhersla á tímatengda miðla. Við Ingólfur erum myndlistarmenn og ekki sérfróð um tímatengda miðla og erum meira að velta fyrir okkur rauntíma, hvað sé raunveruleiki og hvað sé tími. Við veljum á þessa sýningu hluti sem hafa haft áhrif á okkur, algjörlega óháð því hvaða miðil er um að ræða.“ „Meginhluti sýningarinnar verður í Marshall húsinu og þar stefnum við saman verkum hinna ýmsu miðla sem mynda merkingarsvið. Áhorfandinn getur borið saman þessi merkingarsvið, ekki bara hugmyndalega heldur líka myndrænt séð, með því að ganga á milli verkanna,“ segir Ingólfur. „Sýningar verða líka í Ásmundarsal, Harbinger og Open sem er sýningarstaður úti á Granda. „Í Bíói Paradís verða sýndar kvikmyndir, sem eru tímatengdur miðill í beinum skilningi þess orðs. Þetta eru kvikmyndir eftir myndlistarmenn sem spyrja gjarnan spurninga um formið. Síðan verða að öllum líkindum einir tónleikar þar sem listamaður er að vinna með nostalgíu og endurskapar leifar úr fortíð með því að gera ný tónverk úr eldra efni.“Heiðurslistamaðurinn Kristinn Kristinn G. Harðarson er heiðurslistamaður hátíðarinnar í ár. Hann heldur einkasýningu í Ásmunarsal og gefur út bókverk sem verður um leið sjálfstætt sýningarrými. Eldri verk hans verða meðal þeirra verka sem verða á sýningu í Marshall húsinu.“ Hildigunnur og Ingólfur eru enn að vinna að dagskrá hátíðarinnar og ganga frá vali á listamönnum. „Á hátíðina koma kynslóðir listamanna, þekktir og minna þekktir og þarna verða líka verk eftir látna listamenn,“ segir Ingólfur og bætir við að ekki sér tímabært að greina frá nöfnum einstakra listamanna sem sækja hátíðina heim.Annt um að endurspegla raunveruleikann „Okkur er annt um að endurspegla raunveruleika þeirra tíma sem við lifum á,“ segir Hildigunnur. „Okkur langar til að fletja strúktúrinn, ekki hafa það þannig að á einum stað séu verk eftir þá sem eru lengra komnir og á öðrum stað verk ungra listamanna og svo framvegis. Við viljum má út pólaríseringu og horfa á verkin.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira