Samningur Íslands og FAO ræddur á ársfundi stofnunarinnar Heimsljós kynnir 27. júní 2019 16:30 Qu Dongyu nýr framkvæmdastjóri FAO. FAO/ Alessia Pierdominco Nýgerður samningur milli Íslands og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) kom til umræðu á ársfundi stofnunarinnar í vikunni. Stefán Jón Hafstein fastafulltrúi Íslands hjá FAO tók til máls á fundinum, undir umræðum um fiskveiðimál, og gerði þinginu grein frá samningnum sem snýr að áformum í baráttunni gegn ólöglegum og stjórnlausum fiskveiðum og rusli í hafi. Þá minnti hann á að á næsta ári verður fagnað 25 ára afmæli sáttmála um stjórn fiskveiða, Code of Conduct, en ætlunin er að aðildarþjóðirnar sameinist um nýja og stefnumarkandi yfirlýsingu. Stefán Jón hvatti ríkin til að taka fullan þátt í gerð þeirrar yfirlýsingar, en hún verður meðal annars á borði framkvæmdaráðs fiskveiðinefndarinnar þar sem Ísland situr fyrir hönd Evrópuríkja. Á ársfundinum í Róm var Qu Dongyu frá Kína var kjörinn nýr framkvæmdastjóri FAO eftir spennandi kosningabaráttu. Hann fékk yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í fyrstu umferð, 108, gegn 71 atkvæði Catherine Geslain-Lanéelle, franska frambjóðandans, sem borinn var fram af Evrópusambandinu og 12 atkvæðum Davit Kirvalidze, Georgíumanns, sem Bandaríkin studdu opinberlega. Qu Dongyu tekur við starfinu af Jose Graziano da Silva frá Brasilíu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent
Nýgerður samningur milli Íslands og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) kom til umræðu á ársfundi stofnunarinnar í vikunni. Stefán Jón Hafstein fastafulltrúi Íslands hjá FAO tók til máls á fundinum, undir umræðum um fiskveiðimál, og gerði þinginu grein frá samningnum sem snýr að áformum í baráttunni gegn ólöglegum og stjórnlausum fiskveiðum og rusli í hafi. Þá minnti hann á að á næsta ári verður fagnað 25 ára afmæli sáttmála um stjórn fiskveiða, Code of Conduct, en ætlunin er að aðildarþjóðirnar sameinist um nýja og stefnumarkandi yfirlýsingu. Stefán Jón hvatti ríkin til að taka fullan þátt í gerð þeirrar yfirlýsingar, en hún verður meðal annars á borði framkvæmdaráðs fiskveiðinefndarinnar þar sem Ísland situr fyrir hönd Evrópuríkja. Á ársfundinum í Róm var Qu Dongyu frá Kína var kjörinn nýr framkvæmdastjóri FAO eftir spennandi kosningabaráttu. Hann fékk yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í fyrstu umferð, 108, gegn 71 atkvæði Catherine Geslain-Lanéelle, franska frambjóðandans, sem borinn var fram af Evrópusambandinu og 12 atkvæðum Davit Kirvalidze, Georgíumanns, sem Bandaríkin studdu opinberlega. Qu Dongyu tekur við starfinu af Jose Graziano da Silva frá Brasilíu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent