Undirbúum næsta hagvaxtaskeið Ingólfur Bender skrifar 26. júní 2019 08:00 Nú þegar hagkerfið siglir inn í samdrátt er það áleitin spurning á hverju við byggjum næsta hagvaxtarskeið. Með réttum aðgerðum má milda niðursveifluna og tryggja að næsta uppsveifla verði gjöful. Með sterkri samkeppnishæfni atvinnulífsins má auka velferð og bæta lífsgæði. Í því sambandi þarf skýra framtíðarsýn. Við viljum að verðmætasköpunin verði drifin áfram af sjálfbærri nýtingu auðlinda, mikilli nýsköpun, vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli, traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins og skilvirku, hagkvæmu og stöðugu starfsumhverfi. Ísland er mjög háð erlendum viðskiptum. Nýliðin efnahagsuppsveifla var í því sambandi, líkt og flestar aðrar uppsveiflur í íslenskri efnahagssögu, drifin áfram af auknum gjaldeyristekjum. Sagan kennir að ef við viljum skara fram úr litið til framtíðar verðum við að skapa og nýta viðskiptatækifærin til að auka útflutningstekjur.Hugmyndum breytt í verðmæti Samsetning gjaldeyristekna skiptir hér sköpum en árangursríkast er að skapa þær gjaldeyristekjur sem auka innlenda verðmætasköpun hvað mest. Þannig aukum við efnahagsleg lífsgæði í landinu. Nýsköpun sem felst í að breyta hugmyndum í verðmæti er lykillinn að auknum gjaldeyristekjum og hagvexti í framtíðinni, hvort heldur sem er í nýjum sprotum eða í rótgróinni starfsemi. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins grundvallast nú að stórum hluta á nýtingu náttúruauðlinda. Vegna takmarkaðs umfangs og mikillar nýtingar þessara auðlinda landsins verður hagvöxtur framtíðarinnar að byggja í auknum mæli á hátækniframleiðslu og -þjónustu til útflutnings. Mikilvægt er að náttúruauðlindir landsins muni áfram gefa atvinnulífinu samkeppnisforskot og móta þannig sérhæfingu hagkerfisins. Framþróun efnahagslífsins ræðst af því hversu vel okkur tekst að nýta það forskot til aukinnar verðmætasköpunar.Talsverður viðnámsþróttur Þrátt fyrir merki um samdrátt stendur íslenska hagkerfið á margan máta vel um þessar mundir. Efnahagsleg lífsgæði hér á landi eru með því sem best gerist í heiminum. Mikilvægt er að byggja á þeim styrkleikum sem hafa skapað okkur þessa stöðu þegar litið er til framtíðar. Þjóðarbúið er ríkt af náttúruauðlindum, með talsvert sterka innviði og vel menntað vinnuafl sem býr yfir miklu frumkvæði og krafti. Hagkerfið er opið og sveigjanlegt sem hefur meðal annars hjálpað við að takast á við miklar efnahagssveiflur í fortíð. Viðnámsþróttur efnahagslífsins er talsverður nú þegar tekist er á við niðursveifluna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er öflugur og erlend staða þjóðarbúsins jákvæð. Þá hefur eiginfjárstaða heimilanna styrkst mikið í nýliðinni uppsveiflu og skuldastaða þeirra hefur að sama skapi batnað. Einnig er fjárhagsstaða ríkissjóðs nokkuð sterk í alþjóðlegum samanburði sem gefur svigrúm til að milda efnahagsleg áhrif þess samdráttar sem vofir yfir með hagstjórnaraðgerðum á sviði opinberra fjármála í samspili við stjórn peningamála.Viðamiklar áskoranir Þó staðan sé á margan máta sterk stendur íslenska hagkerfið frammi fyrir viðamiklum áskorunum á sviði efnahagsmála. Veikleikar hagkerfisins eru í því sambandi bæði áskoranir og tækifæri til framþróunar. Þannig er starfsumhverfið óstöðugt og á margan hátt bæði óhagkvæmt og óskilvirkt. Verkefnið nú er að nýta hagstjórnartækin til að tryggja mjúka lendingu hagkerfisins og undirbyggja hagvöxt til lengri tíma. Með öflugri verðmætasköpun á mörgum sviðum má einnig tryggja aukinn stöðugleika. Þá má nefna að menntakerfið er ekki að mæta nægjanlega vel þörfum atvinnulífs og heimila. Leiða þarf saman færni mannauðsins og þarfir atvinnulífsins með skilvirkum og hagkvæmum hætti. Uppbyggingu og viðhaldi innviða hefur ekki verið sinnt sem skyldi og hvatar til nýsköpunar eru ekki nægjanlegir. Hagkvæmir, skilvirkir og áreiðanlegir innviðir sem þjóna þörfum atvinnulífs og heimila skila sér í aukinni velmegun og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Við getum gert betur og byggt þannig undir hagvöxt framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingólfur Bender Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar hagkerfið siglir inn í samdrátt er það áleitin spurning á hverju við byggjum næsta hagvaxtarskeið. Með réttum aðgerðum má milda niðursveifluna og tryggja að næsta uppsveifla verði gjöful. Með sterkri samkeppnishæfni atvinnulífsins má auka velferð og bæta lífsgæði. Í því sambandi þarf skýra framtíðarsýn. Við viljum að verðmætasköpunin verði drifin áfram af sjálfbærri nýtingu auðlinda, mikilli nýsköpun, vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli, traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins og skilvirku, hagkvæmu og stöðugu starfsumhverfi. Ísland er mjög háð erlendum viðskiptum. Nýliðin efnahagsuppsveifla var í því sambandi, líkt og flestar aðrar uppsveiflur í íslenskri efnahagssögu, drifin áfram af auknum gjaldeyristekjum. Sagan kennir að ef við viljum skara fram úr litið til framtíðar verðum við að skapa og nýta viðskiptatækifærin til að auka útflutningstekjur.Hugmyndum breytt í verðmæti Samsetning gjaldeyristekna skiptir hér sköpum en árangursríkast er að skapa þær gjaldeyristekjur sem auka innlenda verðmætasköpun hvað mest. Þannig aukum við efnahagsleg lífsgæði í landinu. Nýsköpun sem felst í að breyta hugmyndum í verðmæti er lykillinn að auknum gjaldeyristekjum og hagvexti í framtíðinni, hvort heldur sem er í nýjum sprotum eða í rótgróinni starfsemi. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins grundvallast nú að stórum hluta á nýtingu náttúruauðlinda. Vegna takmarkaðs umfangs og mikillar nýtingar þessara auðlinda landsins verður hagvöxtur framtíðarinnar að byggja í auknum mæli á hátækniframleiðslu og -þjónustu til útflutnings. Mikilvægt er að náttúruauðlindir landsins muni áfram gefa atvinnulífinu samkeppnisforskot og móta þannig sérhæfingu hagkerfisins. Framþróun efnahagslífsins ræðst af því hversu vel okkur tekst að nýta það forskot til aukinnar verðmætasköpunar.Talsverður viðnámsþróttur Þrátt fyrir merki um samdrátt stendur íslenska hagkerfið á margan máta vel um þessar mundir. Efnahagsleg lífsgæði hér á landi eru með því sem best gerist í heiminum. Mikilvægt er að byggja á þeim styrkleikum sem hafa skapað okkur þessa stöðu þegar litið er til framtíðar. Þjóðarbúið er ríkt af náttúruauðlindum, með talsvert sterka innviði og vel menntað vinnuafl sem býr yfir miklu frumkvæði og krafti. Hagkerfið er opið og sveigjanlegt sem hefur meðal annars hjálpað við að takast á við miklar efnahagssveiflur í fortíð. Viðnámsþróttur efnahagslífsins er talsverður nú þegar tekist er á við niðursveifluna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er öflugur og erlend staða þjóðarbúsins jákvæð. Þá hefur eiginfjárstaða heimilanna styrkst mikið í nýliðinni uppsveiflu og skuldastaða þeirra hefur að sama skapi batnað. Einnig er fjárhagsstaða ríkissjóðs nokkuð sterk í alþjóðlegum samanburði sem gefur svigrúm til að milda efnahagsleg áhrif þess samdráttar sem vofir yfir með hagstjórnaraðgerðum á sviði opinberra fjármála í samspili við stjórn peningamála.Viðamiklar áskoranir Þó staðan sé á margan máta sterk stendur íslenska hagkerfið frammi fyrir viðamiklum áskorunum á sviði efnahagsmála. Veikleikar hagkerfisins eru í því sambandi bæði áskoranir og tækifæri til framþróunar. Þannig er starfsumhverfið óstöðugt og á margan hátt bæði óhagkvæmt og óskilvirkt. Verkefnið nú er að nýta hagstjórnartækin til að tryggja mjúka lendingu hagkerfisins og undirbyggja hagvöxt til lengri tíma. Með öflugri verðmætasköpun á mörgum sviðum má einnig tryggja aukinn stöðugleika. Þá má nefna að menntakerfið er ekki að mæta nægjanlega vel þörfum atvinnulífs og heimila. Leiða þarf saman færni mannauðsins og þarfir atvinnulífsins með skilvirkum og hagkvæmum hætti. Uppbyggingu og viðhaldi innviða hefur ekki verið sinnt sem skyldi og hvatar til nýsköpunar eru ekki nægjanlegir. Hagkvæmir, skilvirkir og áreiðanlegir innviðir sem þjóna þörfum atvinnulífs og heimila skila sér í aukinni velmegun og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Við getum gert betur og byggt þannig undir hagvöxt framtíðarinnar.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar