Pútín framlengir bann við innflutningi á evrópskum matvælum Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 15:26 Pútín Rússlandsforseti svaraði refsiaðgerðum vegna Krímskaga með því að leggja innflutningsbann á evrópsk matvæli. Vísir/EPA Vladímír Pútin, forseti Rússlands, skrifaði undir tilskipun í dag sem framlengir innflutningsbann á evrópsk matvæli til ársloka 2020, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bannið var svar rússneskra stjórnvalda við refsiaðgerðum Evrópuríkja vegna innlimunar Krímskaga og nær meðal annars til íslenskra útflutningsvara. Bannið nær til flesta matvælategunda þeirra vestrænu ríkja sem beittu Rússland viðskiptaþvingunum eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga í Úkraínu árið 2014. Þrátt fyrir að Ísland hafi tekið þátt í þvingunaraðgerðunum frá upphafi var landið ekki bætt á lista yfir ríki sem innflutningsbann Rússa náði til fyrr en í ágúst árið 2015. Í skriflegu svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, við fyrirspurn á Alþingi í vetur kom fram að útflutningur á íslenskum matvælum hafi dregist saman um 90% árið 2016 og fyrri helming 2017 miðað við árið 2014, síðasta heila árið áður en bannið tók gildi. Árið 2014 nam útflutningurinn rúmlega 29 milljörðum króna, þar af voru fiskafurðir fluttar út fyrir 23,9 milljarða króna. Árið 2017 var útflutningurinn kominn niður í rúma sjö milljarða króna og nam 8,5 milljörðum króna í fyrra þegar fyrirspurninni var svarað í desember. Rússland Sjávarútvegur Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Vladímír Pútin, forseti Rússlands, skrifaði undir tilskipun í dag sem framlengir innflutningsbann á evrópsk matvæli til ársloka 2020, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bannið var svar rússneskra stjórnvalda við refsiaðgerðum Evrópuríkja vegna innlimunar Krímskaga og nær meðal annars til íslenskra útflutningsvara. Bannið nær til flesta matvælategunda þeirra vestrænu ríkja sem beittu Rússland viðskiptaþvingunum eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga í Úkraínu árið 2014. Þrátt fyrir að Ísland hafi tekið þátt í þvingunaraðgerðunum frá upphafi var landið ekki bætt á lista yfir ríki sem innflutningsbann Rússa náði til fyrr en í ágúst árið 2015. Í skriflegu svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, við fyrirspurn á Alþingi í vetur kom fram að útflutningur á íslenskum matvælum hafi dregist saman um 90% árið 2016 og fyrri helming 2017 miðað við árið 2014, síðasta heila árið áður en bannið tók gildi. Árið 2014 nam útflutningurinn rúmlega 29 milljörðum króna, þar af voru fiskafurðir fluttar út fyrir 23,9 milljarða króna. Árið 2017 var útflutningurinn kominn niður í rúma sjö milljarða króna og nam 8,5 milljörðum króna í fyrra þegar fyrirspurninni var svarað í desember.
Rússland Sjávarútvegur Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira