Bruni í eldspýtuverksmiðju banar öllum innanhúss Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2019 22:14 Fórnarlömbin voru læst inni í verksmiðjunni og brunnu því lifandi. Tribun-Medan Minnst þrjátíu eru látnir, þar á meðal þrjú börn, eftir að eldur braust út í húsi sem var notað sem eldspýtuverksmiðja í Norður-Súmötru héraðinu í Indónesíu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Indónesíska fréttastofan Tribun-Medan greindi frá því að 25 fullorðnir hafi látist og fimm börn. Irwan Syahri, talsmaður hamfarastofnunar á Langkap svæði sagði að mörg fórnarlambanna hafi verið svo brennd að ekki væri hægt að bera kennsl á þau. Talsmaður lögreglunnar í Norður-Súmötru sagði að eldurinn hafi brotist út um miðjan daginn og verið sé að rannsaka tildrög hans. Sjónvarpsupptaka sýndi húsið, sem brunnið var til kaldra kola, og var það staðsett í íbúðahverfi. Gólfið var þakið bognuðum járnplötum og bárujárnsþakið var þakið sóti. Á myndbandinu sést einn maður í öngum sínum reyna að slökkva eldinn með því að fylla stóra fötu af vatni úr drullupolli á götunni. Faisal Riza, eiginmaður Marlinu sem dó í eldinum, sagði að starfsmenn þar hafi allir verið konur og að sumar þeirra hafi tekið börnin sín með sér í vinnuna. „Ég var að labba til mosku til banastunda þegar ég heyrði að verksmiðjan, sem var í húsasundi bara 200 metrum frá heimili mínu, væri í ljósum logum,“ sagði hann. „Ég hljóp til að bjarga henni en það var of seint. Þegar ég kom þangað var verksmiðjan brunnin til grunna.“ Hann sagði að dyrnar á framhlið hússins væru iðulega læstar og að eldurinn hafi brotist út innst inni í byggingunni. Tribun-Medan greindi frá því að dyrnar hafi verið læstar utan frá. Líkin höfðu hrannast upp við útidyrnar vegna þess að fórnarlömbin höfðu reynt að komast út, bætti hann við. Eigandi hússins, sem er eldri kona, sagði í samtali við sjónvarpsstöðina Metro að hún hafi leigt húsnæðið út til viðskiptamanns sem væri frá höfuðborgarsvæðinu, Medan, síðustu fjögur árin. Indónesía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Minnst þrjátíu eru látnir, þar á meðal þrjú börn, eftir að eldur braust út í húsi sem var notað sem eldspýtuverksmiðja í Norður-Súmötru héraðinu í Indónesíu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Indónesíska fréttastofan Tribun-Medan greindi frá því að 25 fullorðnir hafi látist og fimm börn. Irwan Syahri, talsmaður hamfarastofnunar á Langkap svæði sagði að mörg fórnarlambanna hafi verið svo brennd að ekki væri hægt að bera kennsl á þau. Talsmaður lögreglunnar í Norður-Súmötru sagði að eldurinn hafi brotist út um miðjan daginn og verið sé að rannsaka tildrög hans. Sjónvarpsupptaka sýndi húsið, sem brunnið var til kaldra kola, og var það staðsett í íbúðahverfi. Gólfið var þakið bognuðum járnplötum og bárujárnsþakið var þakið sóti. Á myndbandinu sést einn maður í öngum sínum reyna að slökkva eldinn með því að fylla stóra fötu af vatni úr drullupolli á götunni. Faisal Riza, eiginmaður Marlinu sem dó í eldinum, sagði að starfsmenn þar hafi allir verið konur og að sumar þeirra hafi tekið börnin sín með sér í vinnuna. „Ég var að labba til mosku til banastunda þegar ég heyrði að verksmiðjan, sem var í húsasundi bara 200 metrum frá heimili mínu, væri í ljósum logum,“ sagði hann. „Ég hljóp til að bjarga henni en það var of seint. Þegar ég kom þangað var verksmiðjan brunnin til grunna.“ Hann sagði að dyrnar á framhlið hússins væru iðulega læstar og að eldurinn hafi brotist út innst inni í byggingunni. Tribun-Medan greindi frá því að dyrnar hafi verið læstar utan frá. Líkin höfðu hrannast upp við útidyrnar vegna þess að fórnarlömbin höfðu reynt að komast út, bætti hann við. Eigandi hússins, sem er eldri kona, sagði í samtali við sjónvarpsstöðina Metro að hún hafi leigt húsnæðið út til viðskiptamanns sem væri frá höfuðborgarsvæðinu, Medan, síðustu fjögur árin.
Indónesía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira