Mjaldrarnir mættir á Twitter Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júní 2019 12:00 Ekki liggur ljóst fyrir hvort mjaldrarnir stjórna reikningunum sjálfir. Samsett Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít sem voru nýverið fluttar frá Shang Feng Ocwean World-sædýrasafninu í Sjanghæ til Vestmannaeyja eru nú komnar með Twitter-reikninga. Líklegt verður að teljast að reikningunum sé ekki haldið úti af systrunum sjálfum. Mun sennilegra er að einhver mennskur grínisti, einn eða fleiri, hafi ákveðið að stofna Twitter-reikningana tvo, í nafni gríns og gamans. Meðal þess sem mjaldradömurnar tvær gera að umfjöllunarefni sínu á Twitter er ferðin frá Kína til Íslands. Litla Grá segist til að mynda hafa horft á kvikmyndina „Paul Blart: Mjald Cop“ í vélinni á leið hingað og segist hafa orðið fyrir vonbrigðum. Systir hennar leggur þá orð í belg og spyr hvort hún geti ekki slakað á og haft gaman af mynd, svona einu sinni.Getur þú ekki bara einu fokking sinni slakað á og haft gaman af mynd? — Litla Hvít (@HvitLitla) June 20, 2019 Þá birtir Litla Grá mynd af poka úr fríhöfninni og skrifar með „Nýta tollinn,“ enda ekki á hverjum degi sem mjaldrar gera sér ferðir á milli landa, í það minnsta ekki flugleiðis.Nýta tollinn #tollinn#MjaldreiFórÉgSuðurpic.twitter.com/AsCdHqRUSn — Litla Grá (@GraLitla) June 20, 2019 Hér má sjá Twitter reikning Litlu Grárrar og hér má finna reikning systur hennar, Litlu Hvítrar. Systrunum hefur nú verið komið fyrir í þar til gerðri landlaug og dveljast þær þar í góðu yfirlæti. Er þeim séð fyrir nægum mat, enda þurfa þær að borða um 30 kíló af mat á dag hvor, en fæða þeirra samanstendur af loðnu og síld. Dýr Mjaldrar í Eyjum Twitter Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45 Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15 Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Erfiðlega gekk að koma öðrum hvalnum yfir til Vestmannaeyja þar sem hún lagðist á hliðina. 20. júní 2019 12:30 Einstæð mynd af öðrum mjaldrinum Mjaldrarnir nú komnir í sóttkví og verða þar næstu tvo mánuði. 20. júní 2019 15:05 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít sem voru nýverið fluttar frá Shang Feng Ocwean World-sædýrasafninu í Sjanghæ til Vestmannaeyja eru nú komnar með Twitter-reikninga. Líklegt verður að teljast að reikningunum sé ekki haldið úti af systrunum sjálfum. Mun sennilegra er að einhver mennskur grínisti, einn eða fleiri, hafi ákveðið að stofna Twitter-reikningana tvo, í nafni gríns og gamans. Meðal þess sem mjaldradömurnar tvær gera að umfjöllunarefni sínu á Twitter er ferðin frá Kína til Íslands. Litla Grá segist til að mynda hafa horft á kvikmyndina „Paul Blart: Mjald Cop“ í vélinni á leið hingað og segist hafa orðið fyrir vonbrigðum. Systir hennar leggur þá orð í belg og spyr hvort hún geti ekki slakað á og haft gaman af mynd, svona einu sinni.Getur þú ekki bara einu fokking sinni slakað á og haft gaman af mynd? — Litla Hvít (@HvitLitla) June 20, 2019 Þá birtir Litla Grá mynd af poka úr fríhöfninni og skrifar með „Nýta tollinn,“ enda ekki á hverjum degi sem mjaldrar gera sér ferðir á milli landa, í það minnsta ekki flugleiðis.Nýta tollinn #tollinn#MjaldreiFórÉgSuðurpic.twitter.com/AsCdHqRUSn — Litla Grá (@GraLitla) June 20, 2019 Hér má sjá Twitter reikning Litlu Grárrar og hér má finna reikning systur hennar, Litlu Hvítrar. Systrunum hefur nú verið komið fyrir í þar til gerðri landlaug og dveljast þær þar í góðu yfirlæti. Er þeim séð fyrir nægum mat, enda þurfa þær að borða um 30 kíló af mat á dag hvor, en fæða þeirra samanstendur af loðnu og síld.
Dýr Mjaldrar í Eyjum Twitter Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45 Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15 Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Erfiðlega gekk að koma öðrum hvalnum yfir til Vestmannaeyja þar sem hún lagðist á hliðina. 20. júní 2019 12:30 Einstæð mynd af öðrum mjaldrinum Mjaldrarnir nú komnir í sóttkví og verða þar næstu tvo mánuði. 20. júní 2019 15:05 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45
Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15
Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Erfiðlega gekk að koma öðrum hvalnum yfir til Vestmannaeyja þar sem hún lagðist á hliðina. 20. júní 2019 12:30
Einstæð mynd af öðrum mjaldrinum Mjaldrarnir nú komnir í sóttkví og verða þar næstu tvo mánuði. 20. júní 2019 15:05