Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2019 12:30 Hvalirnir voru fluttir á milli landa í sérútbúnum gámum. VÍSIR/VILHELM Mjaldrasysturnar eru komnar heim til Vestmannaeyja. Samskiptaleysi varð við annan hvalinn á leiðinni og erfiðlega gekk að koma honum um borð í Herjólf. Allt gekk þó vel að lokum og líður þeim nú vel í sérútbúinni landlaug og gæða sér þar á síld og loðnu. Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít komu heim til Vestmannaeyja á ellefta tímanum í gærkvöldi. Ferðalagið frá Kína tók um nítján klukkustundir og gekk vel heilt yfir, þrátt fyrir mikið stress. Frá Keflavík voru hvalirnir keyrðir Suðurstrandarveginn austur í Landeyjahöfn. „Þegar við vorum að nálgast Selfoss þá kom upp samskiptaleysi við annan hvalinn þannig ákveðið var að stoppa í smá stund og skoða og allt leit vel út,“ sagði Sigurjón Ingi Sigurðsson, verkefnastjóri hjá sérverkefnadeild TVG-Zimsen.Stoppað var til að kanna ástandið á hvölunum.Vísir/Magnús HlynurÞá var ákveðið að keyra til Landeyjahafnar í einum rykk. „Þegar við vorum að keyra inn í ferjuna þá leggst önnur þeirra á hliðina. Þannig að það var smá stress í mönnum fyrir ferðinni yfir, en þjálfararnir og fleiri fóru ofan í til hennar og héldu við hana alla leiðina til eyja,“ sagði Sigurjón Ingi. Langan tíma tók að koma hvalnum ofan í landlaugina en um leið og það tókst fór hún fljótt að borða og líður nú vel. Systurnar tvær eru á tiltölulega einföldu fæði að sögn Sigurjóns. Þær fá blöndu af síld og loðnu en dýrin borða um 30 kíló á dag. „Það er skemmtilegt frá því að segja að þar sem það var nú loðnubrestur á Íslandi þá var nú ekki auðvelt að nálgast loðnu, en ég held að ég hafi náð að finna fyrir þær tæpt tonn af loðnu eftir margar hringingar. Ég held að það sé það eina sem hafi verið til af loðnu hér á Íslandi,“ sagði Sigurjón Ingi. Litla-Grá og Litla-Hvít.Mynd/Sea life trust Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15 Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45 Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50 Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim eftir nítján klukkutíma ferðalag Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grár komu heim til Vestmannaeyja með Herjólfi á ellefta tímanum í kvöld. Ferðalagið frá Kína til Vestmannaeyja var langt og strangt, alls um nítján klukkustundir. 19. júní 2019 23:31 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Mjaldrasysturnar eru komnar heim til Vestmannaeyja. Samskiptaleysi varð við annan hvalinn á leiðinni og erfiðlega gekk að koma honum um borð í Herjólf. Allt gekk þó vel að lokum og líður þeim nú vel í sérútbúinni landlaug og gæða sér þar á síld og loðnu. Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít komu heim til Vestmannaeyja á ellefta tímanum í gærkvöldi. Ferðalagið frá Kína tók um nítján klukkustundir og gekk vel heilt yfir, þrátt fyrir mikið stress. Frá Keflavík voru hvalirnir keyrðir Suðurstrandarveginn austur í Landeyjahöfn. „Þegar við vorum að nálgast Selfoss þá kom upp samskiptaleysi við annan hvalinn þannig ákveðið var að stoppa í smá stund og skoða og allt leit vel út,“ sagði Sigurjón Ingi Sigurðsson, verkefnastjóri hjá sérverkefnadeild TVG-Zimsen.Stoppað var til að kanna ástandið á hvölunum.Vísir/Magnús HlynurÞá var ákveðið að keyra til Landeyjahafnar í einum rykk. „Þegar við vorum að keyra inn í ferjuna þá leggst önnur þeirra á hliðina. Þannig að það var smá stress í mönnum fyrir ferðinni yfir, en þjálfararnir og fleiri fóru ofan í til hennar og héldu við hana alla leiðina til eyja,“ sagði Sigurjón Ingi. Langan tíma tók að koma hvalnum ofan í landlaugina en um leið og það tókst fór hún fljótt að borða og líður nú vel. Systurnar tvær eru á tiltölulega einföldu fæði að sögn Sigurjóns. Þær fá blöndu af síld og loðnu en dýrin borða um 30 kíló á dag. „Það er skemmtilegt frá því að segja að þar sem það var nú loðnubrestur á Íslandi þá var nú ekki auðvelt að nálgast loðnu, en ég held að ég hafi náð að finna fyrir þær tæpt tonn af loðnu eftir margar hringingar. Ég held að það sé það eina sem hafi verið til af loðnu hér á Íslandi,“ sagði Sigurjón Ingi. Litla-Grá og Litla-Hvít.Mynd/Sea life trust
Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15 Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45 Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50 Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim eftir nítján klukkutíma ferðalag Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grár komu heim til Vestmannaeyja með Herjólfi á ellefta tímanum í kvöld. Ferðalagið frá Kína til Vestmannaeyja var langt og strangt, alls um nítján klukkustundir. 19. júní 2019 23:31 Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Mjaldrarnir komnir til landsins Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu. 19. júní 2019 19:15
Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. 19. júní 2019 09:45
Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína. 19. júní 2019 06:50
Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim eftir nítján klukkutíma ferðalag Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grár komu heim til Vestmannaeyja með Herjólfi á ellefta tímanum í kvöld. Ferðalagið frá Kína til Vestmannaeyja var langt og strangt, alls um nítján klukkustundir. 19. júní 2019 23:31
Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum. 19. júní 2019 13:35