Herforingjar dæmdir vegna Kondóráætlunarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2019 21:39 Aðstandendur fólks sem var myrt í tíð herforingjastjórnanna fylgist með réttarhöldunum í Róm frá Montevideo í Úrúgvæ. AP/Matilde Campodonico Dómstóll á Ítalíu dæmdi 24 suður-ameríska fyrrverandi einræðisherra og embættismenn í lífstíðarfangelsi fyrir morð, handtökur og pyntingar á hundruð stjórnarandstæðinga á 8. og 9. áratugnum. Samvinna herforingjastjórnanna um að berja niður andóf gekk undir heitinu Kondóráætlunin. Allir nema einn voru dæmdir að þeim fjarstöddum og segir breska ríkisútvarpið BBC ólíklegt að upprunalönd þeirra muni framselja þá. Fleiri en tuttugu fórnarlömb þeirra voru Ítalir. Ítölsk lög heimila að morð á ítölskum borgurum séu rannsökuð og tekin fyrir dóm á Ítalíu. Þeir sem voru dæmdir voru einræðisherrar eða embættismenn herforingjastjórna í Bólivíu, Síle, Perú og Úrúgvæ. Þeirra á meðal voru Luis García Meza, yfirmaður herforingjastjórnar Bólivíu frá 1980 til 1981 sem lést í fyrra og Francisco Morales Bermúdez, yfirmaður herforingjastjórnar Perú frá 1975 til 1980. Saman stóðu herforingjastjórnirnar að hryðjuverkum sem teygðu sig út fyrir álfuna. Áætlun þeirra gekk undir nafninu Kondóráætlunin. Lögðu þær á ráðin um að finna, ræna og myrða pólitíska andstæðinga um alla Suður-Ameríku og víðar. Argentína, Bólivía, Síle, Paragvæ, Úrúgvæ og síðar Brasilía, Ekvador og Perú tóku þátt í henni.Eltu uppi andófsfólk þvert yfir landamæri Fórnarlömbunum var oft rænt úti á götu eða á heimilum sínum. Þau voru síðan pyntuð, myrt eða „látin hverfa“ með öðrum hætti. Löndin unnu saman að því að elta andófsfólkið uppi, þvert á landamæri. Eitt þekktasta fórnarlamb Kondóraðgerðarinnar var Orlando Letelier, utanríkisráðherra í forsetatíð sósíalistans Salvadors Allende í Síle. Letelier var myrtur í Washington-borg árið 1976, þremur árum eftir að herinn rændi Allende völdum. Mannréttindasamtök fullyrða að þúsundir manna hafi orðið herforingjastjórnunum, sem nutu stuðnings Bandaríkjastjórnar, að bráð. Eini sakborningurinn sem var viðstaddur réttarhöldin var Jorge Tróccoli, 79 ára gamall liðsforingi í úrúgvæska sjóhernum sem flúði heimalandið árið 2007. Líklegt er að hann verði nú handtekinn. Aðrir dúsa þegar í fangelsi í heimalandi sínu eða er það gamlir að ólíklegt er að þeir verði framseldir til Ítalíu. Bólivía Ítalía Perú Úrúgvæ Tengdar fréttir Fundu ættleiddan son myrts andófsfólks Samtök sem leita að börnum fólks sem var drepið í tíð herforingjastjórnarinnar í Argentínu hefur tekist að bera kennsl á son andófsfólks sem var látið hverfa árið 1977. 14. júní 2019 22:57 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Dómstóll á Ítalíu dæmdi 24 suður-ameríska fyrrverandi einræðisherra og embættismenn í lífstíðarfangelsi fyrir morð, handtökur og pyntingar á hundruð stjórnarandstæðinga á 8. og 9. áratugnum. Samvinna herforingjastjórnanna um að berja niður andóf gekk undir heitinu Kondóráætlunin. Allir nema einn voru dæmdir að þeim fjarstöddum og segir breska ríkisútvarpið BBC ólíklegt að upprunalönd þeirra muni framselja þá. Fleiri en tuttugu fórnarlömb þeirra voru Ítalir. Ítölsk lög heimila að morð á ítölskum borgurum séu rannsökuð og tekin fyrir dóm á Ítalíu. Þeir sem voru dæmdir voru einræðisherrar eða embættismenn herforingjastjórna í Bólivíu, Síle, Perú og Úrúgvæ. Þeirra á meðal voru Luis García Meza, yfirmaður herforingjastjórnar Bólivíu frá 1980 til 1981 sem lést í fyrra og Francisco Morales Bermúdez, yfirmaður herforingjastjórnar Perú frá 1975 til 1980. Saman stóðu herforingjastjórnirnar að hryðjuverkum sem teygðu sig út fyrir álfuna. Áætlun þeirra gekk undir nafninu Kondóráætlunin. Lögðu þær á ráðin um að finna, ræna og myrða pólitíska andstæðinga um alla Suður-Ameríku og víðar. Argentína, Bólivía, Síle, Paragvæ, Úrúgvæ og síðar Brasilía, Ekvador og Perú tóku þátt í henni.Eltu uppi andófsfólk þvert yfir landamæri Fórnarlömbunum var oft rænt úti á götu eða á heimilum sínum. Þau voru síðan pyntuð, myrt eða „látin hverfa“ með öðrum hætti. Löndin unnu saman að því að elta andófsfólkið uppi, þvert á landamæri. Eitt þekktasta fórnarlamb Kondóraðgerðarinnar var Orlando Letelier, utanríkisráðherra í forsetatíð sósíalistans Salvadors Allende í Síle. Letelier var myrtur í Washington-borg árið 1976, þremur árum eftir að herinn rændi Allende völdum. Mannréttindasamtök fullyrða að þúsundir manna hafi orðið herforingjastjórnunum, sem nutu stuðnings Bandaríkjastjórnar, að bráð. Eini sakborningurinn sem var viðstaddur réttarhöldin var Jorge Tróccoli, 79 ára gamall liðsforingi í úrúgvæska sjóhernum sem flúði heimalandið árið 2007. Líklegt er að hann verði nú handtekinn. Aðrir dúsa þegar í fangelsi í heimalandi sínu eða er það gamlir að ólíklegt er að þeir verði framseldir til Ítalíu.
Bólivía Ítalía Perú Úrúgvæ Tengdar fréttir Fundu ættleiddan son myrts andófsfólks Samtök sem leita að börnum fólks sem var drepið í tíð herforingjastjórnarinnar í Argentínu hefur tekist að bera kennsl á son andófsfólks sem var látið hverfa árið 1977. 14. júní 2019 22:57 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Fundu ættleiddan son myrts andófsfólks Samtök sem leita að börnum fólks sem var drepið í tíð herforingjastjórnarinnar í Argentínu hefur tekist að bera kennsl á son andófsfólks sem var látið hverfa árið 1977. 14. júní 2019 22:57