Bombardier hættir smíði farþegavéla Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2019 13:29 Bombardier Q400-vél Flugfélags Íslands á Akureyrarflugvelli. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Kanadíska fyrirtækið Bombardier hefur ákveðið að hætta smíði farþegaflugvéla og selt frá sér framleiðslueiningarnar. Forstjóri Flugfélags Íslands, sem notar Bombardier-vélar í innanlandsfluginu, býst ekki við að þetta muni trufla þeirra rekstur enda sé stærra og öflugra fyrirtæki að taka við framleiðslu Q400 vélanna. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Bombardier-fyrirtækið í Montreal hyggst hér eftir einbeita sér að framleiðslu járnbrautarvagna, snjóbíla og einkaflugvéla. Ákvörðun þess núna um að hætta alfarið smíði farþegavéla er túlkuð sem uppgjöf Bombardier í tilraunum þess til að rjúfa yfirburðastöðu Boeing og Airbus á markaðnum. Fyrirtækið neyddist fyrir aðeins tveimur árum til að selja frá sér smíði meðalstórrar farþegaþotu, svokallaðrar CS-línu. Núna er Bombardier einnig búið að selja tvær síðustu framleiðslulínur sínar á farþegavélum. Svokölluð CRJ-lína, litlar farþegaþotur, var seld til Mitsubishi í Japan í síðustu viku og De Havilland Dash 8-línan var seld til Longview Aviation Capital í Vancouver í Kanada í síðasta mánuði. Flugfélag Íslands er eingöngu með Bombardier/Dash 8-vélar í innanlandsfluginu, bæði Q200 og Q400. Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélagsins, á ekki von á því að þetta muni trufla þeirra rekstur, enda sé fyrirtækið sem tekur við, Longview Aviation, stærra og öflugra. Þá hafi það áður endurvakið framleiðslu Twin Otter-vélanna, sem nú kallast Viking.Bombardier CS300, sem nú heitir Airbus A220-300, í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli haustið 2016. Hún tekur allt að 160 farþega.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ákvörðun Bombardier um að hætta smíði farþegaflugvéla kom eftir að fyrirtækið lenti í miklum fjárhagserfiðleikum vegna hás þróunarkostnaðar CS-þotunnar, sem var ætlað að keppa við flugvélarisana Airbus og Boeing. Þrátt fyrir að Bombardier-þotan hefði slegið í gegn og þótt vel heppnuð neyddist Bombardier til að selja framleiðsluréttinn á þotunni til Airbus, sem gaf henni nýtt nafn, Airbus A220, og hefur hún síðan rokselst hjá Airbus og búið að panta yfir 230 eintök. Athygli vakti haustið 2016 að Bombardier-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í reynsluflugi en ráðamönnum íslensku flugfélaganna gafst þá tækifæri til að skoða hana. Hún þykir henta vel fyrir smærri miðborgarflugvelli, er hljóðlát, þarf stutta flugbraut og er auk þess sparneytin. Þessi nýja kynslóð farþegavéla er ein helsta forsenda ákvörðunar borgaryfirvalda í London um að stækka flugstöð miðborgarvallarins London City Airport, svo unnt sé að fjölga farþegum úr fimm milljónum upp í ellefu milljónir á næsta áratug. Fjallað var um stækkun London City-vallarins í flugfréttamiðlinum Allt um flug á dögunum. Ráðamenn Isavia hafa einnig viðrað hugmyndir um að nýta Reykjavíkurflugvöll meira til millilandaflugs þegar fram eru að koma hljóðlátar þotutegundir sem þurfa styttri brautir. Hér má einmitt sjá Bombardier CS300, nú Airbus A220, í flugtaki frá Reykjavík. Airbus Fréttir af flugi Kanada Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Ofurtollum Trumps á Bombardier hrundið Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna hefur óvænt hafnað áformum ríkisstjórnar Trumps forseta um að setja á 292 prósenta verndartoll á nýjustu farþegaþotu Bombardier. 27. janúar 2018 08:30 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Kanadíska fyrirtækið Bombardier hefur ákveðið að hætta smíði farþegaflugvéla og selt frá sér framleiðslueiningarnar. Forstjóri Flugfélags Íslands, sem notar Bombardier-vélar í innanlandsfluginu, býst ekki við að þetta muni trufla þeirra rekstur enda sé stærra og öflugra fyrirtæki að taka við framleiðslu Q400 vélanna. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Bombardier-fyrirtækið í Montreal hyggst hér eftir einbeita sér að framleiðslu járnbrautarvagna, snjóbíla og einkaflugvéla. Ákvörðun þess núna um að hætta alfarið smíði farþegavéla er túlkuð sem uppgjöf Bombardier í tilraunum þess til að rjúfa yfirburðastöðu Boeing og Airbus á markaðnum. Fyrirtækið neyddist fyrir aðeins tveimur árum til að selja frá sér smíði meðalstórrar farþegaþotu, svokallaðrar CS-línu. Núna er Bombardier einnig búið að selja tvær síðustu framleiðslulínur sínar á farþegavélum. Svokölluð CRJ-lína, litlar farþegaþotur, var seld til Mitsubishi í Japan í síðustu viku og De Havilland Dash 8-línan var seld til Longview Aviation Capital í Vancouver í Kanada í síðasta mánuði. Flugfélag Íslands er eingöngu með Bombardier/Dash 8-vélar í innanlandsfluginu, bæði Q200 og Q400. Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélagsins, á ekki von á því að þetta muni trufla þeirra rekstur, enda sé fyrirtækið sem tekur við, Longview Aviation, stærra og öflugra. Þá hafi það áður endurvakið framleiðslu Twin Otter-vélanna, sem nú kallast Viking.Bombardier CS300, sem nú heitir Airbus A220-300, í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli haustið 2016. Hún tekur allt að 160 farþega.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ákvörðun Bombardier um að hætta smíði farþegaflugvéla kom eftir að fyrirtækið lenti í miklum fjárhagserfiðleikum vegna hás þróunarkostnaðar CS-þotunnar, sem var ætlað að keppa við flugvélarisana Airbus og Boeing. Þrátt fyrir að Bombardier-þotan hefði slegið í gegn og þótt vel heppnuð neyddist Bombardier til að selja framleiðsluréttinn á þotunni til Airbus, sem gaf henni nýtt nafn, Airbus A220, og hefur hún síðan rokselst hjá Airbus og búið að panta yfir 230 eintök. Athygli vakti haustið 2016 að Bombardier-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í reynsluflugi en ráðamönnum íslensku flugfélaganna gafst þá tækifæri til að skoða hana. Hún þykir henta vel fyrir smærri miðborgarflugvelli, er hljóðlát, þarf stutta flugbraut og er auk þess sparneytin. Þessi nýja kynslóð farþegavéla er ein helsta forsenda ákvörðunar borgaryfirvalda í London um að stækka flugstöð miðborgarvallarins London City Airport, svo unnt sé að fjölga farþegum úr fimm milljónum upp í ellefu milljónir á næsta áratug. Fjallað var um stækkun London City-vallarins í flugfréttamiðlinum Allt um flug á dögunum. Ráðamenn Isavia hafa einnig viðrað hugmyndir um að nýta Reykjavíkurflugvöll meira til millilandaflugs þegar fram eru að koma hljóðlátar þotutegundir sem þurfa styttri brautir. Hér má einmitt sjá Bombardier CS300, nú Airbus A220, í flugtaki frá Reykjavík.
Airbus Fréttir af flugi Kanada Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Ofurtollum Trumps á Bombardier hrundið Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna hefur óvænt hafnað áformum ríkisstjórnar Trumps forseta um að setja á 292 prósenta verndartoll á nýjustu farþegaþotu Bombardier. 27. janúar 2018 08:30 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43
Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00
Ofurtollum Trumps á Bombardier hrundið Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna hefur óvænt hafnað áformum ríkisstjórnar Trumps forseta um að setja á 292 prósenta verndartoll á nýjustu farþegaþotu Bombardier. 27. janúar 2018 08:30
Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30