Kátur með Íslandsferðina þrátt fyrir myglaðan ost í Bónus Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2019 08:51 Rúmlega 700 þúsund manns hafa nú þegar séð Íslandsævintýri Derek Gerard, og um leið myglaða oststykkið. Skjáskot Kanadíski myndbandabloggarinn Derek Gerard er heilt yfir ánægður með Íslandsferð sína, þrátt fyrir að þykja lítið til harðfisks, verðlagsins og myglaðs osts í Bónus koma. Náttúrufegurð og matseldin á Aktu taktu og KFC vega upp á móti. Gerard, sem er með rúmlega 1,7 milljónir fylgjenda á Youtbe, var á Íslandi í lok júní en birti myndband af ævintýrum sínum hér á landi á rás sinni um helgina. Meðal þess sem hann tók upp á var að leyfa ókunnugu fólki og slembitölugjafa að ráða mataræði sínu í einn sólarhring, sem er einmitt rauði þráður myndbandsins. Í því sést hann meðal annars líta við í Bónus á Akranesi, þar sem hann velur sér vörur af handahófi. Meðal þess sem ratar í körfu Gerard er flaska af gosdrykknum Mix, pasta og Opal-töflur. Hann hafði hugsað sér að grípa með Gotta oststykki en snerist hugur þegar hann sá að osturinn var myglaður. Gerard lét það þó ekki á sig fá heldur hélt á Aktu taktu þar sem hann pantaði það sama og manneskjan á undan sér í bílaröðinni hafði keypt. Sá kanadíski var hæstánægður með matinn, þrátt fyrir að þykja verðið í hærra lagi. Að sama skapi var hann kátur með réttina sem hann keypti á KFC, þrátt fyrir að hann hafi keypt helst til mikið. Sömu sögu var ekki að segja af matnum sem Gerard fékk í Litlu Kaffistofunni, að sögn myndbandabloggarans var kleinan sem hann fékk í Svínahrauni hörð og bragðlaus. Myndband af Íslandsferð Derek Gerard má sjá hér að neðan en það hefur fengið rúmlega 700 þúsund áhorf á rúmum sólarhring. Íslandsvinir Matur Neytendur Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Kanadíski myndbandabloggarinn Derek Gerard er heilt yfir ánægður með Íslandsferð sína, þrátt fyrir að þykja lítið til harðfisks, verðlagsins og myglaðs osts í Bónus koma. Náttúrufegurð og matseldin á Aktu taktu og KFC vega upp á móti. Gerard, sem er með rúmlega 1,7 milljónir fylgjenda á Youtbe, var á Íslandi í lok júní en birti myndband af ævintýrum sínum hér á landi á rás sinni um helgina. Meðal þess sem hann tók upp á var að leyfa ókunnugu fólki og slembitölugjafa að ráða mataræði sínu í einn sólarhring, sem er einmitt rauði þráður myndbandsins. Í því sést hann meðal annars líta við í Bónus á Akranesi, þar sem hann velur sér vörur af handahófi. Meðal þess sem ratar í körfu Gerard er flaska af gosdrykknum Mix, pasta og Opal-töflur. Hann hafði hugsað sér að grípa með Gotta oststykki en snerist hugur þegar hann sá að osturinn var myglaður. Gerard lét það þó ekki á sig fá heldur hélt á Aktu taktu þar sem hann pantaði það sama og manneskjan á undan sér í bílaröðinni hafði keypt. Sá kanadíski var hæstánægður með matinn, þrátt fyrir að þykja verðið í hærra lagi. Að sama skapi var hann kátur með réttina sem hann keypti á KFC, þrátt fyrir að hann hafi keypt helst til mikið. Sömu sögu var ekki að segja af matnum sem Gerard fékk í Litlu Kaffistofunni, að sögn myndbandabloggarans var kleinan sem hann fékk í Svínahrauni hörð og bragðlaus. Myndband af Íslandsferð Derek Gerard má sjá hér að neðan en það hefur fengið rúmlega 700 þúsund áhorf á rúmum sólarhring.
Íslandsvinir Matur Neytendur Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira