Minnihluti borgarráðs ósammála áformum um gróðurhvelfingu við Stekkjarbakka Gígja Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2019 21:45 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tókust á um málið á Facebook. Vísir Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað. Á borgarráðsfundi í dag var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs frá 26. júní á tillögu að deiliskipulagi um fyrirhugaða uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bentu á athugasemdir Umhverifsstofnunar frá 4. mars 2019. Þar er meðal annars talið að fyrirhuguð uppbyggingu gangi á svæðið, skerði útivistarsvæði almennings og þrengi að vatnasviði. Þá segir Umhverifsstofnun að „stór hluti dalsins muni lokast ef og ekki vera aðgengilegur fyrir almenning af áætlaðar framkvæmdir ganga eftir. Einnig muni áætlaðar framkvæmdir breyta upplifun þeirra sem sækja útivist í dalinn“. Þá lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. Áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins tóku í sama streng og leggjast gegn áformum um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu.Sjálfstæðismenn „sorgmæddir vegna áformanna“ Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tjáði sig um málið í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar segir hún fyrirhugaða gróðurhveflingu við Stekkjarbakka vera alvarlega aðför að verðmætu grænu svæði í borgarlandinu. „Umhverfisstofnun hefur gert fjölþættar alvarlegar athugasemdir við uppbygginguna - m.a. að rask verði á vatnasviði Elliðaánna og útivistarsvæðið skert verulega. Athugasemdunum hefur ekki verið svarað og borgin ekki fundað með stofnuninni. Umhverfisáhrif framkvæmdanna skiptu meirihlutaflokkana engu,“ skrifar Hildur. Þá segir hún þau hjá Sjálfstæðisflokknum vera „verulega sorgmædd vegna áformanna enda höfum við ítrekað lagt til friðlýsingu Elliðaárdalsins“. Dagur: „Rangt að skipulag við Stekkjarbakka gangi á Elliðaárdalinn“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri svaraði Hildi á Facebook-síðu sinni og sagði svæðið við Stekkjarbakka vera utan afmörkunar Elliðaárdalsins í aðalskipulagi borgarinnar. Hann segir svæðið nú vera deiliskipulagt fyrir „græna starfsemi og m.a. gert ráð fyrir matjurtagörðum og annarri aðstöðu á vegum Garðyrkjufélags Íslands, nýstárlegum gróðurhúsum (lífhvelfingu) sem verða að stórum hluta niðurgrafin og tengingu stígakerfis af svæðinu ofan í dal, en Elliðaárdalur hefur verið ill-aðgengilegur úr þessari átt hingað til,“ skrifa Dagur. Hollvinasamtök Elliðaárdals leggjast gegn uppbyggingunni Halldór Páll Gíslason formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdals sagði í samtali við Morgunblaðið í dag, að hann væri undrandi yfir því að málið eigi að drífa í gegn meðan sumarfrí standi yfir í borgarstjórn. Hollvinasamtökin hafi í hyggju að kæra ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs til Skipulagsstofnunar. Það standi til að fara í undirskriftasöfnun til að kalla fram íbúakosningu um málið. Halldór segir fólk vilja hafa útivistarsvæðið áfram. Svæðið sem gróðurhvelfingin kemur til með að rísa á.Skjáskot/Reykjavíkurborg Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað. Á borgarráðsfundi í dag var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs frá 26. júní á tillögu að deiliskipulagi um fyrirhugaða uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bentu á athugasemdir Umhverifsstofnunar frá 4. mars 2019. Þar er meðal annars talið að fyrirhuguð uppbyggingu gangi á svæðið, skerði útivistarsvæði almennings og þrengi að vatnasviði. Þá segir Umhverifsstofnun að „stór hluti dalsins muni lokast ef og ekki vera aðgengilegur fyrir almenning af áætlaðar framkvæmdir ganga eftir. Einnig muni áætlaðar framkvæmdir breyta upplifun þeirra sem sækja útivist í dalinn“. Þá lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. Áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins tóku í sama streng og leggjast gegn áformum um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu.Sjálfstæðismenn „sorgmæddir vegna áformanna“ Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tjáði sig um málið í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar segir hún fyrirhugaða gróðurhveflingu við Stekkjarbakka vera alvarlega aðför að verðmætu grænu svæði í borgarlandinu. „Umhverfisstofnun hefur gert fjölþættar alvarlegar athugasemdir við uppbygginguna - m.a. að rask verði á vatnasviði Elliðaánna og útivistarsvæðið skert verulega. Athugasemdunum hefur ekki verið svarað og borgin ekki fundað með stofnuninni. Umhverfisáhrif framkvæmdanna skiptu meirihlutaflokkana engu,“ skrifar Hildur. Þá segir hún þau hjá Sjálfstæðisflokknum vera „verulega sorgmædd vegna áformanna enda höfum við ítrekað lagt til friðlýsingu Elliðaárdalsins“. Dagur: „Rangt að skipulag við Stekkjarbakka gangi á Elliðaárdalinn“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri svaraði Hildi á Facebook-síðu sinni og sagði svæðið við Stekkjarbakka vera utan afmörkunar Elliðaárdalsins í aðalskipulagi borgarinnar. Hann segir svæðið nú vera deiliskipulagt fyrir „græna starfsemi og m.a. gert ráð fyrir matjurtagörðum og annarri aðstöðu á vegum Garðyrkjufélags Íslands, nýstárlegum gróðurhúsum (lífhvelfingu) sem verða að stórum hluta niðurgrafin og tengingu stígakerfis af svæðinu ofan í dal, en Elliðaárdalur hefur verið ill-aðgengilegur úr þessari átt hingað til,“ skrifa Dagur. Hollvinasamtök Elliðaárdals leggjast gegn uppbyggingunni Halldór Páll Gíslason formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdals sagði í samtali við Morgunblaðið í dag, að hann væri undrandi yfir því að málið eigi að drífa í gegn meðan sumarfrí standi yfir í borgarstjórn. Hollvinasamtökin hafi í hyggju að kæra ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs til Skipulagsstofnunar. Það standi til að fara í undirskriftasöfnun til að kalla fram íbúakosningu um málið. Halldór segir fólk vilja hafa útivistarsvæðið áfram. Svæðið sem gróðurhvelfingin kemur til með að rísa á.Skjáskot/Reykjavíkurborg
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent