Flestir styðja aukið eftirlit Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. júlí 2019 06:15 Mun fleiri eru hlynntir fleiri eftirlitsmyndavélum samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Mikill meirihluti vill fjölga eftirlitsmyndavélum um landið samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir framkvæmdu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is í síðustu viku. Samkvæmt könnuninni eru tæp sjötíu prósent hlynnt fjölgun eftirlitsmyndavéla. Þar af eru 30 prósent mjög hlynnt slíkri fjölgun en 36 prósent frekar hlynnt. Aðeins 12 prósent þeirra sem tóku afstöðu eru andvíg fjölgun eftirlitsmyndavéla. Þar af aðeins tæp fimm prósent mjög andvíg. Lögregluembættin og Neyðarlínan hafa átt í samstarfi við sveitarfélög víða um land um fjölgun eftirlitsmyndavéla undanfarið ár. „Lögreglan hefur komið með tillögur um staðsetningu eftirlitsmyndavéla í Reykjavík og það er í kostnaðarferli. Samkomulaginu um um öryggismyndavélarnar er þannig háttað að borgin kaupir vélarnar og útvegar ljósleiðarasamband, Neyðarlínan ber ábyrgð á uppsetningu og viðhaldi og lögreglan annast vöktun,“ segir Kristinn J. Ólafsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. „Ég skil þörfina fyrir öryggistilfinningu en mér finnst þetta ferli við fjölgun myndavéla þurfa að vera uppi á borðum. Við megum ekki vakna upp við vondan draum einn daginn þar sem yfirvöld geta fylgst með ferðum allra án þess það hafi verið rætt hvers konar umfang er eðlilegt í slíku eftirliti, segir Katrín Atladóttir borgarfulltrúi. Hún segir örar tæknibreytingar sífellt búa til ný álitamál um rafrænt eftirlit. Í könnun Zenter er lítill munur á afstöðu fólks eftir menntunarstigi og tekjum. Aldur hefur hins vegar áhrif á afstöðu fólks í þessum efnum og þátttakendur eru hlynntari fjölgun eftirlitsmyndavéla eftir því sem þeir eru eldri. Þá eru konur líklegri en karlar til að vilja fjölga eftirlitsmyndavélum en 75 prósent þeirra vilja slíka fjölgun en 60 prósent karla. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu, tekjum og menntun. Stuðningur við fjölgun eftirlitsmyndavéla er yfir 50 prósentum hjá stuðningsmönnum allra flokka nema Pírata. Þar eru 47 prósent hlynntir fjölgun eftirlitsmyndavéla. Meðal þeirra er andstaða einnig mest en 24 prósent þeirra eru andvígir fjölgun. Könnunin var gerð dagana 25.- 27. júní 2019. Hún var send á 2.000 manna könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 51 prósent og voru svörin vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Mikill meirihluti vill fjölga eftirlitsmyndavélum um landið samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir framkvæmdu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is í síðustu viku. Samkvæmt könnuninni eru tæp sjötíu prósent hlynnt fjölgun eftirlitsmyndavéla. Þar af eru 30 prósent mjög hlynnt slíkri fjölgun en 36 prósent frekar hlynnt. Aðeins 12 prósent þeirra sem tóku afstöðu eru andvíg fjölgun eftirlitsmyndavéla. Þar af aðeins tæp fimm prósent mjög andvíg. Lögregluembættin og Neyðarlínan hafa átt í samstarfi við sveitarfélög víða um land um fjölgun eftirlitsmyndavéla undanfarið ár. „Lögreglan hefur komið með tillögur um staðsetningu eftirlitsmyndavéla í Reykjavík og það er í kostnaðarferli. Samkomulaginu um um öryggismyndavélarnar er þannig háttað að borgin kaupir vélarnar og útvegar ljósleiðarasamband, Neyðarlínan ber ábyrgð á uppsetningu og viðhaldi og lögreglan annast vöktun,“ segir Kristinn J. Ólafsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. „Ég skil þörfina fyrir öryggistilfinningu en mér finnst þetta ferli við fjölgun myndavéla þurfa að vera uppi á borðum. Við megum ekki vakna upp við vondan draum einn daginn þar sem yfirvöld geta fylgst með ferðum allra án þess það hafi verið rætt hvers konar umfang er eðlilegt í slíku eftirliti, segir Katrín Atladóttir borgarfulltrúi. Hún segir örar tæknibreytingar sífellt búa til ný álitamál um rafrænt eftirlit. Í könnun Zenter er lítill munur á afstöðu fólks eftir menntunarstigi og tekjum. Aldur hefur hins vegar áhrif á afstöðu fólks í þessum efnum og þátttakendur eru hlynntari fjölgun eftirlitsmyndavéla eftir því sem þeir eru eldri. Þá eru konur líklegri en karlar til að vilja fjölga eftirlitsmyndavélum en 75 prósent þeirra vilja slíka fjölgun en 60 prósent karla. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu, tekjum og menntun. Stuðningur við fjölgun eftirlitsmyndavéla er yfir 50 prósentum hjá stuðningsmönnum allra flokka nema Pírata. Þar eru 47 prósent hlynntir fjölgun eftirlitsmyndavéla. Meðal þeirra er andstaða einnig mest en 24 prósent þeirra eru andvígir fjölgun. Könnunin var gerð dagana 25.- 27. júní 2019. Hún var send á 2.000 manna könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 51 prósent og voru svörin vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira