Takist ekki að rjúfa smitleiðina með alþrifum á staðnum kemur til greina að loka Efstadal II tímabundið Elísabet Inga Sigurðardóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 19. júlí 2019 19:15 Settar hafa verið fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E.coli sýkinga. Takist ekki að rjúfa smitleiðina með alþrifum á staðnum kemur til greina að loka Efstadal II tímabundið. Þetta segir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og jafnframt að málið sé erfitt fyrir alla sem að því koma. Sterkur grunur leikur áþví að þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E.coli sýkingu. Að barninu frátöldu hefur sýkingin verið staðfest hjá 21 einstaklingi, 19 börnum og tveimur fullorðnum. Ekki hefur tekist að uppræta smitleiðir og hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands í samráði við Matvælastofnun því sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna sýkinganna. Alþrif hafa farið fram á staðnum síðustu daga. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að með auknum kröfum er gerð síðasta tilraun til að rjúfa smitleiðina. Takist það ekki komi til greina að loka staðnum. „Við viljum ekkert gera ráð fyrir að þetta takist ekki núna en ef svo illa færi þá er það alveg möguleiki. Ég vil taka það fram að þetta er allt í góðri samvinnu við rekstraraðila og þeir vilja að sjálfsögðu gera allt sem í þeirra valdi stendur og þeir vinna mjög vel með okkur,“ sagði Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Sóttvarnarlæknir tekur undir með henni en í samtali við fréttastofu í dag segist hann vonast til að nú verði smitleiðin rofin. Þá segir Sigrún það ekki ámælisvert að staðnum hafi ekki verið lokað um leið og bakterían fannst þar. Gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á sínum tíma.Á meðal þess sem boðið hefur verið upp á á Efstadal er að klappa kálfum en síðan E. coli-bakterían kom þar upp hefur það ekki verið í boði.Vísir/MHH„Það er alveg ljóst að þetta smit kemur frá kálfunum og berst á einhvern yfir hátt í börnin. En við vitum ekkert nákvæmlega hvaða leið og það geta verið þess vegna margar leiðir, það er ekki ein leið endilega,“ sagði Sigrún. Hún segir að málið hafi tekið á alla aðila máls og vonast til að nú verði smitleiðin rofin. „Það er líka þegar það er þessi óvissa, þegar við vitum ekki hvort við höfum gert nóg, það er bara mjög erfitt,“ sagði Sigrún.E. coli-sýkingu má rekja til ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals II í Bláskógabyggð.Vísir/Magnús Hlynur Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. 19. júlí 2019 14:34 E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13 Telur að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á Efstadal II á sínum tíma Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ákveðin vonbrigði að bandaríski ferðamaðurinn sem smitaðist af E. coli-bakteríunni á Efstadal II skuli hafa smitast á bænum eftir að gripið var til aðgerða þar til að koma í veg fyrir smit og smitleiðir. 19. júlí 2019 17:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé Sjá meira
Settar hafa verið fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E.coli sýkinga. Takist ekki að rjúfa smitleiðina með alþrifum á staðnum kemur til greina að loka Efstadal II tímabundið. Þetta segir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og jafnframt að málið sé erfitt fyrir alla sem að því koma. Sterkur grunur leikur áþví að þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E.coli sýkingu. Að barninu frátöldu hefur sýkingin verið staðfest hjá 21 einstaklingi, 19 börnum og tveimur fullorðnum. Ekki hefur tekist að uppræta smitleiðir og hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands í samráði við Matvælastofnun því sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna sýkinganna. Alþrif hafa farið fram á staðnum síðustu daga. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að með auknum kröfum er gerð síðasta tilraun til að rjúfa smitleiðina. Takist það ekki komi til greina að loka staðnum. „Við viljum ekkert gera ráð fyrir að þetta takist ekki núna en ef svo illa færi þá er það alveg möguleiki. Ég vil taka það fram að þetta er allt í góðri samvinnu við rekstraraðila og þeir vilja að sjálfsögðu gera allt sem í þeirra valdi stendur og þeir vinna mjög vel með okkur,“ sagði Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Sóttvarnarlæknir tekur undir með henni en í samtali við fréttastofu í dag segist hann vonast til að nú verði smitleiðin rofin. Þá segir Sigrún það ekki ámælisvert að staðnum hafi ekki verið lokað um leið og bakterían fannst þar. Gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á sínum tíma.Á meðal þess sem boðið hefur verið upp á á Efstadal er að klappa kálfum en síðan E. coli-bakterían kom þar upp hefur það ekki verið í boði.Vísir/MHH„Það er alveg ljóst að þetta smit kemur frá kálfunum og berst á einhvern yfir hátt í börnin. En við vitum ekkert nákvæmlega hvaða leið og það geta verið þess vegna margar leiðir, það er ekki ein leið endilega,“ sagði Sigrún. Hún segir að málið hafi tekið á alla aðila máls og vonast til að nú verði smitleiðin rofin. „Það er líka þegar það er þessi óvissa, þegar við vitum ekki hvort við höfum gert nóg, það er bara mjög erfitt,“ sagði Sigrún.E. coli-sýkingu má rekja til ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals II í Bláskógabyggð.Vísir/Magnús Hlynur
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. 19. júlí 2019 14:34 E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13 Telur að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á Efstadal II á sínum tíma Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ákveðin vonbrigði að bandaríski ferðamaðurinn sem smitaðist af E. coli-bakteríunni á Efstadal II skuli hafa smitast á bænum eftir að gripið var til aðgerða þar til að koma í veg fyrir smit og smitleiðir. 19. júlí 2019 17:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé Sjá meira
Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. 19. júlí 2019 14:34
E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13
Telur að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á Efstadal II á sínum tíma Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ákveðin vonbrigði að bandaríski ferðamaðurinn sem smitaðist af E. coli-bakteríunni á Efstadal II skuli hafa smitast á bænum eftir að gripið var til aðgerða þar til að koma í veg fyrir smit og smitleiðir. 19. júlí 2019 17:00