Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2019 14:34 E. coli-sýkingu má rekja til ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals II í Bláskógabyggð. Vísir/Magnús Hlynur Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. Barnið hafði einnig umgengist barn með staðfesta E. coli-sýkingu fyrir átta dögum síðan en frá þessu er greint í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Barnið mun fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins en frekari niðurstöður úr rannsóknum og faraldsfræðilegum upplýsingum munu ekki liggja fyrir fyrr en eftir helgi. Í dag voru rannsökuð saursýni frá þremur einstaklingum með tilliti til E. coli-sýkinga, meðal annars úr fyrrnefndu barni sem talið er að sé með sýkinguna. Yfir helgina munu ekki verða gerðar frekari rannsóknir hvað varðar E. coli-sýkingar og því er ekki að vænta frekari tíðinda af faraldrinum fyrr en eftir helgi. Fyrr í dag var greint frá því að ekki hefði tekist að koma í veg fyrir smit og smitleiðir á bænum Efstadal II með þeim aðgerðum sem gripið var til þann 4. júlí síðastliðinn. Því hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur úr úrbætur á bænum. Sala íss skal stöðvuð þar til lþrif og sótthreinsun hafi verið gerð. Framleiðsla íss var stöðvuð 5. júlí síðastliðinn og verður ekki hafin að nýju fyrr en að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá hefur verið lokið við alþrif og sótthreinsun á veitingastað Efstadals II og aðlægum rýmum eins og farið var fram á. Aðgengi að dýrum skal vera lokað þar til að viðunandi hreinlætisaðstaða hefur verið sett upp, aðskilnaður milli veitingasvæða og dýra skal efldur og starfsmenn sem vinna við matvæli þurfa að sýna fram á að þeir séu ekki með bakteríuna STEC E. coli.Fréttin hefur verið uppfærð. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13 Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26 Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. 17. júlí 2019 15:35 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. Barnið hafði einnig umgengist barn með staðfesta E. coli-sýkingu fyrir átta dögum síðan en frá þessu er greint í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Barnið mun fara í eftirlit á Barnaspítala Hringsins en frekari niðurstöður úr rannsóknum og faraldsfræðilegum upplýsingum munu ekki liggja fyrir fyrr en eftir helgi. Í dag voru rannsökuð saursýni frá þremur einstaklingum með tilliti til E. coli-sýkinga, meðal annars úr fyrrnefndu barni sem talið er að sé með sýkinguna. Yfir helgina munu ekki verða gerðar frekari rannsóknir hvað varðar E. coli-sýkingar og því er ekki að vænta frekari tíðinda af faraldrinum fyrr en eftir helgi. Fyrr í dag var greint frá því að ekki hefði tekist að koma í veg fyrir smit og smitleiðir á bænum Efstadal II með þeim aðgerðum sem gripið var til þann 4. júlí síðastliðinn. Því hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur úr úrbætur á bænum. Sala íss skal stöðvuð þar til lþrif og sótthreinsun hafi verið gerð. Framleiðsla íss var stöðvuð 5. júlí síðastliðinn og verður ekki hafin að nýju fyrr en að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá hefur verið lokið við alþrif og sótthreinsun á veitingastað Efstadals II og aðlægum rýmum eins og farið var fram á. Aðgengi að dýrum skal vera lokað þar til að viðunandi hreinlætisaðstaða hefur verið sett upp, aðskilnaður milli veitingasvæða og dýra skal efldur og starfsmenn sem vinna við matvæli þurfa að sýna fram á að þeir séu ekki með bakteríuna STEC E. coli.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13 Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26 Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. 17. júlí 2019 15:35 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13
Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar. 12. júlí 2019 19:26
Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. 17. júlí 2019 15:35