Game of Thrones-stjarna tilnefndi sjálfa sig til Emmy-tilnefningar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2019 10:55 Gwendoline Christie fór með hlutverk Brienne of Tarth í þáttunum vinsælu. Vísir/AP Fantasíuþættirnir Game of Thrones ættu að vera flestum kunnir. Þættirnir hrepptu nýlega 32 tilnefningar til Emmy-verðlauna, sem veitt eru fyrir framúrskarandi árangur í sjónvarpsbransanum. Aldrei hafa neinir þættir hreppt jafn margar tilnefningar á einu ári. Hér að neðan er að finna einstaklega væga spennuspilla (e. spoilers) úr þáttunum. HBO, framleiðslufyrirtæki þáttanna, sendi nöfnin á meirihluta aðalleikarahóps þáttanna til nefndarinnar sem sér um að tilnefna til verðlaunanna. Þó voru ekki allir leikaranna með í hópnum, en eins og þeir sem fylgst hafa með Game of Thrones vita er leikarahópurinn gríðarstór. Meðal þeirra sem HBO sendi ekki inn til nefndarinnar var leikkonan Gwendoline Christie, sem fór með hlutverk riddarans Ser Brienne of Tarth. Christie dó þó ekki ráðalaus. Henni hefur greinilega fundist að leikur sinn í áttundu og jafnframt síðustu þáttaröð Game of Thrones hafi verðskuldað viðurkenningu, og sendi því nafn sitt sjálf inn til umhugsunar hjá nefndinni. Og viti menn, Gwendoline Christie var tilnefnd til Emmy-verðlauna í flokki leikkvenna í aukahlutverki dramaþátta. Ásamt Christie eru fimm aðrar leikkonur tilnefndar í flokknum. Þar af eru þrjár samstarfskonur hennar úr Game of Thrones. Tilnefndar eru þær Lena Headey, Sophie Turner, Maisie Williams (allar úr Game of Thrones), Julia Garnes (Ozark) og Fiona Shwa (Killing Eve). Emmy-verðlaunahátíðin verður haldin hátíðleg 22. september næstkomandi. Bíó og sjónvarp Emmy Game of Thrones Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Fantasíuþættirnir Game of Thrones ættu að vera flestum kunnir. Þættirnir hrepptu nýlega 32 tilnefningar til Emmy-verðlauna, sem veitt eru fyrir framúrskarandi árangur í sjónvarpsbransanum. Aldrei hafa neinir þættir hreppt jafn margar tilnefningar á einu ári. Hér að neðan er að finna einstaklega væga spennuspilla (e. spoilers) úr þáttunum. HBO, framleiðslufyrirtæki þáttanna, sendi nöfnin á meirihluta aðalleikarahóps þáttanna til nefndarinnar sem sér um að tilnefna til verðlaunanna. Þó voru ekki allir leikaranna með í hópnum, en eins og þeir sem fylgst hafa með Game of Thrones vita er leikarahópurinn gríðarstór. Meðal þeirra sem HBO sendi ekki inn til nefndarinnar var leikkonan Gwendoline Christie, sem fór með hlutverk riddarans Ser Brienne of Tarth. Christie dó þó ekki ráðalaus. Henni hefur greinilega fundist að leikur sinn í áttundu og jafnframt síðustu þáttaröð Game of Thrones hafi verðskuldað viðurkenningu, og sendi því nafn sitt sjálf inn til umhugsunar hjá nefndinni. Og viti menn, Gwendoline Christie var tilnefnd til Emmy-verðlauna í flokki leikkvenna í aukahlutverki dramaþátta. Ásamt Christie eru fimm aðrar leikkonur tilnefndar í flokknum. Þar af eru þrjár samstarfskonur hennar úr Game of Thrones. Tilnefndar eru þær Lena Headey, Sophie Turner, Maisie Williams (allar úr Game of Thrones), Julia Garnes (Ozark) og Fiona Shwa (Killing Eve). Emmy-verðlaunahátíðin verður haldin hátíðleg 22. september næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Emmy Game of Thrones Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira