Vill að smokkum verði dreift til grunnskólabarna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2019 20:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/baldur Sóttvarnalæknir vill að smokkum verði dreift í grunnskólum landsins, en segir að foreldrar grunnaskólabarna séu margir hverjir mótfallnir hugmyndum um slíkt. Nýlega var greint frá því að hvergi í Evrópu væru hlutfallslega greind fleiri sárasóttartilfelli heldur en hér á landi. Árið 2017 greindust 15,4 sárasóttartilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi. Sárasótt er almennt talin auðveld viðureignar, en sé ekkert að gert þegar fólk smitast af henni, getur hún valdið alvarlegum sjúkdómum og jafnvel valdið dauða fólks. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að ástæða fyrir fjölgun sárasóttartilfella hér á landi væri sú að fólk notaði síður smokkinn við samfarir. Smokkurinn er almennt talinn til einu getnaðarvarnarinnar sem komið getur í veg fyrir að kynsjúkdómar berist á milli fólks. Þórólfur segir kynlíf fólks almennt orðið frjálslegra og að menn og konur gæti ekki jafn vel að sér í kynlífi og áður fyrr. „Það er raun og veru eina skýringin á þessu. Ég vek athygli á því að aðrir kynsjúkdómar hafa fjölgað sér á Íslandi líka, eins og lekandinn. Og tíðni klamýdíu er há hér, hæsta sennilega í Evrópu,” segir Þórólfur í viðtalinu. Í fyrra greindust um 1850 klamýdíutilfelli hér á landi. Þórólfur segir hennar mest gæta hjá ungu fólki af báðum kynjum, á aldrinum 18 til 25 ára. Sárasóttin sé hins vegar mest áberandi hjá samkynhneigðum karlmönnum, líkt og annars staðar.Margir foreldrar andvígir dreifingu smokka í grunnskólum Þórólfur segist vilja að smokkum verði dreift í grunnskólum, líkt og tíðkast hefur í framhaldsskólum landsins. Hann segir þó marga foreldra ekki hrifna af hugmyndum um slíkt. „En þetta þarf að ræða mjög vel og við þurfum að gera allt sem við getum til þess að stoppa útbreiðslu þessara sjúkdóma, sem geta verið mjög alvarlegir,” segir Þórólfur. Hann segir fólk geta gengið með klamýdíu einkennalítið, eða jafnvel einkennalaust. Aðgengi fólks að greiningu og meðferð hér á landi sé þó mjög góð. Rætt hafi verið um að færa skimanir, rannsóknir og greiningu út í samfélagið, til áhættuhópa. „Það eru umræður í gangi um að gera það, en það er einn þáttur í að reyna að finna sem flesta á fyrstu stigum þannig að þeir fari ekki að smita út frá sér,” segir Þórólfur. Heilbrigðismál Kynlíf Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Íslendingar með flest sárasóttartilfelli í Evrópu Árið 2017 greindust 15,4 sárasóttartilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi, en það er meira en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu. 12. júlí 2019 20:51 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir „Reyndum að láta hana bíta okkur“ Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira
Sóttvarnalæknir vill að smokkum verði dreift í grunnskólum landsins, en segir að foreldrar grunnaskólabarna séu margir hverjir mótfallnir hugmyndum um slíkt. Nýlega var greint frá því að hvergi í Evrópu væru hlutfallslega greind fleiri sárasóttartilfelli heldur en hér á landi. Árið 2017 greindust 15,4 sárasóttartilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi. Sárasótt er almennt talin auðveld viðureignar, en sé ekkert að gert þegar fólk smitast af henni, getur hún valdið alvarlegum sjúkdómum og jafnvel valdið dauða fólks. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að ástæða fyrir fjölgun sárasóttartilfella hér á landi væri sú að fólk notaði síður smokkinn við samfarir. Smokkurinn er almennt talinn til einu getnaðarvarnarinnar sem komið getur í veg fyrir að kynsjúkdómar berist á milli fólks. Þórólfur segir kynlíf fólks almennt orðið frjálslegra og að menn og konur gæti ekki jafn vel að sér í kynlífi og áður fyrr. „Það er raun og veru eina skýringin á þessu. Ég vek athygli á því að aðrir kynsjúkdómar hafa fjölgað sér á Íslandi líka, eins og lekandinn. Og tíðni klamýdíu er há hér, hæsta sennilega í Evrópu,” segir Þórólfur í viðtalinu. Í fyrra greindust um 1850 klamýdíutilfelli hér á landi. Þórólfur segir hennar mest gæta hjá ungu fólki af báðum kynjum, á aldrinum 18 til 25 ára. Sárasóttin sé hins vegar mest áberandi hjá samkynhneigðum karlmönnum, líkt og annars staðar.Margir foreldrar andvígir dreifingu smokka í grunnskólum Þórólfur segist vilja að smokkum verði dreift í grunnskólum, líkt og tíðkast hefur í framhaldsskólum landsins. Hann segir þó marga foreldra ekki hrifna af hugmyndum um slíkt. „En þetta þarf að ræða mjög vel og við þurfum að gera allt sem við getum til þess að stoppa útbreiðslu þessara sjúkdóma, sem geta verið mjög alvarlegir,” segir Þórólfur. Hann segir fólk geta gengið með klamýdíu einkennalítið, eða jafnvel einkennalaust. Aðgengi fólks að greiningu og meðferð hér á landi sé þó mjög góð. Rætt hafi verið um að færa skimanir, rannsóknir og greiningu út í samfélagið, til áhættuhópa. „Það eru umræður í gangi um að gera það, en það er einn þáttur í að reyna að finna sem flesta á fyrstu stigum þannig að þeir fari ekki að smita út frá sér,” segir Þórólfur.
Heilbrigðismál Kynlíf Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Íslendingar með flest sárasóttartilfelli í Evrópu Árið 2017 greindust 15,4 sárasóttartilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi, en það er meira en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu. 12. júlí 2019 20:51 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir „Reyndum að láta hana bíta okkur“ Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Sjá meira
Íslendingar með flest sárasóttartilfelli í Evrópu Árið 2017 greindust 15,4 sárasóttartilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi, en það er meira en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu. 12. júlí 2019 20:51