Taylor Swift tekjuhæsta stjarnan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júlí 2019 10:13 Taylor Swift á fyrir salti í grautinn. Emma McIntyre/Getty Bandaríska poppsöngkonan Taylor Swift er sú stjarna (e. celebrity) sem þénað hefur mest á síðastliðnum tólf mánuðum. Þetta kemur fram á lista sem tímaritið Forbes birti í gær. Söngkonan sívinsæla þénaði á umræddu tímabili 185 milljónir Bandaríkjadala, en það eru rúmlega 23,2 milljarðar íslenskra króna. Swift er þannig ofar á listanum heldur en milljarðamæringurinn Kylie Jenner, en hún þénaði um 170 milljónir dollara, um 21,4 milljarða króna. Það er því alveg ljóst að söngkonan á fyrir salti í grautinn, eins og sagt er, og rúmlega það. Raunar gæti hún keypt hátt í 2 milljónir tonna af salti með tekjum síðustu tólf mánaða, sé miðað við meðalverð á salti í Bandaríkjunum. Efstu tíu sætin skipa ýmsir heimsfrægir einstaklingar, en þó kann að koma einhverjum á óvart hverjir rata í efstu sæti listans. Tíu launahæstu stjörnur heims: Taylor Swift, tónlistarkona – 185 milljónir dollaraKylie Jenner, áhrifavaldur – 170 milljónir dollaraKanye West, tónlistarmaður og fatahönnuður – 150 milljónir dollaraLionel Messi, knattspyrnumaður – 127 milljónir dollaraEd Sheeran, tónlistarmaður – 110 milljónir dollaraCristiano Ronaldo, knattspyrnumaður – 109 milljónir dollaraNeymar, knattspyrnumaður – 105 milljónir dollaraThe Eagles, hljómsveit – 100 milljónir dollaraDr. Phil McCraw, sjónvarpsmaður – 95 milljónir dollaraCanelo Alvarez, boxari – 94 milljónir dollaraKynjahallinn á listanum mikill Þrátt fyrir að konur vermi tvö efstu sætin eru kynjahlutföllin á listanum ekki upp á marga fiska, að minnsta kosti ekki í augum þeirra sem vilja hafa þau sem jöfnust. Aðeins 16 konur komast á listann. Þannig eru níu konur í flokki tónlistarfólks á móti 29 körlum, fjórar konur á móti átta körlum í flokki áhrifavalda (e. personalities) og tvær konur á móti níu körlum í flokki leikara. Hlutföllin eru aðeins jöfn í einum flokki listans, en það er flokkur rithöfunda. Þar er einn karl og ein kona, J.K. Rowling situr í 13. sæti listans með 92 milljónir dollara en starfsbróðir hennar, James Patterson, þénaði 70 milljónir og situr í 28. sæti. Þá eru þrír flokkar þar sem karlmennirnir eru allsráðandi. Það eru flokkar íþróttafólks með 34 karlmönnum og grínistaflokkurinn sem inniheldur tvo karlmenn. Að lokum má nefna flokk töframanna en hann samanstendur af einum manni, töframanninum David Copperfield sem var með 60 milljónir Bandaríkjadala í tekjur síðustu 12 mánuði.Listann í heild sinni má sjá hér. Hollywood Tónlist Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Bandaríska poppsöngkonan Taylor Swift er sú stjarna (e. celebrity) sem þénað hefur mest á síðastliðnum tólf mánuðum. Þetta kemur fram á lista sem tímaritið Forbes birti í gær. Söngkonan sívinsæla þénaði á umræddu tímabili 185 milljónir Bandaríkjadala, en það eru rúmlega 23,2 milljarðar íslenskra króna. Swift er þannig ofar á listanum heldur en milljarðamæringurinn Kylie Jenner, en hún þénaði um 170 milljónir dollara, um 21,4 milljarða króna. Það er því alveg ljóst að söngkonan á fyrir salti í grautinn, eins og sagt er, og rúmlega það. Raunar gæti hún keypt hátt í 2 milljónir tonna af salti með tekjum síðustu tólf mánaða, sé miðað við meðalverð á salti í Bandaríkjunum. Efstu tíu sætin skipa ýmsir heimsfrægir einstaklingar, en þó kann að koma einhverjum á óvart hverjir rata í efstu sæti listans. Tíu launahæstu stjörnur heims: Taylor Swift, tónlistarkona – 185 milljónir dollaraKylie Jenner, áhrifavaldur – 170 milljónir dollaraKanye West, tónlistarmaður og fatahönnuður – 150 milljónir dollaraLionel Messi, knattspyrnumaður – 127 milljónir dollaraEd Sheeran, tónlistarmaður – 110 milljónir dollaraCristiano Ronaldo, knattspyrnumaður – 109 milljónir dollaraNeymar, knattspyrnumaður – 105 milljónir dollaraThe Eagles, hljómsveit – 100 milljónir dollaraDr. Phil McCraw, sjónvarpsmaður – 95 milljónir dollaraCanelo Alvarez, boxari – 94 milljónir dollaraKynjahallinn á listanum mikill Þrátt fyrir að konur vermi tvö efstu sætin eru kynjahlutföllin á listanum ekki upp á marga fiska, að minnsta kosti ekki í augum þeirra sem vilja hafa þau sem jöfnust. Aðeins 16 konur komast á listann. Þannig eru níu konur í flokki tónlistarfólks á móti 29 körlum, fjórar konur á móti átta körlum í flokki áhrifavalda (e. personalities) og tvær konur á móti níu körlum í flokki leikara. Hlutföllin eru aðeins jöfn í einum flokki listans, en það er flokkur rithöfunda. Þar er einn karl og ein kona, J.K. Rowling situr í 13. sæti listans með 92 milljónir dollara en starfsbróðir hennar, James Patterson, þénaði 70 milljónir og situr í 28. sæti. Þá eru þrír flokkar þar sem karlmennirnir eru allsráðandi. Það eru flokkar íþróttafólks með 34 karlmönnum og grínistaflokkurinn sem inniheldur tvo karlmenn. Að lokum má nefna flokk töframanna en hann samanstendur af einum manni, töframanninum David Copperfield sem var með 60 milljónir Bandaríkjadala í tekjur síðustu 12 mánuði.Listann í heild sinni má sjá hér.
Hollywood Tónlist Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira