Líðan fimm mánaða drengs með e. coli farið versnandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2019 12:15 Drengurinn var lagður inn á Barnaspítala Hringsins í gær. Mynd/freyr Ólafsson Líðan fimm mánaða drengs sem lagður var inn á Barnaspítala Hringsins í gær með bráðanýrnabilun af völdum e. coli-sýkingar hefur farið versnandi. Það skýrist í dag eða á morgun hvort drengurinn þurfi að fara í blóðhreinsun. Landlæknir áréttar að það eina sem e. coli-smituðu börnin áttu sameiginlegt var neysla íss á Efstadal II, þar sem smitið kom upp. Samkvæmt upplýsingum frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni er ekki hægt að fullyrða að öll börnin hafi smitast af umgengni við kálfana á Efstadal II, helmingurinn af börnunum sem smituðust snertu þá ekki. Öll börnin eigi það hins vegar sameiginlegt að hafa borðað ís á staðnum. Nú standa yfir fleiri bakteríurannsóknir á bænum, m.a. á starfsfólki staðarins.Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum.Mynd/landspítaliAlls hafa tíu börn smitast af e. coli og þar af hafa þrjú verið lögð inn á Barnaspítala hringsins með HUS, bráðanýrnabilun. Samkvæmt upplýsingum frá Viðari Erni Eðvarðssyni sérfræðingi í nýrnalækningum er fyrsta barnið útskrifað og við ágæta heilsu, annað barnið þurfti blóðhreinsun og er nú á batavegi. Þriðja barnið sem lagt var inn í gær er enn mjög veikt. „Þriðji einstaklingurinn sem var lagður inn í gær, fimm mánaða drengur, sem er aftur á móti versnandi og það kemur í ljós núna fljótlega hvort hann muni þurfa blóðhreinsun. Það kemur í ljós í dag eða á morgun.“Flestir ná sér að fullu Hinum börnunum sem fengu e. coli-sýkingu heilsast nokkuð vel, að sögn Viðars. Enn sé þó ekki útséð hvort þau fái HUS. „En það er rétt að hafa í huga að maður getur ekki verið öruggur um að þeir sem fá þá sýkingu fái ekki þessa nýrnabilun fyrr en liðnir eru að minnsta kosti tíu dagar frá því að niðurgangur hófst. Þannig að það þarf að fylgja þessu vel eftir og við erum búin að vera í sambandi við alla í morgun og þetta virðist vera að ganga þokkalega. En þetta er lúmskt og það þarf að fylgja þessu eftir með rannsóknum, blóðrannsóknum.“Sjá einnig: Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Viðar segir að flestir sem fá HUS nái sér að fullu. „Þó nokkrir þó eru með skerta nýrnastarfsemi eitthvað þegar frá líður en geta lifað alveg eðlilegu lífi í sjálfu sér en þurfa eftirlit, kannski eftirlit nýrnalæknis.“ Þá beinir Viðar því til þeirra sem eru með blóðugan niðurgang að koma í eftirlit á Landspítalanum. Aðrir sem fá niðurgang eigi að leita á heilsugæslustöðvar til að meta ástandið. E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. 10. júlí 2019 11:15 Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Foreldrar Anítu Katrínar vona að hún komist heim til sín fyrir þriggja ára afmælisdaginn sinn í lok mánaðar. 10. júlí 2019 12:00 Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Líðan fimm mánaða drengs sem lagður var inn á Barnaspítala Hringsins í gær með bráðanýrnabilun af völdum e. coli-sýkingar hefur farið versnandi. Það skýrist í dag eða á morgun hvort drengurinn þurfi að fara í blóðhreinsun. Landlæknir áréttar að það eina sem e. coli-smituðu börnin áttu sameiginlegt var neysla íss á Efstadal II, þar sem smitið kom upp. Samkvæmt upplýsingum frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni er ekki hægt að fullyrða að öll börnin hafi smitast af umgengni við kálfana á Efstadal II, helmingurinn af börnunum sem smituðust snertu þá ekki. Öll börnin eigi það hins vegar sameiginlegt að hafa borðað ís á staðnum. Nú standa yfir fleiri bakteríurannsóknir á bænum, m.a. á starfsfólki staðarins.Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum.Mynd/landspítaliAlls hafa tíu börn smitast af e. coli og þar af hafa þrjú verið lögð inn á Barnaspítala hringsins með HUS, bráðanýrnabilun. Samkvæmt upplýsingum frá Viðari Erni Eðvarðssyni sérfræðingi í nýrnalækningum er fyrsta barnið útskrifað og við ágæta heilsu, annað barnið þurfti blóðhreinsun og er nú á batavegi. Þriðja barnið sem lagt var inn í gær er enn mjög veikt. „Þriðji einstaklingurinn sem var lagður inn í gær, fimm mánaða drengur, sem er aftur á móti versnandi og það kemur í ljós núna fljótlega hvort hann muni þurfa blóðhreinsun. Það kemur í ljós í dag eða á morgun.“Flestir ná sér að fullu Hinum börnunum sem fengu e. coli-sýkingu heilsast nokkuð vel, að sögn Viðars. Enn sé þó ekki útséð hvort þau fái HUS. „En það er rétt að hafa í huga að maður getur ekki verið öruggur um að þeir sem fá þá sýkingu fái ekki þessa nýrnabilun fyrr en liðnir eru að minnsta kosti tíu dagar frá því að niðurgangur hófst. Þannig að það þarf að fylgja þessu vel eftir og við erum búin að vera í sambandi við alla í morgun og þetta virðist vera að ganga þokkalega. En þetta er lúmskt og það þarf að fylgja þessu eftir með rannsóknum, blóðrannsóknum.“Sjá einnig: Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Viðar segir að flestir sem fá HUS nái sér að fullu. „Þó nokkrir þó eru með skerta nýrnastarfsemi eitthvað þegar frá líður en geta lifað alveg eðlilegu lífi í sjálfu sér en þurfa eftirlit, kannski eftirlit nýrnalæknis.“ Þá beinir Viðar því til þeirra sem eru með blóðugan niðurgang að koma í eftirlit á Landspítalanum. Aðrir sem fá niðurgang eigi að leita á heilsugæslustöðvar til að meta ástandið.
E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. 10. júlí 2019 11:15 Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Foreldrar Anítu Katrínar vona að hún komist heim til sín fyrir þriggja ára afmælisdaginn sinn í lok mánaðar. 10. júlí 2019 12:00 Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. 10. júlí 2019 11:15
Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Foreldrar Anítu Katrínar vona að hún komist heim til sín fyrir þriggja ára afmælisdaginn sinn í lok mánaðar. 10. júlí 2019 12:00
Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30