Frumkvöðull í kynjaveislum efins um ágæti þeirra í dag Sylvía Hall skrifar 28. júlí 2019 21:23 Kynjaveislur hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár þar sem kyn barnsins er tilkynnt með annað hvort bleikum eða bláum lit. Vísir/Getty Bloggfærsla Jennu Karvunidis fór líkt og eldur um sinu í netheimum árið 2008 þegar hún sagði frá kynjaafhjúpun frumburðar síns í færslu á bloggsíðu sinni. Jenna hafði bakað tveggja botna köku með bleiku kremi á milli sem gaf til kynna kyn ófædds barns síns. Síðan þá hafa vinsældir svokallaðra kynjaveisla, þar sem verðandi foreldrar gera grein fyrir kyni ófædds barns síns með ýmsum aðferðum, færst í aukana og hafa margir brugðið á það ráð að bjóða vinum og vandamönnum í veislur þar sem kyn barnsins er afhjúpað á mismunandi vegu, annað hvort með bleikum eða bláum lit. Hafa afhjúpanirnar verið allt frá saklausum kökum yfir í að fá aðstoð krókódíla við verkið. Í dag er Jenna ekki sannfærð um mikilvægi þess að gera grein fyrir kyni ófædds barns á þennan hátt en dóttir hennar, sem í dag er tíu ára gömul, er kynsegin og skilgreinir sig hvorki sem stelpu né strák. Í kjölfarið fór Jenna að horfa á kyn á annan hátt og fylgir fordæmi dóttur sinnar. Jenna ásamt fjölskyldu sinni.Twitter„Þetta er ekki það mikilvægasta við barnið þitt,“ sagði Jenna í samtali við BuzzFeed. Jenna ákvað að tjá sig um málið eftir að Twitter-notandi titlaði hana sem „frumkvöðul“ kynjaveisla. Hún sagðist hafa fundið sig knúna til þess að tjá sig um málið og varpa ljósi á þróun mála, sérstaklega í ljósi þess að veislan kynnti dóttur hennar fyrir heiminum sem kvenkyns. „Hverjum er ekki sama hvaða kyn barnið er? Ég gerði þetta á sínum tíma því árið var ekki 2019 og við vissum ekki þá það sem við vitum núna – að setja svona mikla áherslu á kyn við fæðingu tekur athyglina frá möguleikum þeirra og hæfileikum sem tengjast ekkert því hvað er á milli fótanna þeirra.“"Who cares what gender the baby is? I did at the time because we didn't live in 2019 and didn't know what we know now - that assigning focus on gender at birth leaves out so much of their potential and talents" -the inventor of the gender reveal party pic.twitter.com/yQIl5lMjb1 — Avery Alder (@lackingceremony) July 25, 2019 Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sviptu hulunni af kyni barnsins með hjálp krókódíls og melónu Uppátækið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og einhverjir hafa lýst yfir reiði. 30. mars 2018 10:49 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Bloggfærsla Jennu Karvunidis fór líkt og eldur um sinu í netheimum árið 2008 þegar hún sagði frá kynjaafhjúpun frumburðar síns í færslu á bloggsíðu sinni. Jenna hafði bakað tveggja botna köku með bleiku kremi á milli sem gaf til kynna kyn ófædds barns síns. Síðan þá hafa vinsældir svokallaðra kynjaveisla, þar sem verðandi foreldrar gera grein fyrir kyni ófædds barns síns með ýmsum aðferðum, færst í aukana og hafa margir brugðið á það ráð að bjóða vinum og vandamönnum í veislur þar sem kyn barnsins er afhjúpað á mismunandi vegu, annað hvort með bleikum eða bláum lit. Hafa afhjúpanirnar verið allt frá saklausum kökum yfir í að fá aðstoð krókódíla við verkið. Í dag er Jenna ekki sannfærð um mikilvægi þess að gera grein fyrir kyni ófædds barns á þennan hátt en dóttir hennar, sem í dag er tíu ára gömul, er kynsegin og skilgreinir sig hvorki sem stelpu né strák. Í kjölfarið fór Jenna að horfa á kyn á annan hátt og fylgir fordæmi dóttur sinnar. Jenna ásamt fjölskyldu sinni.Twitter„Þetta er ekki það mikilvægasta við barnið þitt,“ sagði Jenna í samtali við BuzzFeed. Jenna ákvað að tjá sig um málið eftir að Twitter-notandi titlaði hana sem „frumkvöðul“ kynjaveisla. Hún sagðist hafa fundið sig knúna til þess að tjá sig um málið og varpa ljósi á þróun mála, sérstaklega í ljósi þess að veislan kynnti dóttur hennar fyrir heiminum sem kvenkyns. „Hverjum er ekki sama hvaða kyn barnið er? Ég gerði þetta á sínum tíma því árið var ekki 2019 og við vissum ekki þá það sem við vitum núna – að setja svona mikla áherslu á kyn við fæðingu tekur athyglina frá möguleikum þeirra og hæfileikum sem tengjast ekkert því hvað er á milli fótanna þeirra.“"Who cares what gender the baby is? I did at the time because we didn't live in 2019 and didn't know what we know now - that assigning focus on gender at birth leaves out so much of their potential and talents" -the inventor of the gender reveal party pic.twitter.com/yQIl5lMjb1 — Avery Alder (@lackingceremony) July 25, 2019
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sviptu hulunni af kyni barnsins með hjálp krókódíls og melónu Uppátækið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og einhverjir hafa lýst yfir reiði. 30. mars 2018 10:49 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Sviptu hulunni af kyni barnsins með hjálp krókódíls og melónu Uppátækið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og einhverjir hafa lýst yfir reiði. 30. mars 2018 10:49