Gekk berserksgang í hálfan sólarhring Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. júlí 2019 08:24 Gerry Dean Zaragoza tókst að skjóta fjóra til bana áður en hann var handtekinn. LAPD Karlmaður á þrítugsaldri skaut föður sinn, bróður og tvo aðra til bana í Los Angeles í gær. Hann var að lokum yfirbugaður af lögreglu sem segir að á manninn, Gerry Dean Zaragoza, hafi runnið tólf klukkustunda „ofbeldisæði.“ Ekki er vitað hvað vakti fyrir manninum en lögreglan gengst þó við því að hafa vitað að hann kynni að vera hættulegur umhverfi sínu. Zaragosa hóf skothríðina á heimili foreldra sinna, sem bjuggu í blokk skammt frá Canoga-garði, á öðrum tímanum að næturlagi að staðartíma. Þar skaut hann föður sinn og bróður til bana auk þess sem hann skaut móður sína í handlegginn. Hún var flutt á sjúkrahús og telst á batavegi. Samstarfsmaður föður Zaragosa segir í samtali við CBS að hinn látni hafi reglulega kvartað undan hegðun sonar síns. Byssumaðurinn hafi ánetjast fíkniefnum, verið ofbeldishneigður og neitað að vinna fyrir sér.Eftir að Zaragosa hafði lokið sér af í foreldrahúsum telur lögreglan að hann hafi skotið fyrrverandi kærustuna sína til bana. Það á hann að hafa gert á bensínstöð um 45 mínútum eftir fyrri árásina. Aukinheldur á hann að hafa skotið starfsmann bensínstöðvarinnar sem sagður er hafa slasast lífshættulega. Því næst er talið að Zaragosa hafi reynt að ræna mann sem hugðist taka pening úr hraðbanka, áður en hann stökk um borð í strætisvagn þar sem hann hleypti af byssu sinni. Einn farþeganna er sagður hafa látist áður en bílstjóranum tókst að opna dyr strætisvagnsins og hleypa öðrum farþegum út. Það var svo um klukkan 15 síðdegis daginn eftir sem lögreglu tókt að yfirbuga Zaragosa. Hann er sagður hafa kvartað undan meiðslum en lögreglan segist þó ekki hafa skotið hann. Hann var þó fluttur á sjúkrahús þar sem hlúð hefur verið að sárum hans. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins enda stóð ofbeldisæði Zaragosa yfir í rúmar 12 klukkustundir sem fyrr segir. Hér að ofan má sjá umfjöllun CBS Los Angeles um málið. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri skaut föður sinn, bróður og tvo aðra til bana í Los Angeles í gær. Hann var að lokum yfirbugaður af lögreglu sem segir að á manninn, Gerry Dean Zaragoza, hafi runnið tólf klukkustunda „ofbeldisæði.“ Ekki er vitað hvað vakti fyrir manninum en lögreglan gengst þó við því að hafa vitað að hann kynni að vera hættulegur umhverfi sínu. Zaragosa hóf skothríðina á heimili foreldra sinna, sem bjuggu í blokk skammt frá Canoga-garði, á öðrum tímanum að næturlagi að staðartíma. Þar skaut hann föður sinn og bróður til bana auk þess sem hann skaut móður sína í handlegginn. Hún var flutt á sjúkrahús og telst á batavegi. Samstarfsmaður föður Zaragosa segir í samtali við CBS að hinn látni hafi reglulega kvartað undan hegðun sonar síns. Byssumaðurinn hafi ánetjast fíkniefnum, verið ofbeldishneigður og neitað að vinna fyrir sér.Eftir að Zaragosa hafði lokið sér af í foreldrahúsum telur lögreglan að hann hafi skotið fyrrverandi kærustuna sína til bana. Það á hann að hafa gert á bensínstöð um 45 mínútum eftir fyrri árásina. Aukinheldur á hann að hafa skotið starfsmann bensínstöðvarinnar sem sagður er hafa slasast lífshættulega. Því næst er talið að Zaragosa hafi reynt að ræna mann sem hugðist taka pening úr hraðbanka, áður en hann stökk um borð í strætisvagn þar sem hann hleypti af byssu sinni. Einn farþeganna er sagður hafa látist áður en bílstjóranum tókst að opna dyr strætisvagnsins og hleypa öðrum farþegum út. Það var svo um klukkan 15 síðdegis daginn eftir sem lögreglu tókt að yfirbuga Zaragosa. Hann er sagður hafa kvartað undan meiðslum en lögreglan segist þó ekki hafa skotið hann. Hann var þó fluttur á sjúkrahús þar sem hlúð hefur verið að sárum hans. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins enda stóð ofbeldisæði Zaragosa yfir í rúmar 12 klukkustundir sem fyrr segir. Hér að ofan má sjá umfjöllun CBS Los Angeles um málið.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira