Neyðarkall: Fimmtán milljónir á barmi hungursneyðar Heimsljós kynnir 25. júlí 2019 14:45 Dustin Barter/Oxfam Rúmlega fimmtán milljónir íbúa á Horni Afríku þurfa á neyðaraðstoð að halda vegna langvarandi þurrka, að sögn hjálparsamtakanna Oxfam. Fulltrúar samtakanna hvöttu framlagsríki í morgun til að bregðast við vandanum. Löndin í þessum heimshluta sem hafa orðið verst úti í yfirstandandi þurrkum eru Eþíópía, Kenya og Sómalía. Í frétt frá Oxfam segir að aðeins hafi tekist að afla fjár fyrir þriðjungi þeirrar neyðaraðstoðar sem metin var nauðsynleg til að bjarga mannslífum. Ekki sé með núverandi fjármagni hægt að hjálpa öllum og viðbótarfjármagn dragi úr hættunni á enn frekari neyðarástandi.Óveruleg úrkoma að undanförnu hefur leitt til uppskerubrests og skortur á öðrum bjargráðum til tekjuöflunar hefur leitt til þess að 7,6 milljónir manna í löndunum þremur eru við hungurmörk. Vandinn er enn verri vegna þess að milljónir manna á þessu svæði hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka, auk þess sem þurrkarnir hafa flæmt fólk á vergang. Hungursneyð í þessum heimshluta árið 2011 leiddi til þess að rúmlega 260 þúsund manns vesluðust upp og dóu. Svipað ástand skapaðist árið 2017 en þá var hungursneyð afstýrt með framlögum sem söfnuðust í skyndi og umfangsmiklu hjálparstarfi. Milljónir manna eru þó enn að koma undir sig fótunum eftir þá þurrkatíð og eru því enn í viðkvæmari stöðu, að mati Oxfam. „Við getum ekki beðið eftir því að myndir af vannærðu fólki og dauðum skepnum fylli sjónvarpsskjáina. Við þurfum að bregðast við strax til að forðast hörmungarástand,“ segir Lydia Zigomo, svæðisstjóri Oxfam.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent
Rúmlega fimmtán milljónir íbúa á Horni Afríku þurfa á neyðaraðstoð að halda vegna langvarandi þurrka, að sögn hjálparsamtakanna Oxfam. Fulltrúar samtakanna hvöttu framlagsríki í morgun til að bregðast við vandanum. Löndin í þessum heimshluta sem hafa orðið verst úti í yfirstandandi þurrkum eru Eþíópía, Kenya og Sómalía. Í frétt frá Oxfam segir að aðeins hafi tekist að afla fjár fyrir þriðjungi þeirrar neyðaraðstoðar sem metin var nauðsynleg til að bjarga mannslífum. Ekki sé með núverandi fjármagni hægt að hjálpa öllum og viðbótarfjármagn dragi úr hættunni á enn frekari neyðarástandi.Óveruleg úrkoma að undanförnu hefur leitt til uppskerubrests og skortur á öðrum bjargráðum til tekjuöflunar hefur leitt til þess að 7,6 milljónir manna í löndunum þremur eru við hungurmörk. Vandinn er enn verri vegna þess að milljónir manna á þessu svæði hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka, auk þess sem þurrkarnir hafa flæmt fólk á vergang. Hungursneyð í þessum heimshluta árið 2011 leiddi til þess að rúmlega 260 þúsund manns vesluðust upp og dóu. Svipað ástand skapaðist árið 2017 en þá var hungursneyð afstýrt með framlögum sem söfnuðust í skyndi og umfangsmiklu hjálparstarfi. Milljónir manna eru þó enn að koma undir sig fótunum eftir þá þurrkatíð og eru því enn í viðkvæmari stöðu, að mati Oxfam. „Við getum ekki beðið eftir því að myndir af vannærðu fólki og dauðum skepnum fylli sjónvarpsskjáina. Við þurfum að bregðast við strax til að forðast hörmungarástand,“ segir Lydia Zigomo, svæðisstjóri Oxfam.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent