Gæti tekið vikur að hreinsa upp alla olíuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júlí 2019 11:00 Frá slysstað á Öxnadalsheiði í gær. Mynd/Aðsend Framkvæmdastjóri Olíudreifingar, sem gerir út olíuflutningabílinn sem valt á Öxnadalsheiði í gær, segir að hreinsunarstarf á vettvangi muni standa yfir næstu daga – og jafnvel næstu vikur. Þrettán þúsund lítrar af olíu láku út í umhverfið á slysstað en hreinsun beinist aðallega að læk í grennd við þjóðveginn. Þá sé líðan ökumannsins, sem fluttur var alvarlega slasaður á sjúkrahús, betri en á horfðist í fyrstu. Slysið varð um hádegisbil í gær þegar olíuflutningabíll Olíudreifingar valt með 30 þúsund lítra af olíu í tankinum. Slökkviliðið á Akureyri, lögregla og fulltrúar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands voru kallaðir út á slysstað.Olía lekur enn þá út í lækinn Starfsmenn Olíudreifingar hafa auk þess sinnt hreinsunarstarfi á slysstað síðan í gær. Hörður Gunnarsson framkvæmdastjóri Olíudreifingar segir í samtali við Vísi að enn sé unnið á vettvangi en ekki sé hægt að segja til um það hversu langan tíma hreinsunarstarfið muni taka. „Það getur þess vegna staðið yfir í nokkra daga og vikur ef því er að skipta.“Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar.Vísir/BaldurHörður segir að nú sé gróflega áætlað að 17 þúsund lítrum af olíu hafi verið dælt upp úr bílnum, líkt og fram kom í gær. Þannig hafi restin, um 13 þúsund lítrar, lekið út í umhverfið. Hreinsunarstarfið miðist að því að safna þessum 13 þúsund lítrum. Hörður segir það ganga greiðlega. „Við höfum stíflað þennan læk, það var gert strax í byrjun, sem bjargaði okkur frá stærri spjöllum heldur en orðið hafa. Í þennan læk berst töluvert eldsneyti enn þá og við föngum það með flotgirðingu,“ segir Hörður. Jarðvegurinn ekki nógu þéttur Eftir nóttina hafi safnast töluvert eldsneyti í sérstaka safnþró og því verði dælt upp í dag. Þá er einnig notast við sérstök ísogsefni við hreinsunina og í dag verður komið fyrir tæki sem veiðir olíu ofan af vatni og dælir henni frá. „Við vitum ekki hversu miklu við náum upp af því sem fór þarna niður. En við munum vakta það og dæla því upp jafnóðum næstu daga.“ Hörður segir að lækurinn sé í raun eina greiða leiðin sem hreinsunarmenn hafi að olíunni. Jarðvegurinn á slysstað er hrjúfur og eldsneytið hripar því niður í vatnið fyrir neðan. Því hafi nánast enginn jarðvegur verið fjarlægður í gær þar sem hann fangar eldsneytið illa.Slökkvilið Akureyrar var á meðal fyrstu viðbragðsaðila á vettvang í gær.Mynd/AðsendHeimsóttu bílstjórann í gærkvöldi Bílstjóri olíuflutningabílsins var fluttur alvarlega slasaður með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri. Hörður segir að líðan hans sé mun betri en á horfðist í fyrstu. „Við heimsóttum hann í gærkvöldi. Það er mun betra útlit með hann en við fengum fyrstu fréttir af. Eins og staðan var á honum í gær mun hann ná fullum bata.“ Lögreglan á Norðurlandi vestra hafði ekki upplýsingar um tildrög slyssins í morgun. Hörður segir fyrirtækið ekki heldur hafa verið upplýst um það en ítrekar að bíllinn hafi uppfyllt allar kröfur, bílstjórinn hafi haft öll réttindi og vinnutímar hans hafi verið innan leyfilegra marka. Akrahreppur Hörgársveit Samgönguslys Umhverfismál Tengdar fréttir Umferðarslys á Öxnadalsheiði: Stífluðu ána eftir að olía hafði lekið þangað Náðu að hefta lekann úr bílnum. 24. júlí 2019 13:39 Þyrlan var afturkölluð vegna slyssins Liggur á sjúkrahúsi á Akureyri. 24. júlí 2019 14:33 Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. 24. júlí 2019 11:50 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Framkvæmdastjóri Olíudreifingar, sem gerir út olíuflutningabílinn sem valt á Öxnadalsheiði í gær, segir að hreinsunarstarf á vettvangi muni standa yfir næstu daga – og jafnvel næstu vikur. Þrettán þúsund lítrar af olíu láku út í umhverfið á slysstað en hreinsun beinist aðallega að læk í grennd við þjóðveginn. Þá sé líðan ökumannsins, sem fluttur var alvarlega slasaður á sjúkrahús, betri en á horfðist í fyrstu. Slysið varð um hádegisbil í gær þegar olíuflutningabíll Olíudreifingar valt með 30 þúsund lítra af olíu í tankinum. Slökkviliðið á Akureyri, lögregla og fulltrúar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands voru kallaðir út á slysstað.Olía lekur enn þá út í lækinn Starfsmenn Olíudreifingar hafa auk þess sinnt hreinsunarstarfi á slysstað síðan í gær. Hörður Gunnarsson framkvæmdastjóri Olíudreifingar segir í samtali við Vísi að enn sé unnið á vettvangi en ekki sé hægt að segja til um það hversu langan tíma hreinsunarstarfið muni taka. „Það getur þess vegna staðið yfir í nokkra daga og vikur ef því er að skipta.“Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar.Vísir/BaldurHörður segir að nú sé gróflega áætlað að 17 þúsund lítrum af olíu hafi verið dælt upp úr bílnum, líkt og fram kom í gær. Þannig hafi restin, um 13 þúsund lítrar, lekið út í umhverfið. Hreinsunarstarfið miðist að því að safna þessum 13 þúsund lítrum. Hörður segir það ganga greiðlega. „Við höfum stíflað þennan læk, það var gert strax í byrjun, sem bjargaði okkur frá stærri spjöllum heldur en orðið hafa. Í þennan læk berst töluvert eldsneyti enn þá og við föngum það með flotgirðingu,“ segir Hörður. Jarðvegurinn ekki nógu þéttur Eftir nóttina hafi safnast töluvert eldsneyti í sérstaka safnþró og því verði dælt upp í dag. Þá er einnig notast við sérstök ísogsefni við hreinsunina og í dag verður komið fyrir tæki sem veiðir olíu ofan af vatni og dælir henni frá. „Við vitum ekki hversu miklu við náum upp af því sem fór þarna niður. En við munum vakta það og dæla því upp jafnóðum næstu daga.“ Hörður segir að lækurinn sé í raun eina greiða leiðin sem hreinsunarmenn hafi að olíunni. Jarðvegurinn á slysstað er hrjúfur og eldsneytið hripar því niður í vatnið fyrir neðan. Því hafi nánast enginn jarðvegur verið fjarlægður í gær þar sem hann fangar eldsneytið illa.Slökkvilið Akureyrar var á meðal fyrstu viðbragðsaðila á vettvang í gær.Mynd/AðsendHeimsóttu bílstjórann í gærkvöldi Bílstjóri olíuflutningabílsins var fluttur alvarlega slasaður með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri. Hörður segir að líðan hans sé mun betri en á horfðist í fyrstu. „Við heimsóttum hann í gærkvöldi. Það er mun betra útlit með hann en við fengum fyrstu fréttir af. Eins og staðan var á honum í gær mun hann ná fullum bata.“ Lögreglan á Norðurlandi vestra hafði ekki upplýsingar um tildrög slyssins í morgun. Hörður segir fyrirtækið ekki heldur hafa verið upplýst um það en ítrekar að bíllinn hafi uppfyllt allar kröfur, bílstjórinn hafi haft öll réttindi og vinnutímar hans hafi verið innan leyfilegra marka.
Akrahreppur Hörgársveit Samgönguslys Umhverfismál Tengdar fréttir Umferðarslys á Öxnadalsheiði: Stífluðu ána eftir að olía hafði lekið þangað Náðu að hefta lekann úr bílnum. 24. júlí 2019 13:39 Þyrlan var afturkölluð vegna slyssins Liggur á sjúkrahúsi á Akureyri. 24. júlí 2019 14:33 Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. 24. júlí 2019 11:50 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Umferðarslys á Öxnadalsheiði: Stífluðu ána eftir að olía hafði lekið þangað Náðu að hefta lekann úr bílnum. 24. júlí 2019 13:39
Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. 24. júlí 2019 11:50