Umferð um Múlagöng að róast Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2019 16:29 Úr vefmyndavél Vegagerðarinnar má sjá að umferð í gegnum Múlagöng er farin að róast. Skjáskot Þung umferð hefur verið í gegnum Múlagöng í dag eftir að veginum um Öxnadalsheiði var lokað vegna bílveltu í hádeginu. Lögreglan hefur stýrt bílaumferð í gegnum göngin og hleypt bílum inn í hollum. Fyrir vikið hafa myndast langar bílaraðir við báða munna gangnanna, sem þó eru farnar að styttast að mati lögreglunnar á Dalvík. Tvö slys hafa varpað skugga á umferðina á Norðurlandi í dag. Fólksbíll valt á Ólafsfjarðarvegi í hádeginu og slasaðist ökumaður bílsins, sem fluttur hefur verið á sjúkrahús á Akureyri til aðhlynningar. Í fyrrnefndu slysi á Öxnadalsheiði valt olíuflutningabíll með þeim afleiðingum að um 17 þúsund lítrar af olíu láku úr tanki hans. Viðbragðsaðilar lokuðu veginum yfir heiðina meðan á aðgerðum þeirra stóð og áætlar Vegagerðin að vegurinn opni aftur um „kvöldmatarleytið,“ eins og það er orðað.Öxnadalsheiði er lokuð vegna umferðarslyss. Vonast er til að vegurinn opni um kvöldmatarleitið. Bent er á hjáleið fyrir Tröllaskaga, gegnum Ólafsfjörð. #lokað— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) July 24, 2019 Á meðan var umferðinni beint um Ólafsfjarðargöng og féll það fyrst um sinn í skaut lögreglunnar að stýra umferð um göngin. Í samtali við Vísi segir lögreglumaður á Dalvík að umferðin sé farin að róast, eftir töluvert álag í dag. Komið var upp sjálfstýrðri umferðarslá við munna gangnanna og útskýrir lögreglumaðurinn að ökumaður sem kemur að slánni, í þann mund sem hún er að síga niður, þurfi að bíða í um 15 mínútur eftir að hún lyftist aftur. Það gefi ökumönnum við hinn munna gangnanna nægan tíma til að aka í gegnum göngin og komi í veg fyrir að bílar festist í göngunum- „en það þýðir auðvitað líka að aðrir þurfa að bíða svolítið,“ segir lögreglumaðurinn. Hann segist þó ekki geta áætlað hversu margir bílar hafi komist í gegnum göngin í hverju holli, það fari allt eftir því hversu vakandi ökumenn eru þegar sláin fer upp aftur. Helsti flöskuhálsinn virðist vera þegar ökumenn ná ekki að halda jöfnum hraða í gegnum göngin, þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Sem fyrr segir er farið að draga úr umferð í gegnum göngin og gert ráð fyrir að vegurinn um Öxnadalsheiði verði aftur opnaður í kvöld. Dalvíkurbyggð Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. 24. júlí 2019 11:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Þung umferð hefur verið í gegnum Múlagöng í dag eftir að veginum um Öxnadalsheiði var lokað vegna bílveltu í hádeginu. Lögreglan hefur stýrt bílaumferð í gegnum göngin og hleypt bílum inn í hollum. Fyrir vikið hafa myndast langar bílaraðir við báða munna gangnanna, sem þó eru farnar að styttast að mati lögreglunnar á Dalvík. Tvö slys hafa varpað skugga á umferðina á Norðurlandi í dag. Fólksbíll valt á Ólafsfjarðarvegi í hádeginu og slasaðist ökumaður bílsins, sem fluttur hefur verið á sjúkrahús á Akureyri til aðhlynningar. Í fyrrnefndu slysi á Öxnadalsheiði valt olíuflutningabíll með þeim afleiðingum að um 17 þúsund lítrar af olíu láku úr tanki hans. Viðbragðsaðilar lokuðu veginum yfir heiðina meðan á aðgerðum þeirra stóð og áætlar Vegagerðin að vegurinn opni aftur um „kvöldmatarleytið,“ eins og það er orðað.Öxnadalsheiði er lokuð vegna umferðarslyss. Vonast er til að vegurinn opni um kvöldmatarleitið. Bent er á hjáleið fyrir Tröllaskaga, gegnum Ólafsfjörð. #lokað— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) July 24, 2019 Á meðan var umferðinni beint um Ólafsfjarðargöng og féll það fyrst um sinn í skaut lögreglunnar að stýra umferð um göngin. Í samtali við Vísi segir lögreglumaður á Dalvík að umferðin sé farin að róast, eftir töluvert álag í dag. Komið var upp sjálfstýrðri umferðarslá við munna gangnanna og útskýrir lögreglumaðurinn að ökumaður sem kemur að slánni, í þann mund sem hún er að síga niður, þurfi að bíða í um 15 mínútur eftir að hún lyftist aftur. Það gefi ökumönnum við hinn munna gangnanna nægan tíma til að aka í gegnum göngin og komi í veg fyrir að bílar festist í göngunum- „en það þýðir auðvitað líka að aðrir þurfa að bíða svolítið,“ segir lögreglumaðurinn. Hann segist þó ekki geta áætlað hversu margir bílar hafi komist í gegnum göngin í hverju holli, það fari allt eftir því hversu vakandi ökumenn eru þegar sláin fer upp aftur. Helsti flöskuhálsinn virðist vera þegar ökumenn ná ekki að halda jöfnum hraða í gegnum göngin, þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Sem fyrr segir er farið að draga úr umferð í gegnum göngin og gert ráð fyrir að vegurinn um Öxnadalsheiði verði aftur opnaður í kvöld.
Dalvíkurbyggð Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. 24. júlí 2019 11:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. 24. júlí 2019 11:50