Ástralir færðir fyrir fréttafólk í hlekkjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2019 23:08 Áströlsku mennirnir tveir reyna að skýla andlitum sínum fyrir myndavélunum. skjáskot Lögreglan í Balí leiddi tvo ástralska menn, sem voru handteknir fyrir viku síðan vegna gruns um kókaín neyslu og -vörslu, fram fyrir fréttafólk og sýndi þá fyrir því. Indónesíska lögregluembættið ætlar að ákæra mennina tvo og leita nú þriðja manns sem grunaður er um sömu glæpi eftir röð eiturlyfjaleita í Canggu þorpinu, sem er vinsæll skemmtistaða bær á Balí. Mennirnir tveir, sem hafa verið nafngreindir sem William Cabantong, 35 ára, og David Ban Iersel, 38 ára, voru leiddir út af lögreglustöðinni fram fyrir fréttafólk, samhliða balískum mönnum sem grunaðir eru um fíkniefnabrot, og voru þeir með keðjur bæði um úlnliði og ökkla. Lögreglan handtók þá eftir að hafa borist ábending og segir að 1,12 grömm af kókaíni hafi fundist í vasa annars mannanna auk framleiðslubúnaðar, þar á meðal bilaðrar vigtar. Samkvæmt lögreglu keyptu mennirnir 2 grömm af efninu fyrir 26 þúsund íslenskar krónur. Tvímenningarnir hafa gengist undir yfirheyrslur og próf í marga daga í fangelsinu. Lögregla segir blóðprufu hafa flett ofan af því að bæði Cabantong og Van Iersel notuðu kókaín. Lögreglustjórinn í Denpasar, Ruddi Setiawan, sagði við fréttafólk: „Við hvetjum ferðamenn, heimamenn og útlendinga að koma hingað í frí. Ekki koma til að halda eiturlyfjapartý eða til að nota eiturlyf.“ „Við munum refsa útlendingum harðlega ef þeir veita viðnám. Við munum ekki vera miskunnsamir.“ Búist er við að mennirnir verði ákærðir fyrir brot á indónesísku lagagreininni 112, lagabálki sem fjallar um eiturlyfjavörslu. Verði þeir sakfelldir geta þeir átt yfir höfði sér 4 til 12 ára fangelsisvist auk sjö milljóna króna sekt. Eftir því sem best er vitað unnu bæði Cabantong og Van Iersel sem stjórnendur skemmtistaða á meðan þeir bjuggu í Ástralíu, áður en þeir ferðuðust til Balí. Indónesía er þekkt fyrir stranga eiturlyfjalöggjöf. Árið 2017, fyrirskipaði Joko Widodo, forseti landsins, lögreglunni að skjóta eiturlyfjasmyglara. Hann sagði: „Verið strangir, sérstaklega við erlenda eiturlyfjasmyglara sem koma inn í landið og streitast við handtöku. Skjótið þá vegna þess að við eigum vissulega í eiturlyfjaneyðarástandi eins og er.“ Ástralía Indónesía Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Lögreglan í Balí leiddi tvo ástralska menn, sem voru handteknir fyrir viku síðan vegna gruns um kókaín neyslu og -vörslu, fram fyrir fréttafólk og sýndi þá fyrir því. Indónesíska lögregluembættið ætlar að ákæra mennina tvo og leita nú þriðja manns sem grunaður er um sömu glæpi eftir röð eiturlyfjaleita í Canggu þorpinu, sem er vinsæll skemmtistaða bær á Balí. Mennirnir tveir, sem hafa verið nafngreindir sem William Cabantong, 35 ára, og David Ban Iersel, 38 ára, voru leiddir út af lögreglustöðinni fram fyrir fréttafólk, samhliða balískum mönnum sem grunaðir eru um fíkniefnabrot, og voru þeir með keðjur bæði um úlnliði og ökkla. Lögreglan handtók þá eftir að hafa borist ábending og segir að 1,12 grömm af kókaíni hafi fundist í vasa annars mannanna auk framleiðslubúnaðar, þar á meðal bilaðrar vigtar. Samkvæmt lögreglu keyptu mennirnir 2 grömm af efninu fyrir 26 þúsund íslenskar krónur. Tvímenningarnir hafa gengist undir yfirheyrslur og próf í marga daga í fangelsinu. Lögregla segir blóðprufu hafa flett ofan af því að bæði Cabantong og Van Iersel notuðu kókaín. Lögreglustjórinn í Denpasar, Ruddi Setiawan, sagði við fréttafólk: „Við hvetjum ferðamenn, heimamenn og útlendinga að koma hingað í frí. Ekki koma til að halda eiturlyfjapartý eða til að nota eiturlyf.“ „Við munum refsa útlendingum harðlega ef þeir veita viðnám. Við munum ekki vera miskunnsamir.“ Búist er við að mennirnir verði ákærðir fyrir brot á indónesísku lagagreininni 112, lagabálki sem fjallar um eiturlyfjavörslu. Verði þeir sakfelldir geta þeir átt yfir höfði sér 4 til 12 ára fangelsisvist auk sjö milljóna króna sekt. Eftir því sem best er vitað unnu bæði Cabantong og Van Iersel sem stjórnendur skemmtistaða á meðan þeir bjuggu í Ástralíu, áður en þeir ferðuðust til Balí. Indónesía er þekkt fyrir stranga eiturlyfjalöggjöf. Árið 2017, fyrirskipaði Joko Widodo, forseti landsins, lögreglunni að skjóta eiturlyfjasmyglara. Hann sagði: „Verið strangir, sérstaklega við erlenda eiturlyfjasmyglara sem koma inn í landið og streitast við handtöku. Skjótið þá vegna þess að við eigum vissulega í eiturlyfjaneyðarástandi eins og er.“
Ástralía Indónesía Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira