Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2019 21:08 Kam McLeod og Bryer Schmegelsky eru grunaðir um að hafa myrt ungt par á ferðalagi. RCMP Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Á föstudag fannst húsbíll æskuvinanna Kam McLeod, 19 ára, og Bryer Schmegelsky, 18 ára, brunninn til kaldra kola við sama veg og lík parsins. Lögregla segir að sést hafi til McLeod og Schmegelsky keyra út ú héraðinu og eru nú grunaðir um að hafa myrt parið. Áður voru þeir taldir týndir og hafði lögreglan ýjað að því að þeir gætu verið fórnarlömb sama morðingja og parið varð fyrir. Enn annað lík fannst nærri brenndum húsbíl ungu mannanna en ekki hefur tekist að bera kennsl á það.Sjá einnig: Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðannaÍ tilkynningu frá kanadísku lögreglunni (RCMP) á fimmtudag stóð: „Vegna nýjustu hræringa í málinu eru Kam og Bryer ekki taldir týndir. RCMP grunar að Kam McLeod og Bryer Sccmegelsky séu gerendur í morðunum á Lucas Fowler og Chynnu Deese og í grunsamlegu dauðsfalli Dease vatns mannsins.“ Ástralinn Lucas Fowler, 23 ára, og ameríkaninn Chynna Deese, 24 ára, voru á tveggja vikna löngu ferðalagi um Kanada en Fowler hafði verið að vinna þar.Parið fannst látið eftir að hafa verið skotið til bana við Alaska þjóðvegin 20 km. Suður af Liard hverunum sem er vinsæll ferðamannastaður. Lögreglan telur að þau hafi verið myrt aðfaranótt 14. júlí. Bíllinn þeirra fannst skammt frá líkunum og sögðu vitni við fréttamiðla fyrr í vikunni að parið hafi sést við vegkantinn eftir að bíllinn hafði bilað. Ekkert hefur heyrst til McLeod og Schmegelsky frá því í síðustu viku þegar þeir voru á leið til Yukon svæðisins vegna vinnu og hafa þeir ekki haft samband við fjölskyldur sínar síðan þá. Lögregla segir að þeir hafi sést keyra gráan Toyota Rav 4 af árgerð 2011 í gegn um norðurhluta Saskatchewan. Lögreglan veit ekki hver áfangastaður þeirra sé og hefur varað almenning við því að þeir séu „taldir hættulegir“ og ekki eigi að nálgast þá. Líkið sem fannst skammt frá húsbíl McLeod og Scmegelsky var brunnið og hefur enn ekki verið borið kennsl á það en talið er að það sé maður á sextugs- eða sjötugsaldri. „Það er óvíst að svo stöddu hvernig látni maðurinn gæti verið tengdur bílbrunanum eða mönnunum tveimur sem er saknað,“ sagði talsmaður lögreglu í tilkynningu.#NorthernRockies #NorthDistrict #DeaseLake - Police request the public's assistance in locating the suspects connected to Northern BC investigations https://t.co/p7Q9ouTsSN pic.twitter.com/K9dcN5scKL— BCRCMP (@BCRCMP) July 23, 2019 Kanada Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Sjá meira
Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Á föstudag fannst húsbíll æskuvinanna Kam McLeod, 19 ára, og Bryer Schmegelsky, 18 ára, brunninn til kaldra kola við sama veg og lík parsins. Lögregla segir að sést hafi til McLeod og Schmegelsky keyra út ú héraðinu og eru nú grunaðir um að hafa myrt parið. Áður voru þeir taldir týndir og hafði lögreglan ýjað að því að þeir gætu verið fórnarlömb sama morðingja og parið varð fyrir. Enn annað lík fannst nærri brenndum húsbíl ungu mannanna en ekki hefur tekist að bera kennsl á það.Sjá einnig: Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðannaÍ tilkynningu frá kanadísku lögreglunni (RCMP) á fimmtudag stóð: „Vegna nýjustu hræringa í málinu eru Kam og Bryer ekki taldir týndir. RCMP grunar að Kam McLeod og Bryer Sccmegelsky séu gerendur í morðunum á Lucas Fowler og Chynnu Deese og í grunsamlegu dauðsfalli Dease vatns mannsins.“ Ástralinn Lucas Fowler, 23 ára, og ameríkaninn Chynna Deese, 24 ára, voru á tveggja vikna löngu ferðalagi um Kanada en Fowler hafði verið að vinna þar.Parið fannst látið eftir að hafa verið skotið til bana við Alaska þjóðvegin 20 km. Suður af Liard hverunum sem er vinsæll ferðamannastaður. Lögreglan telur að þau hafi verið myrt aðfaranótt 14. júlí. Bíllinn þeirra fannst skammt frá líkunum og sögðu vitni við fréttamiðla fyrr í vikunni að parið hafi sést við vegkantinn eftir að bíllinn hafði bilað. Ekkert hefur heyrst til McLeod og Schmegelsky frá því í síðustu viku þegar þeir voru á leið til Yukon svæðisins vegna vinnu og hafa þeir ekki haft samband við fjölskyldur sínar síðan þá. Lögregla segir að þeir hafi sést keyra gráan Toyota Rav 4 af árgerð 2011 í gegn um norðurhluta Saskatchewan. Lögreglan veit ekki hver áfangastaður þeirra sé og hefur varað almenning við því að þeir séu „taldir hættulegir“ og ekki eigi að nálgast þá. Líkið sem fannst skammt frá húsbíl McLeod og Scmegelsky var brunnið og hefur enn ekki verið borið kennsl á það en talið er að það sé maður á sextugs- eða sjötugsaldri. „Það er óvíst að svo stöddu hvernig látni maðurinn gæti verið tengdur bílbrunanum eða mönnunum tveimur sem er saknað,“ sagði talsmaður lögreglu í tilkynningu.#NorthernRockies #NorthDistrict #DeaseLake - Police request the public's assistance in locating the suspects connected to Northern BC investigations https://t.co/p7Q9ouTsSN pic.twitter.com/K9dcN5scKL— BCRCMP (@BCRCMP) July 23, 2019
Kanada Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Sjá meira