Mótmælendur í Hong Kong ætla að bjóða árásarmönnum byrginn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2019 18:29 Lýðræðissinni skrifar slagorð á vegg í Hong Kong. getty/Billy H.C. Kwok Mótmælendur í Hong Kong hafa heitið því að bjóða ódæðismönnunum sem réðust á þá um helgina byrginn. Reiði gagnvart lögreglunni og yfirvöldum hefur farið vaxandi. Mótmælendur hafa sótt um leifi til að halda fjöldafundi á laugardag í Yuen Long hverfinu, þar sem hópur hvítklæddra manna með grímur fyrir vitunum réðst á þá á lestarstöð og notuðu tré súlur og járnstangir til að berja bæði mótmælendur og aðra, sem varð til þess að 45 manns lentu á spítala. Lögreglan þótti heldur svifasein en hún mætti ekki á svæðið fyrr en árásarmennirnir voru búnir að forða sér.Sjá einnig: Myndbönd af grímuklæddum árásarmönnum vekja óhug í Hong KongMyndskeið af árásinni þar sem árásarmennirnir sjást meðal annars berja barnshafandi konu, mótmælendur barðir og sparkað í þá og aðrir ferðalangar heyrast öskra og gráta á meðan þeir reyna að skýla sér, var birt á sunnudagskvöld. Myndbandið vakti upp mikla gremju og kynti undir reiði mótmælenda, sem kröfðust svara frá yfirvöldum hvers vegna ofbeldið hafi ekki verið stöðvað. Max Chung, sem skilaði inn umsókninni til lögreglunnar, sagði: „Við viljum sýna almenningi og alþjóðasamfélaginu að við, Hong Kong búar, munum aldrei gefast upp þegar við stöndum andspænis hryðjuverkum… Til að sýna samstöðu okkar og neita hryðjuverkum verðum við að bjóða þeim byrginn.“ Skipuleggjendur búast við viðbrögðum frá lögreglunni seinna í vikunni. „Yuen Long varð fyrir hryðjuverkaárás og við eigum engra kosta völ en að yfirtaka hverfið á ný,“ sagði Chung. Mótmælendur, sem upprunalega leituðu út á götur borgarinnar vegna umdeilds lagafrumvarps sem leift hefði framsal einstaklinga frá Hong Kong til meginlands Kína, eru nú farnir að krefjast nýrra hluta, svo sem að notkun lögreglu á gúmmíkúlum gegn mótmælendum verði rannsökuð, auk notkunar táragass og líkamlegt ofbeldi gegn mótmælendum.Sjá einnig: Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong KongMótmælendur eru lögreglunni reiðir vegna hægra viðbragða við árásinni í Yuen Long og rannsóknar málsins. Aðeins sex manns hafa verið handteknir fyrir ólöglega samkomu. Einnig hafa yfirvöld verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki fordæmt árásina nógu harkalega. Leiðtogi Hong Kong, Carrie Lam, sagði að „hneykslanlegt ofbeldið“ í Yuan Long yrði rannsakað, en flest ummæli hennar snerust um að gagnrýna mótmælendur. Hong Kong Tengdar fréttir Áfram mótmælt í Hong Kong Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Mótmælin fóru fram í borginni Sha Tin sem liggur við landamæri Kína og Hong Kong. 14. júlí 2019 14:47 Leggja hið umdeilda frumvarp ekki fram á ný Frumvarp stjórnvalda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína er nú "dautt“. Þetta sagði Carrie Lam, æðsti stjórnandi borgarinnar, í gær. Áður hafði hún sagt að frumvarpið myndi "deyja á næsta ári“. 10. júlí 2019 06:30 Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36 Mótmælendur í Hong Kong unnu spjöll í þinginu Mannfjöldinn braut glervegg á þinghúsinu og braust inn í aðalsal þess. 1. júlí 2019 15:19 Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. 3. júlí 2019 08:15 Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Mótmælendur í Hong Kong hafa heitið því að bjóða ódæðismönnunum sem réðust á þá um helgina byrginn. Reiði gagnvart lögreglunni og yfirvöldum hefur farið vaxandi. Mótmælendur hafa sótt um leifi til að halda fjöldafundi á laugardag í Yuen Long hverfinu, þar sem hópur hvítklæddra manna með grímur fyrir vitunum réðst á þá á lestarstöð og notuðu tré súlur og járnstangir til að berja bæði mótmælendur og aðra, sem varð til þess að 45 manns lentu á spítala. Lögreglan þótti heldur svifasein en hún mætti ekki á svæðið fyrr en árásarmennirnir voru búnir að forða sér.Sjá einnig: Myndbönd af grímuklæddum árásarmönnum vekja óhug í Hong KongMyndskeið af árásinni þar sem árásarmennirnir sjást meðal annars berja barnshafandi konu, mótmælendur barðir og sparkað í þá og aðrir ferðalangar heyrast öskra og gráta á meðan þeir reyna að skýla sér, var birt á sunnudagskvöld. Myndbandið vakti upp mikla gremju og kynti undir reiði mótmælenda, sem kröfðust svara frá yfirvöldum hvers vegna ofbeldið hafi ekki verið stöðvað. Max Chung, sem skilaði inn umsókninni til lögreglunnar, sagði: „Við viljum sýna almenningi og alþjóðasamfélaginu að við, Hong Kong búar, munum aldrei gefast upp þegar við stöndum andspænis hryðjuverkum… Til að sýna samstöðu okkar og neita hryðjuverkum verðum við að bjóða þeim byrginn.“ Skipuleggjendur búast við viðbrögðum frá lögreglunni seinna í vikunni. „Yuen Long varð fyrir hryðjuverkaárás og við eigum engra kosta völ en að yfirtaka hverfið á ný,“ sagði Chung. Mótmælendur, sem upprunalega leituðu út á götur borgarinnar vegna umdeilds lagafrumvarps sem leift hefði framsal einstaklinga frá Hong Kong til meginlands Kína, eru nú farnir að krefjast nýrra hluta, svo sem að notkun lögreglu á gúmmíkúlum gegn mótmælendum verði rannsökuð, auk notkunar táragass og líkamlegt ofbeldi gegn mótmælendum.Sjá einnig: Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong KongMótmælendur eru lögreglunni reiðir vegna hægra viðbragða við árásinni í Yuen Long og rannsóknar málsins. Aðeins sex manns hafa verið handteknir fyrir ólöglega samkomu. Einnig hafa yfirvöld verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki fordæmt árásina nógu harkalega. Leiðtogi Hong Kong, Carrie Lam, sagði að „hneykslanlegt ofbeldið“ í Yuan Long yrði rannsakað, en flest ummæli hennar snerust um að gagnrýna mótmælendur.
Hong Kong Tengdar fréttir Áfram mótmælt í Hong Kong Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Mótmælin fóru fram í borginni Sha Tin sem liggur við landamæri Kína og Hong Kong. 14. júlí 2019 14:47 Leggja hið umdeilda frumvarp ekki fram á ný Frumvarp stjórnvalda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína er nú "dautt“. Þetta sagði Carrie Lam, æðsti stjórnandi borgarinnar, í gær. Áður hafði hún sagt að frumvarpið myndi "deyja á næsta ári“. 10. júlí 2019 06:30 Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36 Mótmælendur í Hong Kong unnu spjöll í þinginu Mannfjöldinn braut glervegg á þinghúsinu og braust inn í aðalsal þess. 1. júlí 2019 15:19 Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. 3. júlí 2019 08:15 Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Áfram mótmælt í Hong Kong Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong í dag. Mótmælin fóru fram í borginni Sha Tin sem liggur við landamæri Kína og Hong Kong. 14. júlí 2019 14:47
Leggja hið umdeilda frumvarp ekki fram á ný Frumvarp stjórnvalda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína er nú "dautt“. Þetta sagði Carrie Lam, æðsti stjórnandi borgarinnar, í gær. Áður hafði hún sagt að frumvarpið myndi "deyja á næsta ári“. 10. júlí 2019 06:30
Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36
Mótmælendur í Hong Kong unnu spjöll í þinginu Mannfjöldinn braut glervegg á þinghúsinu og braust inn í aðalsal þess. 1. júlí 2019 15:19
Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. 3. júlí 2019 08:15
Sprengiefni talin vera á vegum mótmælenda í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong rannsakar nú hvort að sprengiefnafarmur sem fannst í gær tengist mótmælunum sem hafa farið fram síðan um miðjan júní. 20. júlí 2019 11:58