Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. júlí 2019 13:51 Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. Samsett mynd Í tilefni af því að Boris Johnson var fyrir hádegi valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands hafa nokkrir breskir spaugarar birt fyndin myndskeið frá ýmsum tímabilum í lífi Johnsons við afar furðulegar aðstæður.Sjá nánar:Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherraEitt myndbandanna sem er komið í heilmikla dreifingu á ný er af því þegar Johnson festist í vírkláfi á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Hann renndi sér í kláfinum með miklum tilþrifum og veifaði tveimur breskum fánum á meðan en gamanið kárnaði þegar honum varð ljóst að hann var í raun pikkfastur. Í einu myndskeiði sést Johnson á fullu spani í ruðningsleik en hann þykir hafa tekið heldur gróflega á ungum mótherja sínum en Johnson tæklaði hann af öllu afli í jörðina. Í knattspyrnuleik sem hann tók þátt í náðist grátbroslegt atvik á myndband en þar sést hann á einum stað ætla sér að skalla boltann en bregst bogalistin því hann hitti ekki boltann en hæfði mótherja sinn aftur á móti beint í punginn.Myndband sem sýnir Johnson spjalla við háttsettan diplómata Caroline Wilson um borð í flugvél á leið frá Portúgal til Frakklands sýnir Johnson spreyta sig á frönsku. Hann bar ræðu sem hugðist flytja í París undir Wilson. Hann sagði að ræðan væri ekki nógu skemmtileg og að hann þyrfti að bæta við nokkrum bröndurum. Á svipbrigðum Wilsons mátti sjá að henni þótti ekki mikið til frönskukunnáttu Johnson koma og spurði hann hvort hann ætlaði sér í alvörunni að fjalla um utanríkismál á frönsku. Hún stakk upp á því að hann myndi þess í stað bara einungis lesa fyrirsagnirnar á frönsku. Johnson hélt nú ekki. „Þau elska þegar ég tala frönsku.“ Bretland Brexit Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Í tilefni af því að Boris Johnson var fyrir hádegi valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands hafa nokkrir breskir spaugarar birt fyndin myndskeið frá ýmsum tímabilum í lífi Johnsons við afar furðulegar aðstæður.Sjá nánar:Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherraEitt myndbandanna sem er komið í heilmikla dreifingu á ný er af því þegar Johnson festist í vírkláfi á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Hann renndi sér í kláfinum með miklum tilþrifum og veifaði tveimur breskum fánum á meðan en gamanið kárnaði þegar honum varð ljóst að hann var í raun pikkfastur. Í einu myndskeiði sést Johnson á fullu spani í ruðningsleik en hann þykir hafa tekið heldur gróflega á ungum mótherja sínum en Johnson tæklaði hann af öllu afli í jörðina. Í knattspyrnuleik sem hann tók þátt í náðist grátbroslegt atvik á myndband en þar sést hann á einum stað ætla sér að skalla boltann en bregst bogalistin því hann hitti ekki boltann en hæfði mótherja sinn aftur á móti beint í punginn.Myndband sem sýnir Johnson spjalla við háttsettan diplómata Caroline Wilson um borð í flugvél á leið frá Portúgal til Frakklands sýnir Johnson spreyta sig á frönsku. Hann bar ræðu sem hugðist flytja í París undir Wilson. Hann sagði að ræðan væri ekki nógu skemmtileg og að hann þyrfti að bæta við nokkrum bröndurum. Á svipbrigðum Wilsons mátti sjá að henni þótti ekki mikið til frönskukunnáttu Johnson koma og spurði hann hvort hann ætlaði sér í alvörunni að fjalla um utanríkismál á frönsku. Hún stakk upp á því að hann myndi þess í stað bara einungis lesa fyrirsagnirnar á frönsku. Johnson hélt nú ekki. „Þau elska þegar ég tala frönsku.“
Bretland Brexit Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira