Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júlí 2019 10:30 Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar. Skrifstofa sveitarfélagsins er í Þelamerkurskóla. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Yngri kynslóðir landsmanna á þéttbýlissvæðum landsins þekkja varla núorðið hvernig er að búa við mjóa malarvegi, með sínum blindhæðum og beygjum. Það er helst ef farið er út af aðalvegum á ferðalögum um landið yfir sumarið sem borgarbúar kynnast mölinni.Vegurinn í Hörgárdal við bæinn Staðartungu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir marga íbúa í sveitum er þetta ennþá fastur hluti tilverunnar, þar sem fólk getur jafnvel ekki hengt út þvott og þarf að hafa glugga íbúðarhúsa vel þétta til að fá ekki þjóðvegarykið inn í hýbýlin. „Vegirnir eru náttúrlega kapituli út af fyrir sig. Við erum ekkert voðalega ánægðir með stöðuna í þeim málum, satt að segja, og höfum verið töluvert grimm við Vegagerðina og framkvæmdavaldið og fjárveitingavaldið með það að við viljum fá vegabætur. Það bara er alveg lífsnauðsynlegt fyrir okkur,“ segir Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar.Þjóðvegarykið þyrlast upp við bæinn Skriðu og leggur síðan yfir íbúðarhúsið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir áratug var lagt bundið slitlag á fimm kílómetra kafla Hörgárdalsvegar frá Möðruvöllum og fram dalinn, meðal annars framhjá bænum Litla-Dunhaga, og það breytti tilverunni hjá þeim Elsu Ösp Þorvaldsdóttur og Róberti Fanndal Jósavinssyni. „Já, þetta var mikill munur að fá þetta á sínum tíma, man ég var. Man eiginlega ekkert eftir hinu, fannst það svo fáránlegt, það er svo gott að hafa þetta,“ segir Róbert Fanndal.Tilveran breyttist hjá þeim Elsu Ösp og Róberti Fanndal í Litla-Dunhaga þegar þau fengu bundið slitlag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Krafa sveitarstjórans er að fá bundið slitlag á vegi sveitarinnar. „Já, bara bundið slitlag á vegina hér. Það eiga raunverulega bara allir rétt á því, finnst mér. Við erum bara ekki lengur í þessum malarvegum, það er bara svoleiðis. Og við verðum bara að gera stórátak í þessu,“ segir Snorri Finnlaugsson.Hörgárdalsvegur við Litla-Dunhaga. Bundið slitlag var lagt á fimm kílómetra kafla fyrir áratug.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hörgársveit Samgöngur Tengdar fréttir Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00 Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Yngri kynslóðir landsmanna á þéttbýlissvæðum landsins þekkja varla núorðið hvernig er að búa við mjóa malarvegi, með sínum blindhæðum og beygjum. Það er helst ef farið er út af aðalvegum á ferðalögum um landið yfir sumarið sem borgarbúar kynnast mölinni.Vegurinn í Hörgárdal við bæinn Staðartungu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir marga íbúa í sveitum er þetta ennþá fastur hluti tilverunnar, þar sem fólk getur jafnvel ekki hengt út þvott og þarf að hafa glugga íbúðarhúsa vel þétta til að fá ekki þjóðvegarykið inn í hýbýlin. „Vegirnir eru náttúrlega kapituli út af fyrir sig. Við erum ekkert voðalega ánægðir með stöðuna í þeim málum, satt að segja, og höfum verið töluvert grimm við Vegagerðina og framkvæmdavaldið og fjárveitingavaldið með það að við viljum fá vegabætur. Það bara er alveg lífsnauðsynlegt fyrir okkur,“ segir Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar.Þjóðvegarykið þyrlast upp við bæinn Skriðu og leggur síðan yfir íbúðarhúsið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir áratug var lagt bundið slitlag á fimm kílómetra kafla Hörgárdalsvegar frá Möðruvöllum og fram dalinn, meðal annars framhjá bænum Litla-Dunhaga, og það breytti tilverunni hjá þeim Elsu Ösp Þorvaldsdóttur og Róberti Fanndal Jósavinssyni. „Já, þetta var mikill munur að fá þetta á sínum tíma, man ég var. Man eiginlega ekkert eftir hinu, fannst það svo fáránlegt, það er svo gott að hafa þetta,“ segir Róbert Fanndal.Tilveran breyttist hjá þeim Elsu Ösp og Róberti Fanndal í Litla-Dunhaga þegar þau fengu bundið slitlag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Krafa sveitarstjórans er að fá bundið slitlag á vegi sveitarinnar. „Já, bara bundið slitlag á vegina hér. Það eiga raunverulega bara allir rétt á því, finnst mér. Við erum bara ekki lengur í þessum malarvegum, það er bara svoleiðis. Og við verðum bara að gera stórátak í þessu,“ segir Snorri Finnlaugsson.Hörgárdalsvegur við Litla-Dunhaga. Bundið slitlag var lagt á fimm kílómetra kafla fyrir áratug.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hörgársveit Samgöngur Tengdar fréttir Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00 Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00
Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30
Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30