Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2019 10:08 Frá álverinu í Straumsvík. fréttablaðið/ernir Slökkt hefur verið á einum af þremur kerskálum álversins í Straumsvík vegna óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til súráls. Ákveðið var að slökkva á kerskálanum til að tryggja öryggi starfsfólks. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. Upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir að aldrei hafi verið hætta á ferðum. Í tilkynningu segir að fyrst hafi verið slökkt á hálfum kerskála 3 og síðar ákveðið að slökkva einnig á hinum helmingnum. Vonir höfðu staðið til þess á föstudag að ástandið færi að batna í skálanum en svo fór ekki. Rannveig Rist forstjóri ISAL færir starfsfólki þakkir fyrir að bregðast hratt og vel við í þeim aðstæðum sem upp komu nú um helgina. Enn sé jafnframt slökkt á sextán kerjum í kerskálum 1 og 2 en lögð verði áhersla á að koma þeim á „beinu brautina“, líkt og segir í tilkynningunni. 160 ker eru í hverjum kerskála í álverinu.Enginn verði sendur heim Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hafi verið tekin til að bregðast við óstöðugleika í rekstri skálans.Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi.„Þessi óstöðugleiki er fyrst og fremst rakinn til þess að við höfum verið að fá súrál það sem af er þessu ári sem er aðeins öðruvísi en það sem við eigum að venjast. Þessi ákvörðun er tekin til að bregðast við þessum óróa og fyrst og fremst til að tryggja aðstæður og öryggi starfsfólks.“ Það séu aðallega sviptingar á mörkuðum sem valdi þessum hráefnisbreytingum. „Það hafa verið mjög óvenjulegar aðstæður á súrálsmörkuðum í heiminum undanfarið ár. Það geisar ákveðið viðskiptastríð á stóra sviðinu. Svo var mjög stór súrálsverksmiðja í Brasilíu sem lokaði í fyrra þannig að það var skortur á súráli. Menn hafa þurft að bregðast við með öðrum hætti en verið hefur og við erum að finna að einhverju leyti fyrir því.“ Bjarni segir ekki hægt að segja til um það á þessari stundu hversu lengi kerskálinn verði lokaður. Skálinn stendur undir um þriðjungi af framleiðslu álversins en Bjarni segir þó að stöðvunin muni ekki hafa áhrif á starfsfólk, enn sé unnið á svæðinu og ekki þurfi að grípa til þess að senda fólk heim. Var einhvern tímann hætta á ferðum?„Nei. Þetta er ákvörðun sem er tekin til að bregðast við og í raun og veru koma í veg fyrir að slíkar aðstæður skapist.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá upplýsingafulltrúa Rio Tinto á Íslandi. Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Slökkt hefur verið á einum af þremur kerskálum álversins í Straumsvík vegna óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til súráls. Ákveðið var að slökkva á kerskálanum til að tryggja öryggi starfsfólks. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. Upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir að aldrei hafi verið hætta á ferðum. Í tilkynningu segir að fyrst hafi verið slökkt á hálfum kerskála 3 og síðar ákveðið að slökkva einnig á hinum helmingnum. Vonir höfðu staðið til þess á föstudag að ástandið færi að batna í skálanum en svo fór ekki. Rannveig Rist forstjóri ISAL færir starfsfólki þakkir fyrir að bregðast hratt og vel við í þeim aðstæðum sem upp komu nú um helgina. Enn sé jafnframt slökkt á sextán kerjum í kerskálum 1 og 2 en lögð verði áhersla á að koma þeim á „beinu brautina“, líkt og segir í tilkynningunni. 160 ker eru í hverjum kerskála í álverinu.Enginn verði sendur heim Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hafi verið tekin til að bregðast við óstöðugleika í rekstri skálans.Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi.„Þessi óstöðugleiki er fyrst og fremst rakinn til þess að við höfum verið að fá súrál það sem af er þessu ári sem er aðeins öðruvísi en það sem við eigum að venjast. Þessi ákvörðun er tekin til að bregðast við þessum óróa og fyrst og fremst til að tryggja aðstæður og öryggi starfsfólks.“ Það séu aðallega sviptingar á mörkuðum sem valdi þessum hráefnisbreytingum. „Það hafa verið mjög óvenjulegar aðstæður á súrálsmörkuðum í heiminum undanfarið ár. Það geisar ákveðið viðskiptastríð á stóra sviðinu. Svo var mjög stór súrálsverksmiðja í Brasilíu sem lokaði í fyrra þannig að það var skortur á súráli. Menn hafa þurft að bregðast við með öðrum hætti en verið hefur og við erum að finna að einhverju leyti fyrir því.“ Bjarni segir ekki hægt að segja til um það á þessari stundu hversu lengi kerskálinn verði lokaður. Skálinn stendur undir um þriðjungi af framleiðslu álversins en Bjarni segir þó að stöðvunin muni ekki hafa áhrif á starfsfólk, enn sé unnið á svæðinu og ekki þurfi að grípa til þess að senda fólk heim. Var einhvern tímann hætta á ferðum?„Nei. Þetta er ákvörðun sem er tekin til að bregðast við og í raun og veru koma í veg fyrir að slíkar aðstæður skapist.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá upplýsingafulltrúa Rio Tinto á Íslandi.
Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira