Slökkt á kerskála í Straumsvík vegna óróleika Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2019 10:08 Frá álverinu í Straumsvík. fréttablaðið/ernir Slökkt hefur verið á einum af þremur kerskálum álversins í Straumsvík vegna óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til súráls. Ákveðið var að slökkva á kerskálanum til að tryggja öryggi starfsfólks. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. Upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir að aldrei hafi verið hætta á ferðum. Í tilkynningu segir að fyrst hafi verið slökkt á hálfum kerskála 3 og síðar ákveðið að slökkva einnig á hinum helmingnum. Vonir höfðu staðið til þess á föstudag að ástandið færi að batna í skálanum en svo fór ekki. Rannveig Rist forstjóri ISAL færir starfsfólki þakkir fyrir að bregðast hratt og vel við í þeim aðstæðum sem upp komu nú um helgina. Enn sé jafnframt slökkt á sextán kerjum í kerskálum 1 og 2 en lögð verði áhersla á að koma þeim á „beinu brautina“, líkt og segir í tilkynningunni. 160 ker eru í hverjum kerskála í álverinu.Enginn verði sendur heim Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hafi verið tekin til að bregðast við óstöðugleika í rekstri skálans.Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi.„Þessi óstöðugleiki er fyrst og fremst rakinn til þess að við höfum verið að fá súrál það sem af er þessu ári sem er aðeins öðruvísi en það sem við eigum að venjast. Þessi ákvörðun er tekin til að bregðast við þessum óróa og fyrst og fremst til að tryggja aðstæður og öryggi starfsfólks.“ Það séu aðallega sviptingar á mörkuðum sem valdi þessum hráefnisbreytingum. „Það hafa verið mjög óvenjulegar aðstæður á súrálsmörkuðum í heiminum undanfarið ár. Það geisar ákveðið viðskiptastríð á stóra sviðinu. Svo var mjög stór súrálsverksmiðja í Brasilíu sem lokaði í fyrra þannig að það var skortur á súráli. Menn hafa þurft að bregðast við með öðrum hætti en verið hefur og við erum að finna að einhverju leyti fyrir því.“ Bjarni segir ekki hægt að segja til um það á þessari stundu hversu lengi kerskálinn verði lokaður. Skálinn stendur undir um þriðjungi af framleiðslu álversins en Bjarni segir þó að stöðvunin muni ekki hafa áhrif á starfsfólk, enn sé unnið á svæðinu og ekki þurfi að grípa til þess að senda fólk heim. Var einhvern tímann hætta á ferðum?„Nei. Þetta er ákvörðun sem er tekin til að bregðast við og í raun og veru koma í veg fyrir að slíkar aðstæður skapist.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá upplýsingafulltrúa Rio Tinto á Íslandi. Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Slökkt hefur verið á einum af þremur kerskálum álversins í Straumsvík vegna óróleika í rekstri skálans sem rakinn er til súráls. Ákveðið var að slökkva á kerskálanum til að tryggja öryggi starfsfólks. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var starfsmönnum ISAL í dag. Upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir að aldrei hafi verið hætta á ferðum. Í tilkynningu segir að fyrst hafi verið slökkt á hálfum kerskála 3 og síðar ákveðið að slökkva einnig á hinum helmingnum. Vonir höfðu staðið til þess á föstudag að ástandið færi að batna í skálanum en svo fór ekki. Rannveig Rist forstjóri ISAL færir starfsfólki þakkir fyrir að bregðast hratt og vel við í þeim aðstæðum sem upp komu nú um helgina. Enn sé jafnframt slökkt á sextán kerjum í kerskálum 1 og 2 en lögð verði áhersla á að koma þeim á „beinu brautina“, líkt og segir í tilkynningunni. 160 ker eru í hverjum kerskála í álverinu.Enginn verði sendur heim Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hafi verið tekin til að bregðast við óstöðugleika í rekstri skálans.Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi.„Þessi óstöðugleiki er fyrst og fremst rakinn til þess að við höfum verið að fá súrál það sem af er þessu ári sem er aðeins öðruvísi en það sem við eigum að venjast. Þessi ákvörðun er tekin til að bregðast við þessum óróa og fyrst og fremst til að tryggja aðstæður og öryggi starfsfólks.“ Það séu aðallega sviptingar á mörkuðum sem valdi þessum hráefnisbreytingum. „Það hafa verið mjög óvenjulegar aðstæður á súrálsmörkuðum í heiminum undanfarið ár. Það geisar ákveðið viðskiptastríð á stóra sviðinu. Svo var mjög stór súrálsverksmiðja í Brasilíu sem lokaði í fyrra þannig að það var skortur á súráli. Menn hafa þurft að bregðast við með öðrum hætti en verið hefur og við erum að finna að einhverju leyti fyrir því.“ Bjarni segir ekki hægt að segja til um það á þessari stundu hversu lengi kerskálinn verði lokaður. Skálinn stendur undir um þriðjungi af framleiðslu álversins en Bjarni segir þó að stöðvunin muni ekki hafa áhrif á starfsfólk, enn sé unnið á svæðinu og ekki þurfi að grípa til þess að senda fólk heim. Var einhvern tímann hætta á ferðum?„Nei. Þetta er ákvörðun sem er tekin til að bregðast við og í raun og veru koma í veg fyrir að slíkar aðstæður skapist.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá upplýsingafulltrúa Rio Tinto á Íslandi.
Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira