Forsætisráðherra tilnefndur til verðlauna breskrar hugveitu Kjartan Kjartansson skrifar 21. júlí 2019 10:37 Katrín Jakobsdóttir er sögð hafa staðið fyrir eftirtektarverðum aðgerðum til að auka jafnrétti kynjanna. Vísir/Vilhelm Breska hugveitan Chatham House hefur tilnefnt Katrínu Jakokbsdóttur, forsætisráðherra, til árlegra verðlauna sinna fyrir framsækna stefnu í jafnrétti kynjanna og atvinnuþátttöku kvenna. Hillary Clinton og Melinda Gates eru á meðal fyrri verðlaunahafa. Auk Katrínar eru David Attenborough, breski náttúrufræðingurinn heimsþekkti, og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, tilnefndir til Chatham House-verðlaunanna í ár. Attenborough er tilnefndur vegna sjónvarpsþáttaraðarinnar „Bláa plánetan II“ og áhrifa hennar á áhuga almennings á plastmengun í höfum jarðar. Ahmed hlaut tilnefningu fyrir að stuðla að fjölræði og tjáningarfrelsi í heimalandinu og að binda enda á áratugalöng átök við nágrannaríkið Erítreu. Í umsögn hugveitunnar um Katrínu segir að hún hafi farið fyrir samsteypustjórn sem hafi verið brautryðjandi í að taka á kerfislægu misrétti kynjanna og efnahagslegri útilokun kvenna með aðgerðum gegn áreitni á vinnustöðum og heimilisofbeldi. Þá hafi hún unnið að því að lengja sameiginlegt fæðingarorlof og komið á jafnlaunavottun, fyrstu löggjöf sinnar tegundar. „Þrátt fyrir að það sé enn verk að vinna í að berjast gegn kynjamisrétti á Íslandi, eins og alls staðar í heiminum, eru aðgerðir landsins til að auka atvinnuþátttöku kvenna grundvöllur fyrir djarfa og framsækna stefnumótun í mikilvægu viðfangsefni til að ná fram samfélagi þar sem réttur kynjanna er jafnari,“ segir í umsögninni. Verðlaun Chatham House hafa verið veitt frá árinu 2005. Hillary Clinton og John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Melinda Gates, annar stofnenda sjóðs Bills og Melindu Gates og samtökin Læknar án landamæra eru á meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaunin undanfarin ár. Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Breska hugveitan Chatham House hefur tilnefnt Katrínu Jakokbsdóttur, forsætisráðherra, til árlegra verðlauna sinna fyrir framsækna stefnu í jafnrétti kynjanna og atvinnuþátttöku kvenna. Hillary Clinton og Melinda Gates eru á meðal fyrri verðlaunahafa. Auk Katrínar eru David Attenborough, breski náttúrufræðingurinn heimsþekkti, og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, tilnefndir til Chatham House-verðlaunanna í ár. Attenborough er tilnefndur vegna sjónvarpsþáttaraðarinnar „Bláa plánetan II“ og áhrifa hennar á áhuga almennings á plastmengun í höfum jarðar. Ahmed hlaut tilnefningu fyrir að stuðla að fjölræði og tjáningarfrelsi í heimalandinu og að binda enda á áratugalöng átök við nágrannaríkið Erítreu. Í umsögn hugveitunnar um Katrínu segir að hún hafi farið fyrir samsteypustjórn sem hafi verið brautryðjandi í að taka á kerfislægu misrétti kynjanna og efnahagslegri útilokun kvenna með aðgerðum gegn áreitni á vinnustöðum og heimilisofbeldi. Þá hafi hún unnið að því að lengja sameiginlegt fæðingarorlof og komið á jafnlaunavottun, fyrstu löggjöf sinnar tegundar. „Þrátt fyrir að það sé enn verk að vinna í að berjast gegn kynjamisrétti á Íslandi, eins og alls staðar í heiminum, eru aðgerðir landsins til að auka atvinnuþátttöku kvenna grundvöllur fyrir djarfa og framsækna stefnumótun í mikilvægu viðfangsefni til að ná fram samfélagi þar sem réttur kynjanna er jafnari,“ segir í umsögninni. Verðlaun Chatham House hafa verið veitt frá árinu 2005. Hillary Clinton og John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Melinda Gates, annar stofnenda sjóðs Bills og Melindu Gates og samtökin Læknar án landamæra eru á meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaunin undanfarin ár.
Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira