Kastast í kekki á milli Japans og Suður-Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2019 07:30 Utanríkisráðherrann og sendiherrann funduðu í gær. Nordicphotos/AFP Mikið ósætti er á milli Japans og Suður-Kóreu vegna úrskurðar um bætur fyrir nauðungarvinnu síðustu aldar. Utanríkisráðherra Japans skammaði suðurkóreska sendiherrann. Karlmaður stytti sér aldur í mótmælaskyni. Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, kallaði sendiherra Suður-Kóreu á fund til sín í gær. Þar húðskammaði Japaninn sendiherrann Nam Gwan-pyo fyrir að Suður-Kórea hafi ekki samþykkt kröfu Japana um að þriðji aðili dæmdi í áratugagamalli deilu ríkjanna. Málið snýst um bætur fyrir þá Kóreumenn sem voru látnir vinna nauðungarvinnu þegar Japan hélt Kóreuskaganum frá 1910 til 1945. Suðurkóreskur dómstóll úrskurðaði svo á síðasta ári að tvö japönsk fyrirtæki þyrftu að greiða bætur en Japansstjórn lítur svo á að málið hafi verið til lykta leitt með undirritun sáttmála árið 1965 Að sögn Kono höfðu Japanar gefið Suður-Kóreumönnum frest til fimmtudagsins til þess að samþykkja kröfuna. Reuters greindi frá því á fimmtudaginn að Japan íhugaði að leita til Alþjóðadómstólsins og ekki lítur út fyrir að ríkin muni útkljá málið án aðstoðar. Sagði Kono að Suður-Kórea ætti að leiðrétta úrskurð dómstólsins hið fyrsta. „Það sem suðurkóresk stjórnvöld gera nú er í raun að grafa undan stoðum alþjóðasamfélagsins eins og það hefur verið frá lokum síðari heimsstyrjaldar.“ Nam svaraði fyrir ríki sitt og sagði Suður-Kóreu vinna nótt sem nýtan dag að því að skapa umhverfi þar sem hægt væri að útkljá mál sem þessi á þann hátt sem báðum ríkjum þætti þóknanlegur og myndi ekki skaða tengsl ríkjanna. Suður-Kórea hefði nú þegar lagt fram tillögur um hvernig hægt væri að ná sáttum. „Heyrðu mig nú,“ sagði Kono þá. „Við höfum nú þegar sagt Suður-Kóreumönnum að tillaga þeirra sé algjörlega óásættanleg. Hún myndi ekki laga ástandið þar sem brotið er gegn alþjóðalögum. Það er gríðarlega ósvífið að leggja fram slíka tillögu á ný og þykjast ekki vita það,“ sagði ráðherrann en hvorugur mannanna greindi frá því hvað fólst í tillögunni. Á sama tíma og þessi deila stendur sem hæst hefur Japan þrengt reglur um útflutning á vörum til Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Japan segja málin ótengd en þau hafa reitt marga Suður-Kóreumenn til reiði. Þannig greindi Reuters frá því í gær að verslunareigendur hefðu fjarlægt allar japanskar vörur úr hillum sínum og slökkviliðið í höfuðborginni Seúl sagði frá því að 78 ára gamall karlmaður hefði lagt bíl sínum fyrir utan japanska sendiráðið í gær og kveikt í bílnum meðan hann sat í honum. Karlmaðurinn lést af sárum sínum en greint hefur verið frá því að faðir hans var einn þeirra sem var látinn vinna nauðungarvinnu í síðari heimsstyrjöld. Birtist í Fréttablaðinu Japan Suður-Kórea Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira
Mikið ósætti er á milli Japans og Suður-Kóreu vegna úrskurðar um bætur fyrir nauðungarvinnu síðustu aldar. Utanríkisráðherra Japans skammaði suðurkóreska sendiherrann. Karlmaður stytti sér aldur í mótmælaskyni. Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, kallaði sendiherra Suður-Kóreu á fund til sín í gær. Þar húðskammaði Japaninn sendiherrann Nam Gwan-pyo fyrir að Suður-Kórea hafi ekki samþykkt kröfu Japana um að þriðji aðili dæmdi í áratugagamalli deilu ríkjanna. Málið snýst um bætur fyrir þá Kóreumenn sem voru látnir vinna nauðungarvinnu þegar Japan hélt Kóreuskaganum frá 1910 til 1945. Suðurkóreskur dómstóll úrskurðaði svo á síðasta ári að tvö japönsk fyrirtæki þyrftu að greiða bætur en Japansstjórn lítur svo á að málið hafi verið til lykta leitt með undirritun sáttmála árið 1965 Að sögn Kono höfðu Japanar gefið Suður-Kóreumönnum frest til fimmtudagsins til þess að samþykkja kröfuna. Reuters greindi frá því á fimmtudaginn að Japan íhugaði að leita til Alþjóðadómstólsins og ekki lítur út fyrir að ríkin muni útkljá málið án aðstoðar. Sagði Kono að Suður-Kórea ætti að leiðrétta úrskurð dómstólsins hið fyrsta. „Það sem suðurkóresk stjórnvöld gera nú er í raun að grafa undan stoðum alþjóðasamfélagsins eins og það hefur verið frá lokum síðari heimsstyrjaldar.“ Nam svaraði fyrir ríki sitt og sagði Suður-Kóreu vinna nótt sem nýtan dag að því að skapa umhverfi þar sem hægt væri að útkljá mál sem þessi á þann hátt sem báðum ríkjum þætti þóknanlegur og myndi ekki skaða tengsl ríkjanna. Suður-Kórea hefði nú þegar lagt fram tillögur um hvernig hægt væri að ná sáttum. „Heyrðu mig nú,“ sagði Kono þá. „Við höfum nú þegar sagt Suður-Kóreumönnum að tillaga þeirra sé algjörlega óásættanleg. Hún myndi ekki laga ástandið þar sem brotið er gegn alþjóðalögum. Það er gríðarlega ósvífið að leggja fram slíka tillögu á ný og þykjast ekki vita það,“ sagði ráðherrann en hvorugur mannanna greindi frá því hvað fólst í tillögunni. Á sama tíma og þessi deila stendur sem hæst hefur Japan þrengt reglur um útflutning á vörum til Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Japan segja málin ótengd en þau hafa reitt marga Suður-Kóreumenn til reiði. Þannig greindi Reuters frá því í gær að verslunareigendur hefðu fjarlægt allar japanskar vörur úr hillum sínum og slökkviliðið í höfuðborginni Seúl sagði frá því að 78 ára gamall karlmaður hefði lagt bíl sínum fyrir utan japanska sendiráðið í gær og kveikt í bílnum meðan hann sat í honum. Karlmaðurinn lést af sárum sínum en greint hefur verið frá því að faðir hans var einn þeirra sem var látinn vinna nauðungarvinnu í síðari heimsstyrjöld.
Birtist í Fréttablaðinu Japan Suður-Kórea Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira