Kolbeinn göngugarpur gekk hringinn á 30 dögum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. júlí 2019 19:15 Kolbeinn Kolbeinsson, tuttugu og eins ára Reykvíkingur hefur notað júlímánuð til að ganga hringinn í kringum landið en hann lýkur göngu sinni í kvöld. Það fyrsta sem hann ætlar að gera þegar hann kemur heim til sín er að fá sér pizzu og skella sér síðan á þjóðhátíð. Kolbeinn lagði af stað í gönguna 1. júlí og nú í morgun hófst síðasti spölurinn frá Selfossi til Reykjavíkur, þar áætlar hann að vera á milli 11 og 12 í kvöld. Kolbeinn hefur gengið að meðaltali 45 kílómetra á dag. „Þetta er bara búið að ganga mjög vel, ég er reyndar búin að vera í mjög mikilli rigningu síðustu dagana en annars er búið að vera mjög heitt og fínt“, segir Kolbeinn. En hvar fannst honum skemmtilegast að ganga og hvar var erfiðast að ganga? „Ég myndi segja Suðurlandið, það er fínt, beinn vegur og þess háttar, alveg fallegt þó það sé mikið af ekki neinu í kringum mig. Það var erfiðast að ganga um Norðausturland, að fara í gegnum Möðrudalsöræfi, það var svolítið erfitt og í kringum Mývatn. Kolbeinn gekk að meðaltali 45 kíló á hverjum degi í göngunni. Hann segist hafa lést um 10 kíló á göngunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Kolbeinn segir að tilgangur göngunnar hafi verið að safna peningum fyrir Samferða, sem eru góðgerðasamtök, sem aðstoðar fólk fjárhagslega sem hefur orðið fyrir áföllum í lífinu hvort sem það eru tengd veikindum hjá foreldrum eða börnum. Markmið hans er að safna hálfri milljón króna. „Ég er komin upp í fjögur hundruð fimmtíu og tvö þúsund, sem er bara mjög gott. Ég held að ég geti klárað þessar fjörutíu og átta þúsund krónur í dag“. En hvað verður það fyrsta sem Kolbeinn ætlar að gera þegar hann kemur heim til sín í kvöld? „Ég ætla að fá mér pizzu og gera ekki neitt, fer svo á þjóðhátíð“. Vilji fólk styrkja Kolbein og Samferða þá er reikningurinn 0370-13-005770 og kennitala 240997 - 2079. Árborg Íþróttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Kolbeinn Kolbeinsson, tuttugu og eins ára Reykvíkingur hefur notað júlímánuð til að ganga hringinn í kringum landið en hann lýkur göngu sinni í kvöld. Það fyrsta sem hann ætlar að gera þegar hann kemur heim til sín er að fá sér pizzu og skella sér síðan á þjóðhátíð. Kolbeinn lagði af stað í gönguna 1. júlí og nú í morgun hófst síðasti spölurinn frá Selfossi til Reykjavíkur, þar áætlar hann að vera á milli 11 og 12 í kvöld. Kolbeinn hefur gengið að meðaltali 45 kílómetra á dag. „Þetta er bara búið að ganga mjög vel, ég er reyndar búin að vera í mjög mikilli rigningu síðustu dagana en annars er búið að vera mjög heitt og fínt“, segir Kolbeinn. En hvar fannst honum skemmtilegast að ganga og hvar var erfiðast að ganga? „Ég myndi segja Suðurlandið, það er fínt, beinn vegur og þess háttar, alveg fallegt þó það sé mikið af ekki neinu í kringum mig. Það var erfiðast að ganga um Norðausturland, að fara í gegnum Möðrudalsöræfi, það var svolítið erfitt og í kringum Mývatn. Kolbeinn gekk að meðaltali 45 kíló á hverjum degi í göngunni. Hann segist hafa lést um 10 kíló á göngunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Kolbeinn segir að tilgangur göngunnar hafi verið að safna peningum fyrir Samferða, sem eru góðgerðasamtök, sem aðstoðar fólk fjárhagslega sem hefur orðið fyrir áföllum í lífinu hvort sem það eru tengd veikindum hjá foreldrum eða börnum. Markmið hans er að safna hálfri milljón króna. „Ég er komin upp í fjögur hundruð fimmtíu og tvö þúsund, sem er bara mjög gott. Ég held að ég geti klárað þessar fjörutíu og átta þúsund krónur í dag“. En hvað verður það fyrsta sem Kolbeinn ætlar að gera þegar hann kemur heim til sín í kvöld? „Ég ætla að fá mér pizzu og gera ekki neitt, fer svo á þjóðhátíð“. Vilji fólk styrkja Kolbein og Samferða þá er reikningurinn 0370-13-005770 og kennitala 240997 - 2079.
Árborg Íþróttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira