„Á endanum ekki hræddur við að velja Cecilíu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. ágúst 2019 14:00 Þrátt fyrir að vera nýorðin 16 ára hefur Cecilía leikið 35 keppnisleiki í meistaraflokki. vísir/bára Jón Þór Hauksson valdi Cecilíu Rán Rúnarsdóttir, markvörð Fylkis, í íslenska landsliðshópinn fyrir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2021. Cecilía kemur inn í hópinn í stað Guðbjargar Gunnarsdóttur sem er barnshafandi. Cecilía er fædd árið 2003 og fagnaði 16 ára afmæli sínu 26. júlí síðastliðinn. Cecilía er ein þriggja markvarða í hópnum. Hinar eru Sandra Sigurðardóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir sem eru báðar fæddar 1986 og verða 33 ára síðar á árinu. Jón Þór segir að það sé vissulega áhætta að velja svona ungan markvörð í landsliðshópinn. Hann hefur þó fulla trú á Cecilíu og hefur hrifist af frammistöðu hennar í sumar. Hefur sýnt mikinn þroskaCecilía og stöllur hennar í Fylki eru komnar upp í 5. sæti Pepsi Max-deildar kvenna eftir þrjá sigra í röð.vísir/bára„Auðvitað er maður hikandi við að velja svona ungan markvörð. Engu að síður hefur hún staðið sig mjög vel í Pepsi Max-deildinni í sumar, sýnt mikinn þroska og frábæra þróun,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi. „Á endanum var ég ekki hræddur við að velja hana. En þegar ungir leikmenn koma inn máttu búast við því að frammistaðan verði upp og niður og við getum alveg átt von á því mistök eigi sér stað einhvers staðar á leiðinni. Þegar þú tekur svona unga leikmenn inn þarftu að vera tilbúinn að takast á við það og teljum okkur vera það.“ Cecilía hefur leikið ellefu af tólf leikjum Fylkis í Pepsi Max-deildinni í sumar auk þriggja leikja í Mjólkurbikarnum. Í fyrra lék hún með Aftureldingu/Fram og var valinn besti markvörður Inkasso-deildarinnar. Cecilía hefur leikið 15 leiki fyrir U-17 ára landsliðið og sex leiki fyrir U-16 ára liðið. Cecilía verður í eldlínunni þegar Fylkir tekur á móti Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannhóp sinn fyrir fyrstu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2021. 8. ágúst 2019 14:56 Cloé ekki orðin lögleg með íslenska landsliðinu Cloé Lacasse er ekki komin með leikheimild með íslenska landsliðinu frá FIFA. 8. ágúst 2019 15:51 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Jón Þór Hauksson valdi Cecilíu Rán Rúnarsdóttir, markvörð Fylkis, í íslenska landsliðshópinn fyrir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2021. Cecilía kemur inn í hópinn í stað Guðbjargar Gunnarsdóttur sem er barnshafandi. Cecilía er fædd árið 2003 og fagnaði 16 ára afmæli sínu 26. júlí síðastliðinn. Cecilía er ein þriggja markvarða í hópnum. Hinar eru Sandra Sigurðardóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir sem eru báðar fæddar 1986 og verða 33 ára síðar á árinu. Jón Þór segir að það sé vissulega áhætta að velja svona ungan markvörð í landsliðshópinn. Hann hefur þó fulla trú á Cecilíu og hefur hrifist af frammistöðu hennar í sumar. Hefur sýnt mikinn þroskaCecilía og stöllur hennar í Fylki eru komnar upp í 5. sæti Pepsi Max-deildar kvenna eftir þrjá sigra í röð.vísir/bára„Auðvitað er maður hikandi við að velja svona ungan markvörð. Engu að síður hefur hún staðið sig mjög vel í Pepsi Max-deildinni í sumar, sýnt mikinn þroska og frábæra þróun,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi. „Á endanum var ég ekki hræddur við að velja hana. En þegar ungir leikmenn koma inn máttu búast við því að frammistaðan verði upp og niður og við getum alveg átt von á því mistök eigi sér stað einhvers staðar á leiðinni. Þegar þú tekur svona unga leikmenn inn þarftu að vera tilbúinn að takast á við það og teljum okkur vera það.“ Cecilía hefur leikið ellefu af tólf leikjum Fylkis í Pepsi Max-deildinni í sumar auk þriggja leikja í Mjólkurbikarnum. Í fyrra lék hún með Aftureldingu/Fram og var valinn besti markvörður Inkasso-deildarinnar. Cecilía hefur leikið 15 leiki fyrir U-17 ára landsliðið og sex leiki fyrir U-16 ára liðið. Cecilía verður í eldlínunni þegar Fylkir tekur á móti Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannhóp sinn fyrir fyrstu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2021. 8. ágúst 2019 14:56 Cloé ekki orðin lögleg með íslenska landsliðinu Cloé Lacasse er ekki komin með leikheimild með íslenska landsliðinu frá FIFA. 8. ágúst 2019 15:51 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannhóp sinn fyrir fyrstu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2021. 8. ágúst 2019 14:56
Cloé ekki orðin lögleg með íslenska landsliðinu Cloé Lacasse er ekki komin með leikheimild með íslenska landsliðinu frá FIFA. 8. ágúst 2019 15:51