Erfiðasti kaflinn að baki Kristinn Haukur Guðnason skrifar 9. ágúst 2019 06:30 Matt Jones og Steve Brooks við komuna á Reykjavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari. Silfurlit Spitfire-vél lenti á Reykjavíkurflugvelli á fimmta tímanum í gær. Flugmennirnir, hinir bresku Steve Brooks og Matt Jones, voru kátir og virtist létt eftir lendinguna enda höfðu þeir áður þurft að snúa við vegna veðurs. Brooks og Jones skiptast á að fljúga og með þeim er fylgdarlið sem flýgur í fylgivél. „Við lentum í slæmu veðri í gær og næstum því aftur í dag en náðum að komast fram hjá því. Ég held að það að komast hingað sé erfiðasti hluti leiðarinnar,“ segir Brooks og hlær dátt. Ísland er fjórði viðkomustaðurinn á leiðinni sem hófst í Bretlandi. „Þetta er búið að vera mjög erfitt en við vissum allan tímann að þessi leggur yrði strembinn. Okkur verður létt þegar við komumst til Kanada. Annar leggur sem við áætlum að verði erfiður er frá Alaska yfir til Rússlands.“Rými flugmannsins er ákaflega þröngt.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari.Þrátt fyrir upphafserfiðleika hefur vélin sjálf staðið fyrir sínu. En vegna þess að hún flýgur lágt skipta veður og vindar gríðarlega miklu máli. Þægindi eru lítil í vélinni og rými flugmannsins mjög þröngt. Brooks segir að það að stíga inn í vélina sé eins og að klæða sig í jakka. „Við byggðum vélina af því að það er svo mikill áhugi á Spitfire-vélum um heim allan. Þær voru notaðar í svo mörgum löndum á ákveðnu tímabili. Þetta var tækifæri til þess að leyfa fólki að njóta þess að sjá vélina á ný,“ segir Brooks stoltur. „Þessi vél breytti sögunni. Við eigum frelsi okkar henni að þakka.“ Spitfire-vélarnar léku stórt hlutverk í seinni heimsstyrjöldinni, þá sérstaklega orrustunni um Bretland árið 1940. Þjóðverjar ætluðu að leggja Bretland undir sig en þurftu að vinna loftrýmið til þess að geta siglt með heraflann yfir Ermarsund. Þjóðverjar notuðu Messerschmidt-orrustuvélar en Bretar vörðust með Spitfire- og Hurricane-vélum og fjöldinn var Bretum mjög í óhag. Á þessari ögurstundu unnu breskir flugmenn kraftaverk og meðfærileiki Spitfire skipti sköpum. Varð vélin upp frá því að tákni um frelsið sjálft. Þó að Spitfire sé frægasta orrustuflugvél heims þá er sú sem Brooks og Jones fljúga meinlaus því að hún er óvopnuð. „Við tókum byssurnar út og settum eldsneytistanka í staðinn. Vanalega draga vélarnar tæplega 500 kílómetra leið. Þessi dregur rúmlega 1.500 kílómetra á birgðum sínum.“Spitfire öðlaðist sess sem frelsistákn í seinni heimsstyrjöldinni.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Silfurlit Spitfire-vél lenti á Reykjavíkurflugvelli á fimmta tímanum í gær. Flugmennirnir, hinir bresku Steve Brooks og Matt Jones, voru kátir og virtist létt eftir lendinguna enda höfðu þeir áður þurft að snúa við vegna veðurs. Brooks og Jones skiptast á að fljúga og með þeim er fylgdarlið sem flýgur í fylgivél. „Við lentum í slæmu veðri í gær og næstum því aftur í dag en náðum að komast fram hjá því. Ég held að það að komast hingað sé erfiðasti hluti leiðarinnar,“ segir Brooks og hlær dátt. Ísland er fjórði viðkomustaðurinn á leiðinni sem hófst í Bretlandi. „Þetta er búið að vera mjög erfitt en við vissum allan tímann að þessi leggur yrði strembinn. Okkur verður létt þegar við komumst til Kanada. Annar leggur sem við áætlum að verði erfiður er frá Alaska yfir til Rússlands.“Rými flugmannsins er ákaflega þröngt.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari.Þrátt fyrir upphafserfiðleika hefur vélin sjálf staðið fyrir sínu. En vegna þess að hún flýgur lágt skipta veður og vindar gríðarlega miklu máli. Þægindi eru lítil í vélinni og rými flugmannsins mjög þröngt. Brooks segir að það að stíga inn í vélina sé eins og að klæða sig í jakka. „Við byggðum vélina af því að það er svo mikill áhugi á Spitfire-vélum um heim allan. Þær voru notaðar í svo mörgum löndum á ákveðnu tímabili. Þetta var tækifæri til þess að leyfa fólki að njóta þess að sjá vélina á ný,“ segir Brooks stoltur. „Þessi vél breytti sögunni. Við eigum frelsi okkar henni að þakka.“ Spitfire-vélarnar léku stórt hlutverk í seinni heimsstyrjöldinni, þá sérstaklega orrustunni um Bretland árið 1940. Þjóðverjar ætluðu að leggja Bretland undir sig en þurftu að vinna loftrýmið til þess að geta siglt með heraflann yfir Ermarsund. Þjóðverjar notuðu Messerschmidt-orrustuvélar en Bretar vörðust með Spitfire- og Hurricane-vélum og fjöldinn var Bretum mjög í óhag. Á þessari ögurstundu unnu breskir flugmenn kraftaverk og meðfærileiki Spitfire skipti sköpum. Varð vélin upp frá því að tákni um frelsið sjálft. Þó að Spitfire sé frægasta orrustuflugvél heims þá er sú sem Brooks og Jones fljúga meinlaus því að hún er óvopnuð. „Við tókum byssurnar út og settum eldsneytistanka í staðinn. Vanalega draga vélarnar tæplega 500 kílómetra leið. Þessi dregur rúmlega 1.500 kílómetra á birgðum sínum.“Spitfire öðlaðist sess sem frelsistákn í seinni heimsstyrjöldinni.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent